Bestu lið landsins berjast um fyrsta bikarinn í beinni á Stöð 2 Sport Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. september 2017 10:30 Hanna G. Stefánsdóttir hætti við að hætta og mætir til leiks með Stjörnunni. vísir/andri marinó Íslandsmeistarar Fram í Olís-deild kvenna mæta bikarmeisturum Stjörnunnar í kvöld í Meistarakeppni HSÍ en leikurinn fer fram í Framhúsinu í Safamýri og hefst klukkan 19.30.Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en útsending frá leiknum hefst klukkan 19.20. Fram og Stjarnan skiptu á milli sín titlunum á síðustu leiktíð en þau báru af í deildinni í fyrra og mæta mjög sterk til leiks í ár. Fram varð deildarbikarmeistari og lagði Stjörnuna, 3-1, í lokaúrslitum Íslandsmótsins en Stjarnan vann Fram í bikarúrslitunum og varð deildarmeistari á síðustu leiktíð með betri árangri í innbyrðis viðureignum gegn Safmýrarstúlkum. Stjörnuliðið missti Helenu Rut Örvarsdóttur eftir síðustu leiktíð og markvörðinn Hafdísi Renötudóttur en í staðinn fengu Garðbæingar ofurskyttuna Ramune Pekarskyte frá Haukum og Dröfn Haraldsdóttur í markið frá Val. Þá er einnig mætt landsliðskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir frá Gróttu. Framliðið var öflugt á félagaskiptamarkaðnum í sumar og bætti við sig tveimur bestu handboltakonum Íslands í dag; leikstjórnandanum Karen Knútsdóttur og hægri hornamanninum Þórey Rósu Stefánsdóttur. Það verður spennandi að sjá þessar landsliðskonur í vetur en allt byrjar þetta í kvöld. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira
Íslandsmeistarar Fram í Olís-deild kvenna mæta bikarmeisturum Stjörnunnar í kvöld í Meistarakeppni HSÍ en leikurinn fer fram í Framhúsinu í Safamýri og hefst klukkan 19.30.Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en útsending frá leiknum hefst klukkan 19.20. Fram og Stjarnan skiptu á milli sín titlunum á síðustu leiktíð en þau báru af í deildinni í fyrra og mæta mjög sterk til leiks í ár. Fram varð deildarbikarmeistari og lagði Stjörnuna, 3-1, í lokaúrslitum Íslandsmótsins en Stjarnan vann Fram í bikarúrslitunum og varð deildarmeistari á síðustu leiktíð með betri árangri í innbyrðis viðureignum gegn Safmýrarstúlkum. Stjörnuliðið missti Helenu Rut Örvarsdóttur eftir síðustu leiktíð og markvörðinn Hafdísi Renötudóttur en í staðinn fengu Garðbæingar ofurskyttuna Ramune Pekarskyte frá Haukum og Dröfn Haraldsdóttur í markið frá Val. Þá er einnig mætt landsliðskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir frá Gróttu. Framliðið var öflugt á félagaskiptamarkaðnum í sumar og bætti við sig tveimur bestu handboltakonum Íslands í dag; leikstjórnandanum Karen Knútsdóttur og hægri hornamanninum Þórey Rósu Stefánsdóttur. Það verður spennandi að sjá þessar landsliðskonur í vetur en allt byrjar þetta í kvöld.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira