Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2025 20:30 Valkyrja Klemensdóttir, átta ára, stendur hér fyrir framan sýningarskápinn þar sem sylgjunni sem hún fann hefur verið fundinn staður. Hún íhugar að leggja fornleifafræðina fyrir sig þegar hún verður stór. Vísir/Bjarni Átta ára stelpa sem fann ævafornan mun og kom honum í vörslur Þjóðminjasafnsins segist vel geta hugsað sér að verða fornleifafræðingur þegar hún verður stór. Forstöðumaður Minjastofnunar segir hana hafa brugðist hárrétt við fundinum. Hin átta ára Valkyrja Klemensdóttir var að leika sér í fjörunni við Akra á Mýrum í Borgarfirði í sumar, þegar hún sá einkennilegan hlut liggja í polli. „Og fann eitthvað bein með einhverju gati. Ég tók það, því ég safna stundum dýra- og fuglabeinum og eitthvað. Þannig að ég bara tók það,“ segir Valkyrja í samtali við fréttastofu. Valkyrja var á gangi í fjörunni þegar hún gekk fram á muninn í polli. Hún hafi svo haldið heim í hús með beinið, ásamt öðrum hlutum sem hún hafði fundið í fjöruferðinni. „Ég var miklu spenntari fyrir einhverjum kristölum og svo voru allir svo miklu meira spenntir fyrir þessu en ég var spennt fyrir.“ Mjög glöð þegar niðurstaðan lá fyrir Frændi Valkyrju hafi síðan haft samband við Minjastofnun, til að kanna málið betur. Valkyrja segist hafa verið óþolinmóð eftir það. „Út af því að mig langaði svo að vita hvort þetta væri forngripur eða ekki. Svo kom í ljós að þetta var forngripur, og ég var bara mjög glöð.“ Um er að ræða sylgju úr tönn eða beini, sem talin er vera frá 9. eða 10. öld, þótt erfitt sé að segja til um nákvæman aldur. Sylgjan er með útskurði í borróstíl, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi. Valkyrja afhenti Þjóðminjasafninu sylgjuna við hátíðlega athöfn í dag. Sylgjan er nú komin í sýningu á Þjóðminjasafninu. Hún er talin geta verið frá 9. eða 10. öld, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi.Vísir/Vésteinn „Ég vissi samt ekki að þetta væri svona gamalt. Ég hélt að þetta væri kannski aðeins minna gamalt,“ segir þessi upprennandi fornleifafræðingur. Viðbrögðin fá toppeinkunn Minjastofnunar Valkyrja og fjölskylda brugðust hárrétt við, að sögn forstöðumanns Minjastofnunar. Þau hafi haft samband við minjavörð, merkt fundarstaðinn og tekið ljósmyndir. Fjölskyldan brást hárrétt við með því að merkja fundarstað og taka myndir. Hér sést Valkyrja benda með mikilli nákvæmni á hvar sylgjan lá. „Þetta er bara tíu af tíu. Þau björguðu þessum grip, þessu hefði skolað burt ef þau hefðu ekki tekið hann upp,“ segir Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Gæti lagt fræðin fyrir sig Valkyrja skoðar nú hvort fornleifafræði gæti verið spennandi starfsvettvangur þegar fram líða stundir. „Ég bara veit það ekki. Örugglega, mig langar smá að verða fornleifafræðingur þegar ég verð stór.“ Er það ekki ágætis byrjun, að finna fyrsta þegar maður er átta ára? „Jú, bara mjög góð byrjun finnst mér.“ Fornminjar Krakkar Reykjavík Borgarbyggð Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Hin átta ára Valkyrja Klemensdóttir var að leika sér í fjörunni við Akra á Mýrum í Borgarfirði í sumar, þegar hún sá einkennilegan hlut liggja í polli. „Og fann eitthvað bein með einhverju gati. Ég tók það, því ég safna stundum dýra- og fuglabeinum og eitthvað. Þannig að ég bara tók það,“ segir Valkyrja í samtali við fréttastofu. Valkyrja var á gangi í fjörunni þegar hún gekk fram á muninn í polli. Hún hafi svo haldið heim í hús með beinið, ásamt öðrum hlutum sem hún hafði fundið í fjöruferðinni. „Ég var miklu spenntari fyrir einhverjum kristölum og svo voru allir svo miklu meira spenntir fyrir þessu en ég var spennt fyrir.“ Mjög glöð þegar niðurstaðan lá fyrir Frændi Valkyrju hafi síðan haft samband við Minjastofnun, til að kanna málið betur. Valkyrja segist hafa verið óþolinmóð eftir það. „Út af því að mig langaði svo að vita hvort þetta væri forngripur eða ekki. Svo kom í ljós að þetta var forngripur, og ég var bara mjög glöð.“ Um er að ræða sylgju úr tönn eða beini, sem talin er vera frá 9. eða 10. öld, þótt erfitt sé að segja til um nákvæman aldur. Sylgjan er með útskurði í borróstíl, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi. Valkyrja afhenti Þjóðminjasafninu sylgjuna við hátíðlega athöfn í dag. Sylgjan er nú komin í sýningu á Þjóðminjasafninu. Hún er talin geta verið frá 9. eða 10. öld, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi.Vísir/Vésteinn „Ég vissi samt ekki að þetta væri svona gamalt. Ég hélt að þetta væri kannski aðeins minna gamalt,“ segir þessi upprennandi fornleifafræðingur. Viðbrögðin fá toppeinkunn Minjastofnunar Valkyrja og fjölskylda brugðust hárrétt við, að sögn forstöðumanns Minjastofnunar. Þau hafi haft samband við minjavörð, merkt fundarstaðinn og tekið ljósmyndir. Fjölskyldan brást hárrétt við með því að merkja fundarstað og taka myndir. Hér sést Valkyrja benda með mikilli nákvæmni á hvar sylgjan lá. „Þetta er bara tíu af tíu. Þau björguðu þessum grip, þessu hefði skolað burt ef þau hefðu ekki tekið hann upp,“ segir Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Gæti lagt fræðin fyrir sig Valkyrja skoðar nú hvort fornleifafræði gæti verið spennandi starfsvettvangur þegar fram líða stundir. „Ég bara veit það ekki. Örugglega, mig langar smá að verða fornleifafræðingur þegar ég verð stór.“ Er það ekki ágætis byrjun, að finna fyrsta þegar maður er átta ára? „Jú, bara mjög góð byrjun finnst mér.“
Fornminjar Krakkar Reykjavík Borgarbyggð Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent