Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 14:33 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í góðum gír eftir setningu Alþingis síðastliðið mánudagskvöld. Á myndina vantar formannsframbjóðendurna tvo Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Sjálfstæðisflokkurinn Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun missa umtalað þingflokksherbergi sitt til Samfylkingarinnar. Þetta er ákvörðun forsætisnefndar Alþingis. Áður hafði verið greint frá því að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hefði úrskurðað að Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda herberginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með setu í herberginu í meira en áttatíu ár, enda hefur hann yfirleitt verið stærsti flokkurinn á Alþingi. Samfylkingin er hins vegar stærri eftir nýliðnar Alþingiskosningar og fór fram á að fá herbergið. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en þar segir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafi knúið fram breytingu á núgildandi reglum um úthlutun þingflokksherbergja á fundi forsætisnefndar. Muni ekki standast tímans tönn „Augljóst er að breyttar reglur munu hvorki standast tímans tönn né einhvers konar breytingar á ríkisstjórn annað en þær reglur sem í gildi voru sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir óþarfa rask og deilur innan þingsins. Nýjar reglur hafa engin slík sjónarmið að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu flokksins. Þrátt fyrir það segir að Sjálfstæðisflokkurinn óski Samfylkingunni velfarnaðar í þessu sögufræga rými. Þá kemur fram að flokkurinn skilji eftir innflutningsgjöf til Samfylkingarinnar, en ekki kemur fram hver hún sé. Hvað ætli sé í pakkanum?Sjálfstæðisflokkurinn Lítil virðing fyrir hefðum á hinu háa Alþingi „Það hefur því miður sýnt sig að Samfylkingunni er í hinum ýmsu málum ekki mjög umhugað um reglur og hefðir á okkar háa Alþingi. Reglur um þingflokksherbergi voru skýrar enda úrskurðaði skrifstofustjóri Alþingis að samkvæmt þeim ætti Sjálfstæðisflokkurinn að halda herbergi því sem hann hefur verið í síðan 1941,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. „Þá bregst Samfylkingin við í krafti nýfengins meirihlutavalds síns og breytir með einu óvönduðu pennastriki reglunum til þess eins að taka herbergi Sjálfstæðisflokksins. Mér þykir þetta í raun með eindæmum lítilmannlegt en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að eyða meiri tíma í þetta mál og þau þurfa að eiga við sig að hafa ákveðið að forgangsraða kröftum sínum og athygli á fyrstu dögum þingsins í að hafa af okkur þetta herbergi.“ Hildur óskar Samfylkingunni líka velfarnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu unnið í öllum rýmum hússins að því aðhaldi sem nauðsynlegt er gagnvart nýrri ríkisstjórn. Við bara kveðjum því herbergið okkar í bili og óskum þeim velfarnaðar þar sem hefur verið góður andi í 84 ár og við vonum að bláu veggirnir verði þeim gæfuríkt leiðarljós í sínum störfum.“ Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með setu í herberginu í meira en áttatíu ár, enda hefur hann yfirleitt verið stærsti flokkurinn á Alþingi. Samfylkingin er hins vegar stærri eftir nýliðnar Alþingiskosningar og fór fram á að fá herbergið. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en þar segir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafi knúið fram breytingu á núgildandi reglum um úthlutun þingflokksherbergja á fundi forsætisnefndar. Muni ekki standast tímans tönn „Augljóst er að breyttar reglur munu hvorki standast tímans tönn né einhvers konar breytingar á ríkisstjórn annað en þær reglur sem í gildi voru sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir óþarfa rask og deilur innan þingsins. Nýjar reglur hafa engin slík sjónarmið að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu flokksins. Þrátt fyrir það segir að Sjálfstæðisflokkurinn óski Samfylkingunni velfarnaðar í þessu sögufræga rými. Þá kemur fram að flokkurinn skilji eftir innflutningsgjöf til Samfylkingarinnar, en ekki kemur fram hver hún sé. Hvað ætli sé í pakkanum?Sjálfstæðisflokkurinn Lítil virðing fyrir hefðum á hinu háa Alþingi „Það hefur því miður sýnt sig að Samfylkingunni er í hinum ýmsu málum ekki mjög umhugað um reglur og hefðir á okkar háa Alþingi. Reglur um þingflokksherbergi voru skýrar enda úrskurðaði skrifstofustjóri Alþingis að samkvæmt þeim ætti Sjálfstæðisflokkurinn að halda herbergi því sem hann hefur verið í síðan 1941,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. „Þá bregst Samfylkingin við í krafti nýfengins meirihlutavalds síns og breytir með einu óvönduðu pennastriki reglunum til þess eins að taka herbergi Sjálfstæðisflokksins. Mér þykir þetta í raun með eindæmum lítilmannlegt en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að eyða meiri tíma í þetta mál og þau þurfa að eiga við sig að hafa ákveðið að forgangsraða kröftum sínum og athygli á fyrstu dögum þingsins í að hafa af okkur þetta herbergi.“ Hildur óskar Samfylkingunni líka velfarnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu unnið í öllum rýmum hússins að því aðhaldi sem nauðsynlegt er gagnvart nýrri ríkisstjórn. Við bara kveðjum því herbergið okkar í bili og óskum þeim velfarnaðar þar sem hefur verið góður andi í 84 ár og við vonum að bláu veggirnir verði þeim gæfuríkt leiðarljós í sínum störfum.“
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira