Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2017 11:13 Lars Lagerbäck er hér hugsi á blaðamannafundi íslenska liðsins í Frakklandi í sumar. Vísir/Vilhelm Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars var þjálfari karlalandsliðs Íslands frá árinu 2011 þangað til síðastliðið sumar en síðasti leikurinn undir hans stjórn var 5-2 tapleikurinn gegn Frökkum sem markaði endinn á ótrúlegu EM-ævintýri strákanna okkar. Undir stjórn Lars og síðar Heimis Hallgrímssonar og þess sænska náði karlalandsliðið sínum langbesta árangri í sögunni. Liðið komst í umspilsleiki um sæti á HM í Brasilíu 2014 og tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi árið 2016. Þar fór liðið alla leið í átta liða úrslit þar sem Englendingar voru meðal annars sigraðir í sextán liða úrslitum. Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá KSÍ í maí í fyrra, í aðdraganda EM, að Lars yrði ekki áfram þjálfari Íslands.Her er vår nye landslagssjef! pic.twitter.com/9iquL7376a— NorgesFotballforbund (@NFF_info) February 1, 2017 Getur náð því besta út úr liðum sínum„Við erum afar ánægðir með að geta kynnt Lars Lagerbäck til sögunnar sem næsta landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt bæði í undankeppnum og úrslitakeppnum að hann getur náð því besta út úr liðum sínum. Það er frábært að geta kynnt hann til leiks með sæti í lokakeppni næsta EM sem markmið,“ segir Terja Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins. Norðmenn hafa leitað nýs þjálfara í tvo mánuði eða síðan Per-Mathias Høgmo hætti störfum 16. nóvember 2016 eftir brösugt gengi í undankeppni HM 2017. Síðan hafa margir verið orðaðir við stöðuna, meðal annars Nils Johan Semb, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfari Noregs frá 1998-2003.Uppbygging framundanNorska landsliðið í 84. sæti á heimslista FIFA og er næstneðst allra Norðurlandaþjóða. Liðið er tveimur sætum á eftir Færeyingum en en níu sætum á undan Finnlandi. Norðmenn reyndu fyrst að fá Ståle Solbakken, þjálfara FCK í Kaupmannahöfn en hann hafði ekki áhuga. Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde, var boðið til viðræða um daginn en hann hafnaði einnig starfinu. Norska liðið er í sögulegri lægð rétt eins og það íslenska var þegar hann tók við því árið 2011. Noregur er með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018, fjórum stigum frá mögulegu umspilssæti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars var þjálfari karlalandsliðs Íslands frá árinu 2011 þangað til síðastliðið sumar en síðasti leikurinn undir hans stjórn var 5-2 tapleikurinn gegn Frökkum sem markaði endinn á ótrúlegu EM-ævintýri strákanna okkar. Undir stjórn Lars og síðar Heimis Hallgrímssonar og þess sænska náði karlalandsliðið sínum langbesta árangri í sögunni. Liðið komst í umspilsleiki um sæti á HM í Brasilíu 2014 og tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi árið 2016. Þar fór liðið alla leið í átta liða úrslit þar sem Englendingar voru meðal annars sigraðir í sextán liða úrslitum. Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá KSÍ í maí í fyrra, í aðdraganda EM, að Lars yrði ekki áfram þjálfari Íslands.Her er vår nye landslagssjef! pic.twitter.com/9iquL7376a— NorgesFotballforbund (@NFF_info) February 1, 2017 Getur náð því besta út úr liðum sínum„Við erum afar ánægðir með að geta kynnt Lars Lagerbäck til sögunnar sem næsta landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt bæði í undankeppnum og úrslitakeppnum að hann getur náð því besta út úr liðum sínum. Það er frábært að geta kynnt hann til leiks með sæti í lokakeppni næsta EM sem markmið,“ segir Terja Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins. Norðmenn hafa leitað nýs þjálfara í tvo mánuði eða síðan Per-Mathias Høgmo hætti störfum 16. nóvember 2016 eftir brösugt gengi í undankeppni HM 2017. Síðan hafa margir verið orðaðir við stöðuna, meðal annars Nils Johan Semb, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfari Noregs frá 1998-2003.Uppbygging framundanNorska landsliðið í 84. sæti á heimslista FIFA og er næstneðst allra Norðurlandaþjóða. Liðið er tveimur sætum á eftir Færeyingum en en níu sætum á undan Finnlandi. Norðmenn reyndu fyrst að fá Ståle Solbakken, þjálfara FCK í Kaupmannahöfn en hann hafði ekki áhuga. Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde, var boðið til viðræða um daginn en hann hafnaði einnig starfinu. Norska liðið er í sögulegri lægð rétt eins og það íslenska var þegar hann tók við því árið 2011. Noregur er með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018, fjórum stigum frá mögulegu umspilssæti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira