Hjörtu, broskallar og hrófl við öðrum listum ógildir kjörseðil
Það er grundvallaratriði að eiga ekki við framboðslista annarra flokka en þess sem maður hyggst sjálfur kjósa, enda gæti það ógilt kjörseðilinn. Þetta segir formaður landskjörstjórnar. Dæmi eru um að fólk setji önnur tákn en kross á kjörseðil og kasti þannig atkvæði sínu á glæ.