Cocu tók við stjórnartaumunum hjá Derby í sumar eftir að Frank Lampard færði sig frá Derby yfir til Chelsea en Lampard stýrði Derby í eina leiktíð.
Tom Lawrence kom Derby yfir á 22. mínútu og þremur mínútum síðar tvöfaldaði vængmaðurinn forystuna fyrir gestina frá Derby.
FT: Huddersfield 1-2 Derby County
Tom Lawrence's first-half brace was enough to give new boss Phillip Cocu his first win in English football.
Full report https://t.co/9t1i7VC5Lu#htafc#DCFC#bbcfootball#bbceflpic.twitter.com/RXwBsayoKg
— BBC Sport (@BBCSport) August 5, 2019
Fjörinu í fyrri hálfleik var ekki lokið því á 30. mínútu fengu heimamenn í Huddersfield vítaspyrnu. Karlan Grant steig á punktinn og skoraði en nær komust Huddersfield ekki og lokatölur 2-1.
Leikurinn var liður í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar og Derby er því komið með þrjú stig en Huddersfield sem lék í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, án stiga.