„Það er búið að niðurlægja heila þjóð“ Jóhann Óli Eiðsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 4. apríl 2016 15:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ómyrkir í máli í garð forsætisráðherra og ríkisstjórnar hennar á Alþingi í dag. vísir/ernir „Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra hefur ákveðið með að segja ekki satt, með að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram með því að segja ekki allan sannleikann. Þá hefur hann niðurlægt okkur, sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og voru þeir ómyrkir í máli og kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þing verði rofið og nýjar kosningar verði haldnar. „Forsætisráðherra segir bara nananana, komið bara með vantraust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata á Alþingi þegar hann krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá.Sigmundur Davíð á þingi í dag.Vísir/Snærós„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand. Hvað ætla þeir að segja við erlenda ráðamenn þegar þeir koma hingað til lands? Ætlum virkilega að láta þetta viðgangast,“ bætti Helgi Hrafn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kvartaði undan því að forsætisráðherra skyldi ekki hefja fund á skýrslu um málið. „Það er eðlilegt að hér hefði fundurinn hafist á skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála. Það er eðlilegt að hann virti þjóðina og þingið þess að opna umræðuna um þetta mál,“ sagði Árni Páll sem gerði einnig að umtalsefni að forsætisráðherra væri í slæmum félagsskap í lekanum á Panama-skjölunum. Undir þetta tók Katrín Jakobsóttir, formaður Vinstri grænna. „Fréttir dagsins ekki bara hér á Íslandi heldur í heiminum eru þær að það er einn vestrænn þjóðarleiðtogi á lista yfir þá leiðtoga sem geyma fé í skattaskjólum og það er forsætisráðherra Íslands,“ sagði Katrín. „Alþingi þarf að ræða það hvernig við og íslenskt samfélagar ætlar að taka á þessum alvarlega trúnaðabrest,“ bætti hún við. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttar Proppé, segir ljóst að ekki hafi allir fengið að vera með í þeirri verð að byggja upp trúverðugt samfélag eftir hrun. „Eftir hrunið myndaðist sátt um allt samfélagið að byggja upp. Láta trúverðugleika og heiðarleika vera okkar merki. Reyna að endurvinna trúvergðugleika í augum heimsins,“ sagði Óttar. „Það sem hefur komið í ljós síðustu daga er að ekki voru allir með í þeirri ferð.“„Helvítis fokking fokk“Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar minnti þingmenn á frægt skilti sem sást í búsáhaldabyltingunni. „Helvítis fokking fokk. Þannig líður mér. Mér líður eins og það starf sem margir hafa reynt að inna af hendi af heiðarleika, allt það starfs er í klessu núna.“ Eftir ræðu Guðmunds bað Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þingmenn um að gæta orða sinna og nota ekki svigurmæli í ræðum sínum. Róbert Marshall, samflokksmaður Guðmundar tók þessa áminningu forseta óstinnt upp. „Um hvað erum við að tala? Um hvað erum við að ræða? Undanfarnar vikur, tvær vikur, og allt þetta kjörtímabil hefur hann haldið hagsmunum sínum leyndum fyrir þjóðinni.“ „Og í gærkvöldi horfði öll heimsbyggðin hann ljúga að sér að hann ætti ekki neitt í þessu félagi. Mann ber að beinum lygum í sjónvarpi. Horft á þetta um allan heim. Eigum við að gæta að ummælum okkar í ræðustól. Er það aðalatriðið? Hver einasta mínúta skaðar orðspor og ímynd íslands á alþjóðavettvangi.“ Panama-skjölin Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra hefur ákveðið með að segja ekki satt, með að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram með því að segja ekki allan sannleikann. Þá hefur hann niðurlægt okkur, sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og voru þeir ómyrkir í máli og kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þing verði rofið og nýjar kosningar verði haldnar. „Forsætisráðherra segir bara nananana, komið bara með vantraust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata á Alþingi þegar hann krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá.Sigmundur Davíð á þingi í dag.Vísir/Snærós„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand. Hvað ætla þeir að segja við erlenda ráðamenn þegar þeir koma hingað til lands? Ætlum virkilega að láta þetta viðgangast,“ bætti Helgi Hrafn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kvartaði undan því að forsætisráðherra skyldi ekki hefja fund á skýrslu um málið. „Það er eðlilegt að hér hefði fundurinn hafist á skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála. Það er eðlilegt að hann virti þjóðina og þingið þess að opna umræðuna um þetta mál,“ sagði Árni Páll sem gerði einnig að umtalsefni að forsætisráðherra væri í slæmum félagsskap í lekanum á Panama-skjölunum. Undir þetta tók Katrín Jakobsóttir, formaður Vinstri grænna. „Fréttir dagsins ekki bara hér á Íslandi heldur í heiminum eru þær að það er einn vestrænn þjóðarleiðtogi á lista yfir þá leiðtoga sem geyma fé í skattaskjólum og það er forsætisráðherra Íslands,“ sagði Katrín. „Alþingi þarf að ræða það hvernig við og íslenskt samfélagar ætlar að taka á þessum alvarlega trúnaðabrest,“ bætti hún við. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttar Proppé, segir ljóst að ekki hafi allir fengið að vera með í þeirri verð að byggja upp trúverðugt samfélag eftir hrun. „Eftir hrunið myndaðist sátt um allt samfélagið að byggja upp. Láta trúverðugleika og heiðarleika vera okkar merki. Reyna að endurvinna trúvergðugleika í augum heimsins,“ sagði Óttar. „Það sem hefur komið í ljós síðustu daga er að ekki voru allir með í þeirri ferð.“„Helvítis fokking fokk“Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar minnti þingmenn á frægt skilti sem sást í búsáhaldabyltingunni. „Helvítis fokking fokk. Þannig líður mér. Mér líður eins og það starf sem margir hafa reynt að inna af hendi af heiðarleika, allt það starfs er í klessu núna.“ Eftir ræðu Guðmunds bað Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þingmenn um að gæta orða sinna og nota ekki svigurmæli í ræðum sínum. Róbert Marshall, samflokksmaður Guðmundar tók þessa áminningu forseta óstinnt upp. „Um hvað erum við að tala? Um hvað erum við að ræða? Undanfarnar vikur, tvær vikur, og allt þetta kjörtímabil hefur hann haldið hagsmunum sínum leyndum fyrir þjóðinni.“ „Og í gærkvöldi horfði öll heimsbyggðin hann ljúga að sér að hann ætti ekki neitt í þessu félagi. Mann ber að beinum lygum í sjónvarpi. Horft á þetta um allan heim. Eigum við að gæta að ummælum okkar í ræðustól. Er það aðalatriðið? Hver einasta mínúta skaðar orðspor og ímynd íslands á alþjóðavettvangi.“
Panama-skjölin Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira