Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. apríl 2016 10:30 Ingibjörg Elsa Turchi frá Stelpur rokka! er ein af þeim sem stendur fyrir söfnunni. Vísir/Ernir. Í tilefni 5 ára afmælishátíðar Stelpur rokka! erum við í samstarfi við samtökin Sól í Tógó að safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir sem verða haldnar í Tógó í ágúst. Þessar rokkbúðir eru á vegum tógóískra tónlistakvenna og þær verða með svipuðu sniði og þær búðir sem hafa verið haldnar hér á landi,“ segir Ingibjörg Elsa Turchi, sjálfboðaliði hjá Stelpur rokka!, um þetta söfnunarverkefni sem samtökin eru að ráðst í. „í Tógó er lítið framboð af rafmagnshljóðfærum. Við óskum sérstaklega eftir trommusettum, rafmagnsgíturum og bössum, rafmagnshljómborðum, gítar- og bassamögnurum og míkrófónum. Þau þurfa að auðvitað að vera nothæf. Við erum einnig í samstarfi við Tónastöðina með móttöku á hljóðfærunum, þangað getur fólk komið með hljóðfærin.“ Samtökin Stelpur rokka! eru femínískt sjálfboðaliðastarf sem leitast við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Samtökin halda sumarbúðir þar sem ungum stelpum er kennt á hljóðfæri, þær mynda hljómsveitir, frægar tónlistarkonur mæta og fræða stelpurnar um tónlistarbransann og jafnréttismál eru rædd. Samtökin vilja kollvarpa staðalímyndum á konum sem koma fram í popptónlist og annars staðar þar sem konur birtast ekki sem skapandi gerendur heldur sem kynferðisleg viðföng. Einnig hefur hlutfall kvenna verið heldur lágt á tónlistarhátíðum hér á landi og sem skráðra höfunda í STEFi, svo fátt eitt sé nefnt. Þennan halla vilja Stelpur rokka! rétta við og sömuleiðis stuðla að betra tónlistarlífi með því að virkja ungar stelpur í listsköpun. Samtökin héldu í fyrsta sinn rokksumarbúðir árið 2012 og hafa gert á hverju ári síðan þá. Búðirnar hafa verið haldnar á Akureyri, Reykjavík og Reykjanesbæ og samtökin hafa farið á ráðstefnur víða í Evrópu og Ameríku og átt í samstarfi við önnur svipuð samtök utan úr heimi, til dæmis Girls Rock Camp Alliance og hjálpað við stofnun rokkbúða í Póllandi. Sól í Tógó eru samtök Íslendinga sem hafa verið að leggja mannúðarstarfi systur Victorine, eða Victó, í Aného og Gliji í Tógó lið, þá aðallega með stuðningi við uppbyggingu á munaðarleysingjaheimili sem Victorine heldur úti þar í landi. Árið 2007 voru hjónin Alda Lóa Leifsdóttir og Gunnar Smári Egilsson að ættleiða dóttur sína í Tógó þar sem þau kynntust þessu mannúðarstarfi og lögðu því lítillega lið. Þegar þau svo sneru aftur til Íslands fóru þau að kynna starf Victó fyrir fólki og úr urðu samtökin Sól í Tógó. Allar götur síðan hafa þau stutt við uppbyggingu samfélagsins í Gliji og staðið þar fyrir byggingu á húsum fleiru og stefna á enn frekari umbætur í heilsugæslu, byggingu á skóla og leikskóla og bæta alls konar félagsstarf á svæðinu. Söfnunin fer fram dagana 15. apríl til 7. maí í Tónastöðinni Skipholti 50D. Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Í tilefni 5 ára afmælishátíðar Stelpur rokka! erum við í samstarfi við samtökin Sól í Tógó að safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir sem verða haldnar í Tógó í ágúst. Þessar rokkbúðir eru á vegum tógóískra tónlistakvenna og þær verða með svipuðu sniði og þær búðir sem hafa verið haldnar hér á landi,“ segir Ingibjörg Elsa Turchi, sjálfboðaliði hjá Stelpur rokka!, um þetta söfnunarverkefni sem samtökin eru að ráðst í. „í Tógó er lítið framboð af rafmagnshljóðfærum. Við óskum sérstaklega eftir trommusettum, rafmagnsgíturum og bössum, rafmagnshljómborðum, gítar- og bassamögnurum og míkrófónum. Þau þurfa að auðvitað að vera nothæf. Við erum einnig í samstarfi við Tónastöðina með móttöku á hljóðfærunum, þangað getur fólk komið með hljóðfærin.“ Samtökin Stelpur rokka! eru femínískt sjálfboðaliðastarf sem leitast við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Samtökin halda sumarbúðir þar sem ungum stelpum er kennt á hljóðfæri, þær mynda hljómsveitir, frægar tónlistarkonur mæta og fræða stelpurnar um tónlistarbransann og jafnréttismál eru rædd. Samtökin vilja kollvarpa staðalímyndum á konum sem koma fram í popptónlist og annars staðar þar sem konur birtast ekki sem skapandi gerendur heldur sem kynferðisleg viðföng. Einnig hefur hlutfall kvenna verið heldur lágt á tónlistarhátíðum hér á landi og sem skráðra höfunda í STEFi, svo fátt eitt sé nefnt. Þennan halla vilja Stelpur rokka! rétta við og sömuleiðis stuðla að betra tónlistarlífi með því að virkja ungar stelpur í listsköpun. Samtökin héldu í fyrsta sinn rokksumarbúðir árið 2012 og hafa gert á hverju ári síðan þá. Búðirnar hafa verið haldnar á Akureyri, Reykjavík og Reykjanesbæ og samtökin hafa farið á ráðstefnur víða í Evrópu og Ameríku og átt í samstarfi við önnur svipuð samtök utan úr heimi, til dæmis Girls Rock Camp Alliance og hjálpað við stofnun rokkbúða í Póllandi. Sól í Tógó eru samtök Íslendinga sem hafa verið að leggja mannúðarstarfi systur Victorine, eða Victó, í Aného og Gliji í Tógó lið, þá aðallega með stuðningi við uppbyggingu á munaðarleysingjaheimili sem Victorine heldur úti þar í landi. Árið 2007 voru hjónin Alda Lóa Leifsdóttir og Gunnar Smári Egilsson að ættleiða dóttur sína í Tógó þar sem þau kynntust þessu mannúðarstarfi og lögðu því lítillega lið. Þegar þau svo sneru aftur til Íslands fóru þau að kynna starf Victó fyrir fólki og úr urðu samtökin Sól í Tógó. Allar götur síðan hafa þau stutt við uppbyggingu samfélagsins í Gliji og staðið þar fyrir byggingu á húsum fleiru og stefna á enn frekari umbætur í heilsugæslu, byggingu á skóla og leikskóla og bæta alls konar félagsstarf á svæðinu. Söfnunin fer fram dagana 15. apríl til 7. maí í Tónastöðinni Skipholti 50D.
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning