Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2025 14:06 Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Aðsend Hveitirækt hefur gefist vel hér á landi og er ætlunin að auka þá ræktun. Þá er kornrækt í miklum blóma en bygg var ræktað á um 3.400 hekturum hjá bændum á síðasta ári. Hveitið í ræktuninni er aðallega notað í fóður fyrir dýr þar sem mesti vaxtarsprotinn er í fiskeldi. Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann hefur starfað síðust ár, sem bústjóri Hvanneyrarbúsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlutverk Egils er m.a. að hafa umsjón með hveititilraunum, sem er hluti af kynbótaverkefninu „Völu” og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. En tilraunir með ræktun á hveiti á Íslandi, hvað er helst að frétta þar? „Það er ekki nema von að þú spyrjir en það hefur verið dálítil vakning bæði varðandi þörf á rannsóknum og vakning hjá bændum og stjórnvöldum um að gefa svolítið í varðandi kornræktun almennt. Það eru nokkrir bændur, sem hafa fiktað við ræktun hveitis en við höfum mest verið að nota vetrarafbrigði í hveiti,” segir Egill. Egill og Serena Condini, sem er menntuð í plöntukynbótum og er núna „internship” nemandi í Landbúnaðarháskólanum en hún er aðalsamstarfsmaður Egils í hveitinu. Myndin er tekin við sáningu á kornreitumí Gunnarsholti 30. apríl 2025.Jónína Svavarsdóttir Egill segir að kornrækt í heildina hafi verið árið 2022 um 3500 hektarar. Á sama tíma hefur vetrarhveiti verið aðeins ræktað á um 40-70 hekturum síðustu ár, vorhveiti á um 10-30 hekturum og hafrar á um 160-200 hekturum en byggið ber af og hefur verið ræktað á um 2800-3400 hekturum síðustu ár. En hveitið, hvaða möguleikar eru þar að mati Egils? „Það eru miklir vaxtarmöguleikar og ekki séð fyrir því hvað sérstaklega varðar eftirspurnina, hún er náttúrulega gríðarlega mikil. Þá erum við ekki endilega að tala um hveiti, sem bakstursafurð heldur varðandi fóður í dýr og þar er stærsti vaxtarsprotinn nefnilega fiskeldi,” segir Egill. Egill í tilraunabyggökrum.Jónína Svavarsdóttir Ekki hveiti til að baka vöfflur og pönnukökur? „Jú, jú, svo gerum við það líka en maður verður að hugsa þetta í þrepum,” segir hann hlæjandi. Heldur þú að bændur séu almennt stemmdir fyrir þessari nýjung og að fara að rækta hveiti á fullum krafti? „Já, ég held að bændur séu almennt mjög áhugasamir um kornræktun og eflingu hennar,” segir nýráðinn ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd af starfsfólki og nemendum Landbúnaðarháskólans, sem koma mest að korntilraunum. Frá vinstri eru Egill Gunnarsson, Jónína Svavarsdóttir, Sunna Skeggjadóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir og Serana Condini. Á myndina vantar Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra jarðræktartilrauna, sem tók myndina.Hrannar Smári Hilmarsson Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann hefur starfað síðust ár, sem bústjóri Hvanneyrarbúsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlutverk Egils er m.a. að hafa umsjón með hveititilraunum, sem er hluti af kynbótaverkefninu „Völu” og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. En tilraunir með ræktun á hveiti á Íslandi, hvað er helst að frétta þar? „Það er ekki nema von að þú spyrjir en það hefur verið dálítil vakning bæði varðandi þörf á rannsóknum og vakning hjá bændum og stjórnvöldum um að gefa svolítið í varðandi kornræktun almennt. Það eru nokkrir bændur, sem hafa fiktað við ræktun hveitis en við höfum mest verið að nota vetrarafbrigði í hveiti,” segir Egill. Egill og Serena Condini, sem er menntuð í plöntukynbótum og er núna „internship” nemandi í Landbúnaðarháskólanum en hún er aðalsamstarfsmaður Egils í hveitinu. Myndin er tekin við sáningu á kornreitumí Gunnarsholti 30. apríl 2025.Jónína Svavarsdóttir Egill segir að kornrækt í heildina hafi verið árið 2022 um 3500 hektarar. Á sama tíma hefur vetrarhveiti verið aðeins ræktað á um 40-70 hekturum síðustu ár, vorhveiti á um 10-30 hekturum og hafrar á um 160-200 hekturum en byggið ber af og hefur verið ræktað á um 2800-3400 hekturum síðustu ár. En hveitið, hvaða möguleikar eru þar að mati Egils? „Það eru miklir vaxtarmöguleikar og ekki séð fyrir því hvað sérstaklega varðar eftirspurnina, hún er náttúrulega gríðarlega mikil. Þá erum við ekki endilega að tala um hveiti, sem bakstursafurð heldur varðandi fóður í dýr og þar er stærsti vaxtarsprotinn nefnilega fiskeldi,” segir Egill. Egill í tilraunabyggökrum.Jónína Svavarsdóttir Ekki hveiti til að baka vöfflur og pönnukökur? „Jú, jú, svo gerum við það líka en maður verður að hugsa þetta í þrepum,” segir hann hlæjandi. Heldur þú að bændur séu almennt stemmdir fyrir þessari nýjung og að fara að rækta hveiti á fullum krafti? „Já, ég held að bændur séu almennt mjög áhugasamir um kornræktun og eflingu hennar,” segir nýráðinn ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd af starfsfólki og nemendum Landbúnaðarháskólans, sem koma mest að korntilraunum. Frá vinstri eru Egill Gunnarsson, Jónína Svavarsdóttir, Sunna Skeggjadóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir og Serana Condini. Á myndina vantar Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra jarðræktartilrauna, sem tók myndina.Hrannar Smári Hilmarsson
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira