Boðað hefur verið til útifundar á Lækjartorgi í dag til að mótmæla heimsókn nýnasista
Boðað hefur verið til útifundar á Lækjartorgi klukkan þrjú í dag og er tilefni fundarins heimsókn nýnasista í Norrænu mótstöðuhreyfingunni til Íslands. Aðstandendur fundarins mótmæla harðlega öllum tilraunum nasista við að reyna að ná fótfestu í íslensku samfélagi og hafna því ofbeldi og hatri sem öfgasamtök þeirra standa fyrir að sögn skipuleggjanda.