Meintur handrukkari aftur á bak við lás og slá Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 15:21 Maðurinn er á leiðinni í fangelsi aftur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir. Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að manninum yrði gert að afplána eftirstöðvarnar, segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggur sterkur grunur um að hann hafi meðal annars gerst sekur um brot sem varðað geta allt að tíu ára fangelsi. „Hefur hann að mati lögreglustjóra með háttsemi sinni undanfarið þannig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar.“ Þrjú nægilega alvarleg mál Í úrskurði héraðsdóms segir að samkvæmt lögreglunni sé maðurinn með 26 ókláruð mál í kerfinu. Krafa hennar byggi hins vegar aðeins á þremur málum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga um sex ára refsiramma. Í því fyrsta er hann undir grun um þjófnað í félagi við annan mann með því að hafa stolið verkfærum í Hafnarfirði í júní þessa árs. „Við skoðun lögreglu á upptöku vegna málsins var að sjá aðila sem lögregla þekkir sem kærða. Þá bárust lögreglu áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að kærði væri með á leigu geymslu að [...] í Garðabæ og þar væri að finna þýfi. Kvaðst upplýsingagjafinn margoft hafa séð [manninn] koma með þýfi í geymsluna og nú síðast úr innbrotinu að [...]. Verkfærin fundust í kjölfarið í geymslunni,“ segir í dóminum. Hið annað var öllu alvarlegra. Þar er maðurinn grunaður um frelsissviptingu, rán og líkamsárás í félagi við aðra menn á Akureyri seinna í júní þessa árs. Loks er maðurinn grunaður um sömu brot í Hafnarfirði í júlí í fyrra. Sterkur grunur í einu máli Í niðurstöðukafla dómsins segir að að virtum fyrirliggjandi málsgögnum má fallast á það með lögreglu að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi framið líkamsárás, frelssviptingu og rán á Akureyri. Það sé byggt á framburði vitnis, brotaþola og tveggja annarra sakborninga í málinu. „Annar þeirra lýsti því meðal annars að hafa fengið kærða ásamt öðrum manni til að taka í brotaþola en vísað var í skuld brotaþola í þeim efnum. Þá lýsti sá síðarnefndi margvíslegu ofbeldi af hálfu kærða í garð brotaþola, en kærði hafi meðal annars notað í þeim efnum hamar og kylfu með oddi. Hann hafi verið klæddur svörtum hönskum og slegið brotaþola margsinnis. Kærði hafi einnig tekið armbandsúr af brotaþola og rafhlaupahjól hans,“ segir í dóminum. Hvað hin brotin varðar sé aðeins uppi rökstuddur grunur um brot og skilyrði laganna um sterkan grun ekki uppfyllt. Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Sjá meira
Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að manninum yrði gert að afplána eftirstöðvarnar, segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggur sterkur grunur um að hann hafi meðal annars gerst sekur um brot sem varðað geta allt að tíu ára fangelsi. „Hefur hann að mati lögreglustjóra með háttsemi sinni undanfarið þannig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar.“ Þrjú nægilega alvarleg mál Í úrskurði héraðsdóms segir að samkvæmt lögreglunni sé maðurinn með 26 ókláruð mál í kerfinu. Krafa hennar byggi hins vegar aðeins á þremur málum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga um sex ára refsiramma. Í því fyrsta er hann undir grun um þjófnað í félagi við annan mann með því að hafa stolið verkfærum í Hafnarfirði í júní þessa árs. „Við skoðun lögreglu á upptöku vegna málsins var að sjá aðila sem lögregla þekkir sem kærða. Þá bárust lögreglu áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að kærði væri með á leigu geymslu að [...] í Garðabæ og þar væri að finna þýfi. Kvaðst upplýsingagjafinn margoft hafa séð [manninn] koma með þýfi í geymsluna og nú síðast úr innbrotinu að [...]. Verkfærin fundust í kjölfarið í geymslunni,“ segir í dóminum. Hið annað var öllu alvarlegra. Þar er maðurinn grunaður um frelsissviptingu, rán og líkamsárás í félagi við aðra menn á Akureyri seinna í júní þessa árs. Loks er maðurinn grunaður um sömu brot í Hafnarfirði í júlí í fyrra. Sterkur grunur í einu máli Í niðurstöðukafla dómsins segir að að virtum fyrirliggjandi málsgögnum má fallast á það með lögreglu að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi framið líkamsárás, frelssviptingu og rán á Akureyri. Það sé byggt á framburði vitnis, brotaþola og tveggja annarra sakborninga í málinu. „Annar þeirra lýsti því meðal annars að hafa fengið kærða ásamt öðrum manni til að taka í brotaþola en vísað var í skuld brotaþola í þeim efnum. Þá lýsti sá síðarnefndi margvíslegu ofbeldi af hálfu kærða í garð brotaþola, en kærði hafi meðal annars notað í þeim efnum hamar og kylfu með oddi. Hann hafi verið klæddur svörtum hönskum og slegið brotaþola margsinnis. Kærði hafi einnig tekið armbandsúr af brotaþola og rafhlaupahjól hans,“ segir í dóminum. Hvað hin brotin varðar sé aðeins uppi rökstuddur grunur um brot og skilyrði laganna um sterkan grun ekki uppfyllt.
Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Sjá meira