Mjölnir með Keiluhöllina í Öskjuhlíð í sigtinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2015 15:45 Merki Mjölnis gæti von bráðar prýtt veggi Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð Samsett/E.Ól/Mjölnir Íþróttafélagið Mjölnir er langt komið í samningaviðræðum við eigendur húsnæðis Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð um að starfsemi og aðstaða Mjölnis flytji þangað. Keiluhöllin hefur staðið auð frá því í janúar á þessu ári. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hafa viðræður staðið yfir síðan í janúar en Keiluhöllin lokaði einmitt á svipuðum tíma. Við það tækifæri sögðust eigendur Keiluhallarinnar viðræður hafnar við áhugasama aðila um að taka við rekstrinum. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt en við erum komin mjög langt með þetta og vonandi göngum við frá þessu á næstu vikum,“ sagði Jón Viðar. „Það er mjög líklegt en þetta er þó ekki komið á það stig að við getum tilkynnt að við séum að fara að flytja þangað.“Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis.Vísir/VilhelmÞrefalt stærra húsnæði en núverandi húsnæði Mjölnis Íþróttafélagið Mjölnir er nú staðsett á Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Loftkastalinn var eitt sinn til húsa. Þar hefur félagið byggt upp myndarlega æfingaaðstöðu en ljóst er að verði af flutningunum mun Mjölnir stækka verulega við sig. Húsnæði Keiluhallarinnar er um 3000 fm að stærð og um það bil þrefalt stærra en núverandi aðstaða Mjölnis. Húsnæðið hefur verið að mestu tæmt fyrir utan keilubrautirnar sjálfar en sérstaka sérfræðingar þarf til þess að fjarlægja þær. Jón Viðar segir að bæði húsnæðið og umhverfið í kring henti Mjölni, sem einbeitir sér að keppni svokallaðra lifandi bardagaíþrótta, einstaklega vel. „Keiluhöllin er mjög miðsvæðis, húsnæðið er mjög flott og útisvæðið er frábært. Þarna er öll Öskjuhlíðin með sínum stígum, það er stutt í útisund og svo er líka stórt svæði ofan á Keiluhöllinni sem væri hægt að nýta,“ en að auki er Háskólann í Reykjavík skammt undan auk þess sem að fyrirhuguð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis á landi Valsmanna í nágrenni Keiluhallarinar. Tengdar fréttir Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Íþróttafélagið Mjölnir er langt komið í samningaviðræðum við eigendur húsnæðis Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð um að starfsemi og aðstaða Mjölnis flytji þangað. Keiluhöllin hefur staðið auð frá því í janúar á þessu ári. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hafa viðræður staðið yfir síðan í janúar en Keiluhöllin lokaði einmitt á svipuðum tíma. Við það tækifæri sögðust eigendur Keiluhallarinnar viðræður hafnar við áhugasama aðila um að taka við rekstrinum. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt en við erum komin mjög langt með þetta og vonandi göngum við frá þessu á næstu vikum,“ sagði Jón Viðar. „Það er mjög líklegt en þetta er þó ekki komið á það stig að við getum tilkynnt að við séum að fara að flytja þangað.“Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis.Vísir/VilhelmÞrefalt stærra húsnæði en núverandi húsnæði Mjölnis Íþróttafélagið Mjölnir er nú staðsett á Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Loftkastalinn var eitt sinn til húsa. Þar hefur félagið byggt upp myndarlega æfingaaðstöðu en ljóst er að verði af flutningunum mun Mjölnir stækka verulega við sig. Húsnæði Keiluhallarinnar er um 3000 fm að stærð og um það bil þrefalt stærra en núverandi aðstaða Mjölnis. Húsnæðið hefur verið að mestu tæmt fyrir utan keilubrautirnar sjálfar en sérstaka sérfræðingar þarf til þess að fjarlægja þær. Jón Viðar segir að bæði húsnæðið og umhverfið í kring henti Mjölni, sem einbeitir sér að keppni svokallaðra lifandi bardagaíþrótta, einstaklega vel. „Keiluhöllin er mjög miðsvæðis, húsnæðið er mjög flott og útisvæðið er frábært. Þarna er öll Öskjuhlíðin með sínum stígum, það er stutt í útisund og svo er líka stórt svæði ofan á Keiluhöllinni sem væri hægt að nýta,“ en að auki er Háskólann í Reykjavík skammt undan auk þess sem að fyrirhuguð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis á landi Valsmanna í nágrenni Keiluhallarinar.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33