Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. apríl 2016 10:30 Ingibjörg Elsa Turchi frá Stelpur rokka! er ein af þeim sem stendur fyrir söfnunni. Vísir/Ernir. Í tilefni 5 ára afmælishátíðar Stelpur rokka! erum við í samstarfi við samtökin Sól í Tógó að safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir sem verða haldnar í Tógó í ágúst. Þessar rokkbúðir eru á vegum tógóískra tónlistakvenna og þær verða með svipuðu sniði og þær búðir sem hafa verið haldnar hér á landi,“ segir Ingibjörg Elsa Turchi, sjálfboðaliði hjá Stelpur rokka!, um þetta söfnunarverkefni sem samtökin eru að ráðst í. „í Tógó er lítið framboð af rafmagnshljóðfærum. Við óskum sérstaklega eftir trommusettum, rafmagnsgíturum og bössum, rafmagnshljómborðum, gítar- og bassamögnurum og míkrófónum. Þau þurfa að auðvitað að vera nothæf. Við erum einnig í samstarfi við Tónastöðina með móttöku á hljóðfærunum, þangað getur fólk komið með hljóðfærin.“ Samtökin Stelpur rokka! eru femínískt sjálfboðaliðastarf sem leitast við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Samtökin halda sumarbúðir þar sem ungum stelpum er kennt á hljóðfæri, þær mynda hljómsveitir, frægar tónlistarkonur mæta og fræða stelpurnar um tónlistarbransann og jafnréttismál eru rædd. Samtökin vilja kollvarpa staðalímyndum á konum sem koma fram í popptónlist og annars staðar þar sem konur birtast ekki sem skapandi gerendur heldur sem kynferðisleg viðföng. Einnig hefur hlutfall kvenna verið heldur lágt á tónlistarhátíðum hér á landi og sem skráðra höfunda í STEFi, svo fátt eitt sé nefnt. Þennan halla vilja Stelpur rokka! rétta við og sömuleiðis stuðla að betra tónlistarlífi með því að virkja ungar stelpur í listsköpun. Samtökin héldu í fyrsta sinn rokksumarbúðir árið 2012 og hafa gert á hverju ári síðan þá. Búðirnar hafa verið haldnar á Akureyri, Reykjavík og Reykjanesbæ og samtökin hafa farið á ráðstefnur víða í Evrópu og Ameríku og átt í samstarfi við önnur svipuð samtök utan úr heimi, til dæmis Girls Rock Camp Alliance og hjálpað við stofnun rokkbúða í Póllandi. Sól í Tógó eru samtök Íslendinga sem hafa verið að leggja mannúðarstarfi systur Victorine, eða Victó, í Aného og Gliji í Tógó lið, þá aðallega með stuðningi við uppbyggingu á munaðarleysingjaheimili sem Victorine heldur úti þar í landi. Árið 2007 voru hjónin Alda Lóa Leifsdóttir og Gunnar Smári Egilsson að ættleiða dóttur sína í Tógó þar sem þau kynntust þessu mannúðarstarfi og lögðu því lítillega lið. Þegar þau svo sneru aftur til Íslands fóru þau að kynna starf Victó fyrir fólki og úr urðu samtökin Sól í Tógó. Allar götur síðan hafa þau stutt við uppbyggingu samfélagsins í Gliji og staðið þar fyrir byggingu á húsum fleiru og stefna á enn frekari umbætur í heilsugæslu, byggingu á skóla og leikskóla og bæta alls konar félagsstarf á svæðinu. Söfnunin fer fram dagana 15. apríl til 7. maí í Tónastöðinni Skipholti 50D. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Í tilefni 5 ára afmælishátíðar Stelpur rokka! erum við í samstarfi við samtökin Sól í Tógó að safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir sem verða haldnar í Tógó í ágúst. Þessar rokkbúðir eru á vegum tógóískra tónlistakvenna og þær verða með svipuðu sniði og þær búðir sem hafa verið haldnar hér á landi,“ segir Ingibjörg Elsa Turchi, sjálfboðaliði hjá Stelpur rokka!, um þetta söfnunarverkefni sem samtökin eru að ráðst í. „í Tógó er lítið framboð af rafmagnshljóðfærum. Við óskum sérstaklega eftir trommusettum, rafmagnsgíturum og bössum, rafmagnshljómborðum, gítar- og bassamögnurum og míkrófónum. Þau þurfa að auðvitað að vera nothæf. Við erum einnig í samstarfi við Tónastöðina með móttöku á hljóðfærunum, þangað getur fólk komið með hljóðfærin.“ Samtökin Stelpur rokka! eru femínískt sjálfboðaliðastarf sem leitast við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Samtökin halda sumarbúðir þar sem ungum stelpum er kennt á hljóðfæri, þær mynda hljómsveitir, frægar tónlistarkonur mæta og fræða stelpurnar um tónlistarbransann og jafnréttismál eru rædd. Samtökin vilja kollvarpa staðalímyndum á konum sem koma fram í popptónlist og annars staðar þar sem konur birtast ekki sem skapandi gerendur heldur sem kynferðisleg viðföng. Einnig hefur hlutfall kvenna verið heldur lágt á tónlistarhátíðum hér á landi og sem skráðra höfunda í STEFi, svo fátt eitt sé nefnt. Þennan halla vilja Stelpur rokka! rétta við og sömuleiðis stuðla að betra tónlistarlífi með því að virkja ungar stelpur í listsköpun. Samtökin héldu í fyrsta sinn rokksumarbúðir árið 2012 og hafa gert á hverju ári síðan þá. Búðirnar hafa verið haldnar á Akureyri, Reykjavík og Reykjanesbæ og samtökin hafa farið á ráðstefnur víða í Evrópu og Ameríku og átt í samstarfi við önnur svipuð samtök utan úr heimi, til dæmis Girls Rock Camp Alliance og hjálpað við stofnun rokkbúða í Póllandi. Sól í Tógó eru samtök Íslendinga sem hafa verið að leggja mannúðarstarfi systur Victorine, eða Victó, í Aného og Gliji í Tógó lið, þá aðallega með stuðningi við uppbyggingu á munaðarleysingjaheimili sem Victorine heldur úti þar í landi. Árið 2007 voru hjónin Alda Lóa Leifsdóttir og Gunnar Smári Egilsson að ættleiða dóttur sína í Tógó þar sem þau kynntust þessu mannúðarstarfi og lögðu því lítillega lið. Þegar þau svo sneru aftur til Íslands fóru þau að kynna starf Victó fyrir fólki og úr urðu samtökin Sól í Tógó. Allar götur síðan hafa þau stutt við uppbyggingu samfélagsins í Gliji og staðið þar fyrir byggingu á húsum fleiru og stefna á enn frekari umbætur í heilsugæslu, byggingu á skóla og leikskóla og bæta alls konar félagsstarf á svæðinu. Söfnunin fer fram dagana 15. apríl til 7. maí í Tónastöðinni Skipholti 50D.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira