„Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2025 11:54 Guðlaugur Þór segir daginn dimman dag í sögu Alþingis. Vísir/Anton Brink Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ Guðlaugur Þór tók til máls þegar þingmönnum var gefið tækifæri til að ræða atkvæðagreiðslu um tillögu forseta Alþingis um að ljúka annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra. Orðræða formanns þingflokks Samfylkingar sé þvættingur Hann hóf ræðu sína á því að segja málflutning Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingar, í ræðu hans um tillöguna, fullkominn þvætting. Guðmundur Ari hafði skömmu áður sagt að hann virti ákvörðun forseta og myndi greiða atkvæði með tillögu hans. Mikilvægt væri að málið fengi þinglega meðferð og að greidd yrðu atkvæði um málið í heild sinni að lokum. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem stæði vörð um það að minnihlutinn hefði ekki neitunarvald. Þetta þykir Guðlaugi Þór sem sagt þvættingur. Samið um mál hvert einasta ár Guðlaugur Þór sagði að allar aðrar ríkisstjórnir hefðu fyrir löngu tekið frumvarpið til baka og unnið það almennilega, enda væri það vanbúið og hefði komið of seint fram. „Það er ekkert nýtt í því. Hvert einasta ár hafa hæstvirt ríkisstjórn og háttvirt stjórnarandstaða samið um hin ýmsu mál. Þó er algjörlega ljóst, allir vita og það er enginn mótfallinn því, að hæstvirt ríkisstjórn mun hækka skatta. Ekki bara hér, það er alveg vitað, en þetta mál er annars eðlis. Hins vegar er stóra málið í þessu að hér er búið að skapa fordæmi, virðulegi forseti, sem mun valda einhverju sem við sjáum ekki fyrir. Það er eitt algjörlega öruggt, það er ekki gott. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei“ Guðlaugur Þór nýtti tækifærið og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði þjóðina mega vera stolta af sögu þingsins, en dagurinn í dag væri ekkert til að vera stoltur af. „Og það er alvarlegt þegar hér koma háttvirtir þingmenn, sem hafa verið í heila sjö mánuði á þingi, og segja okkur hvernig þetta hefur verið. Og vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.“ Það sé alvarlegur tónn sem heyrist í stjórnarþingmönnum, um að svona eigi framhaldið að vera. „Það liggur alveg fyrir að þessi ríkisstjórn hefur, og ætlar að starfa eftir þeim orðum: Ég á þetta, ég má þetta. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi.“ Ákvörðun um að beita 71. grein myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en hægt væri að sjá fyrir sér núna. „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Guðlaugur Þór tók til máls þegar þingmönnum var gefið tækifæri til að ræða atkvæðagreiðslu um tillögu forseta Alþingis um að ljúka annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra. Orðræða formanns þingflokks Samfylkingar sé þvættingur Hann hóf ræðu sína á því að segja málflutning Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingar, í ræðu hans um tillöguna, fullkominn þvætting. Guðmundur Ari hafði skömmu áður sagt að hann virti ákvörðun forseta og myndi greiða atkvæði með tillögu hans. Mikilvægt væri að málið fengi þinglega meðferð og að greidd yrðu atkvæði um málið í heild sinni að lokum. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem stæði vörð um það að minnihlutinn hefði ekki neitunarvald. Þetta þykir Guðlaugi Þór sem sagt þvættingur. Samið um mál hvert einasta ár Guðlaugur Þór sagði að allar aðrar ríkisstjórnir hefðu fyrir löngu tekið frumvarpið til baka og unnið það almennilega, enda væri það vanbúið og hefði komið of seint fram. „Það er ekkert nýtt í því. Hvert einasta ár hafa hæstvirt ríkisstjórn og háttvirt stjórnarandstaða samið um hin ýmsu mál. Þó er algjörlega ljóst, allir vita og það er enginn mótfallinn því, að hæstvirt ríkisstjórn mun hækka skatta. Ekki bara hér, það er alveg vitað, en þetta mál er annars eðlis. Hins vegar er stóra málið í þessu að hér er búið að skapa fordæmi, virðulegi forseti, sem mun valda einhverju sem við sjáum ekki fyrir. Það er eitt algjörlega öruggt, það er ekki gott. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei“ Guðlaugur Þór nýtti tækifærið og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði þjóðina mega vera stolta af sögu þingsins, en dagurinn í dag væri ekkert til að vera stoltur af. „Og það er alvarlegt þegar hér koma háttvirtir þingmenn, sem hafa verið í heila sjö mánuði á þingi, og segja okkur hvernig þetta hefur verið. Og vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.“ Það sé alvarlegur tónn sem heyrist í stjórnarþingmönnum, um að svona eigi framhaldið að vera. „Það liggur alveg fyrir að þessi ríkisstjórn hefur, og ætlar að starfa eftir þeim orðum: Ég á þetta, ég má þetta. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi.“ Ákvörðun um að beita 71. grein myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en hægt væri að sjá fyrir sér núna. „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira