Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. febrúar 2025 08:01 Jón Pétur segir Heiðu Björgu hafa blokkað sig á Facebook. Vísir/Samsett Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að tjalda í Kópavogi þangað til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg sé sprunginn. Greint var frá því í dag að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði næsti borgarstjóri en hún og Jón Pétur hafa eldað grátt silfur um einhvern tíma. Myndbrot úr hlaðvarpinu Einni pælingu var birt í vikunni en þar ræddi Þórarinn Hjartason við Jón Pétur. Þar bar meðal annars á góma myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins eru nú á lokametrunum. „Talaðu ekki ógrátandi um hana. Ég held ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,“ segir Jón Pétur í brotinu en þátturinn var birtur í heild sinni í morgun. Borgarstjóri með alþingismann blokkaðan Tilefni orða Jóns má rekja aftur til ársins 2023 þegar Jón Pétur var aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagðist ekki hafa getað orða bundist eftir að hafa lesið umræður á síðu prófessors á menntavísindasviði á Facebook þar sem þættirnir Börnin okkar, sem sýndir voru í Ríkivútvarpinu og fjölluðu um íslenska skólakerfið, voru gagnrýndir. Umræddur prófessor fullyrti að samanburðartölur sem teknar voru fyrir í þættinum yfir lesskilning og félagsfærni barna væru úr lausu lofti gripnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst næsti borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir þessi ummæli téðs prófessors og Jón segir sér hafa blöskrað það. Í kjölfarið hafi hann reynt að hafa samband við Heiðu og borið gögn undir hana í gegnum tölvupóst, sms-skilaboð og Facebook án svars. Hann segir skilaboðin ekki hafa verið dónaleg. Heiða Björg hafi álitið þetta áreiti og blokkað hann. „Mér hefur bara ofboðið skeytingarleysi þessa fólks varðandi námsárangur og líðan barna í borginni. hún er búin að vera í borgarstjórn reykjavíkur í óratíma. Svo minnist maður á þetta og maður fær bara blokk,“ segir Jón Pétur í samtali við Vísi. Hafnarfjörður eða Kópavogur Hann segir Heiðu ekki hafa afblokkað hann síðan og því verður sú furðulega staða komin upp síðdegis á morgun, að kosningum á aukafundi borgarstjórnar loknum, að borgarstjóri Reykjavíkur verði með sitjandi alþingismann blokkaðan á Facebook. „Hún var ekki tilbúin í umræðu um námsárangur og líðan barna,“ segir Jón Pétur. Það séu helst tveir kostir sem blasa við honum.. Hafnarfjörður heilli en Kópavogur liggi beinast við. „Ég er að pæla í að kaupa tjald og tjalda í Kópavogi þangað til að þetta springur í borginni,“ segir Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Myndbrot úr hlaðvarpinu Einni pælingu var birt í vikunni en þar ræddi Þórarinn Hjartason við Jón Pétur. Þar bar meðal annars á góma myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins eru nú á lokametrunum. „Talaðu ekki ógrátandi um hana. Ég held ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,“ segir Jón Pétur í brotinu en þátturinn var birtur í heild sinni í morgun. Borgarstjóri með alþingismann blokkaðan Tilefni orða Jóns má rekja aftur til ársins 2023 þegar Jón Pétur var aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagðist ekki hafa getað orða bundist eftir að hafa lesið umræður á síðu prófessors á menntavísindasviði á Facebook þar sem þættirnir Börnin okkar, sem sýndir voru í Ríkivútvarpinu og fjölluðu um íslenska skólakerfið, voru gagnrýndir. Umræddur prófessor fullyrti að samanburðartölur sem teknar voru fyrir í þættinum yfir lesskilning og félagsfærni barna væru úr lausu lofti gripnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst næsti borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir þessi ummæli téðs prófessors og Jón segir sér hafa blöskrað það. Í kjölfarið hafi hann reynt að hafa samband við Heiðu og borið gögn undir hana í gegnum tölvupóst, sms-skilaboð og Facebook án svars. Hann segir skilaboðin ekki hafa verið dónaleg. Heiða Björg hafi álitið þetta áreiti og blokkað hann. „Mér hefur bara ofboðið skeytingarleysi þessa fólks varðandi námsárangur og líðan barna í borginni. hún er búin að vera í borgarstjórn reykjavíkur í óratíma. Svo minnist maður á þetta og maður fær bara blokk,“ segir Jón Pétur í samtali við Vísi. Hafnarfjörður eða Kópavogur Hann segir Heiðu ekki hafa afblokkað hann síðan og því verður sú furðulega staða komin upp síðdegis á morgun, að kosningum á aukafundi borgarstjórnar loknum, að borgarstjóri Reykjavíkur verði með sitjandi alþingismann blokkaðan á Facebook. „Hún var ekki tilbúin í umræðu um námsárangur og líðan barna,“ segir Jón Pétur. Það séu helst tveir kostir sem blasa við honum.. Hafnarfjörður heilli en Kópavogur liggi beinast við. „Ég er að pæla í að kaupa tjald og tjalda í Kópavogi þangað til að þetta springur í borginni,“ segir Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29