Lögreglumál

Fréttamynd

Eldurinn kviknaði í iðnaðar­bili

Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi brunans á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Búið er að staðsetja upptök eldsins en orsök hans liggur ekki enn fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Framdi rán vopnaður örvum en án boga

Vaktin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Óvenjulegt atvik kom hins vegar upp í miðborginni, þar sem tilkynnt var um rán.

Innlent
Fréttamynd

Meintur hand­rukkari aftur á bak við lás og slá

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir.

Innlent
Fréttamynd

Kæra Vítalíu endan­lega felld niður

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur staðfest ákvörðun héraðssak­sókn­ara frá því í apríl síðastliðnum um að fella niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.

Innlent
Fréttamynd

Inn­brot og líkams­á­rás í Garða­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna innbrots og líkamsárásar í Garðabæ um klukkan 20 í gærkvöldi. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi komist undan en hann er ókunnur. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni

Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. 

Innlent
Fréttamynd

Myndir frá vett­vangi brunans við Hval­eyra­r­braut

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt.

Innlent
Fréttamynd

Mikið ung­linga­fyllerí á Menningar­nótt

Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina

Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að flýja eftir líkams­á­rás

Lögregla hafði uppi á gerendum líkamsárásar í nótt sem tilkynnt var um í miðborg Reykjavíkur en einn þeirra reyndi að flýja vettvang. Voru þeir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Einn var vistaður í fangaklefa en tveimur sleppt að lokinni upplýsingatöku.

Innlent
Fréttamynd

Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras

Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras.

Innlent
Fréttamynd

Raf­hlaupa­hjóla­þjófur gómaður

Það var nokkuð um þjófnað og innbrot ef marka má dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið. Lögreglunni var tilkynnt um einstakling sem bar nokkur rafmagnshlaupahjól inn í húsnæði. Hjólin reyndust vera þýfi og voru haldlögð af lögreglunni. 

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stela steikar­hnífum í mið­bænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ýmsu í gærkvöldi. Henni bárust nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir þar sem menn reyndu að komast inn í bifreiðar. Þá reyndi annar maður að stela steikarhnífum af veitingastað í miðbænum.

Innlent