Gregg Ryder þjálfar Þrótt til ársins 2017 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 13:06 Gregg Ryder fagnar með Þróttarliðinu síðasta sumar. Vísir/Ernir Gregg Ryder mun stýra Þrótturum í Pepsi-deildinni næsta sumar en hann var að framlengja samning sinn við Þróttara til 2017. Gregg Ryder er 27 ára gamall og kom fyrst til landsins sem aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV. Ryder hafði áður starfað hjá Newcastle United. „Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um hversu mikilvægur Gregg er Þrótti, en við gerum það samt. Hann tók við Þrótti fyrir tímabilið 2014, ungur metnaðarfullur þjálfari sem þurfti tækifæri. Hann fékk traustið hér í Laugardalnum og hann hefur ekki litið til baka. Hans áferð komst fljótt á liðið, liðið átti gott sumar 2014 ennþá betra 2015 og við Þróttarar erum fullir tilhlökkunar fyrir komandi sumar í deild hinna bestu," segir í fréttatilkynningu frá Þrótturum. Ryder tók við liði Þróttar eftir 2013-tímabilið þar sem liðið var einu sæti frá falli úr deildinni. Liðið endaði í 3. sæti á fyrsta árinu hans og komst síðan upp í Pepsi-deildina í sumar. "Gregg hefur sannfært félagið og mig á mínum stutta tíma hjá Þrótti að hann er mjög efnilegur þjálfari. Hann vinnur hörðum höndum að því að gera Þrótt að betra og sterkara félagi í víðu samhengi. Hann vinnur núna hörðum höndum að því að samstilla leikstíl, aðferðir og vinnulag allra þjálfara í félaginu," segir Per Rud, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Þrótti, um nýja samninginn í fréttatilkynningu frá Þrótturum. „Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning við Þrótt og að fá að vera með þessum frábæru leikmönnum í tvö ár í viðbót. Ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og að sjá félagið fara í Pepsi-deildina á næsta ári," sagði Gregg Ryder í viðtalinu í fréttatilkynningunni. „Metnaður þess félags sem ég vinn fyrir skiptir mestu máli fyrir mig persónulega og ég hef fengið frábær skilaboð um hann með þeim starfsmönnum og leikmönnum sem eru komnir til félagsins. Félagið mun síðan halda áfram að styrkja sig til að ná því að verða gott Pepsi-deildar lið á næsta ári. Það eru spennandi tímar framundan hjá Þrótti," sagði Ryder ennfremur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Gregg Ryder mun stýra Þrótturum í Pepsi-deildinni næsta sumar en hann var að framlengja samning sinn við Þróttara til 2017. Gregg Ryder er 27 ára gamall og kom fyrst til landsins sem aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV. Ryder hafði áður starfað hjá Newcastle United. „Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um hversu mikilvægur Gregg er Þrótti, en við gerum það samt. Hann tók við Þrótti fyrir tímabilið 2014, ungur metnaðarfullur þjálfari sem þurfti tækifæri. Hann fékk traustið hér í Laugardalnum og hann hefur ekki litið til baka. Hans áferð komst fljótt á liðið, liðið átti gott sumar 2014 ennþá betra 2015 og við Þróttarar erum fullir tilhlökkunar fyrir komandi sumar í deild hinna bestu," segir í fréttatilkynningu frá Þrótturum. Ryder tók við liði Þróttar eftir 2013-tímabilið þar sem liðið var einu sæti frá falli úr deildinni. Liðið endaði í 3. sæti á fyrsta árinu hans og komst síðan upp í Pepsi-deildina í sumar. "Gregg hefur sannfært félagið og mig á mínum stutta tíma hjá Þrótti að hann er mjög efnilegur þjálfari. Hann vinnur hörðum höndum að því að gera Þrótt að betra og sterkara félagi í víðu samhengi. Hann vinnur núna hörðum höndum að því að samstilla leikstíl, aðferðir og vinnulag allra þjálfara í félaginu," segir Per Rud, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Þrótti, um nýja samninginn í fréttatilkynningu frá Þrótturum. „Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning við Þrótt og að fá að vera með þessum frábæru leikmönnum í tvö ár í viðbót. Ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og að sjá félagið fara í Pepsi-deildina á næsta ári," sagði Gregg Ryder í viðtalinu í fréttatilkynningunni. „Metnaður þess félags sem ég vinn fyrir skiptir mestu máli fyrir mig persónulega og ég hef fengið frábær skilaboð um hann með þeim starfsmönnum og leikmönnum sem eru komnir til félagsins. Félagið mun síðan halda áfram að styrkja sig til að ná því að verða gott Pepsi-deildar lið á næsta ári. Það eru spennandi tímar framundan hjá Þrótti," sagði Ryder ennfremur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira