Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Samherja sem segir að breskt fyrirtæki hafi nú stefnt Samherja og krefjist hundrað og fjörutíu milljarða króna í bætur. Innlent 22.12.2025 11:38
„Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Viðbrögð við söfnun fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar, sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag, hafa verið góð. Skipuleggjandi söfnunarinnar segir harminn ólýsanlegan og hvetur fólk til að leggja hönd á plóg til að létta undir með móðurinni. Innlent 22.12.2025 11:21
Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, hefur ákveðið að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í leiðtogaprófkjöri 31. janúar næstkomandi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 22.12.2025 10:17
Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur aftur lagt fram tillögu um stofnun hverfislögreglustöðvar í Breiðholti. Hann segir ákall íbúa eftir slíkri stöð verða sífellt háværari. Innlent 21.12.2025 18:51
Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Nú mega karlar heita Arin og Draumur, konur heita Love og Harne og kvár heita Ranimosk og Tóní. Þetta kemur fram í nýjum úrskurðum mannanfnanefndar, sem hafnaði þó beiðni um eiginnafnið Óðin og millinafnið Guðmundsen. Innlent 21.12.2025 18:15
Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að sveitarfélagið muni senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna viðbrögðum Vegagerðarinnar við sjávarflóðum sem hann segir lengi hafa ógnað byggðinni í Vík. Innlent 21.12.2025 16:01
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Dómsmálaráðherra segist ekki ætla skoða mál starfsmanns Útlendingastofnunar sem deildi nöfnum skjólstæðinga á samfélagsmiðlum nánar. Hún muni ekki beita sér í málinu. Hún segir málið ekki gott ef satt reynist og að hún líti háttsemina alvarlegum augum. Innlent 21.12.2025 15:45
„Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir að mál starfsmanns Útlendingastofnunar, sem deildi nöfnum skjólstæðinga sinna og stærði sig af því að hafa synjað fólki um landvistarleyfi, verði að hafa afleiðingar. Útlendingastofnun þurfi að sýna það út á við að þeim sé treystandi til að vinna verkefni sín af fagmennsku. Innlent 21.12.2025 14:46
Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Gyðingar á Íslandi hafa upplifað aukinn ótta í kjölfar hryðjuverka Hamasliða 7. október 2023. Gyðingur búsettur hér á landi segir að landslagið hafi breyst og að hann sé ekki eins opinskár með það að hann sé gyðingur síðan yfirstandandi stríð hófst. Innlent 21.12.2025 14:13
Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim, sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu á nýju ári, árinu 2026, enda alltaf ný og ný fyrirtæki að bætast í hóp ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu. Innlent 21.12.2025 13:03
„Þetta er bara ljótt“ Deildar meiningar eru um kynnta aðgerðaráætlun Loga Más Einarssonar menningarráðherra á fjölmiðlamarkaði. Sjálfur segir Logi aðgerðirnar skýrar, fjármagnaðar og til þess gerðar að efla lýðræðið í landinu en Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður segir aðgerðirnar þunnt kaffi. Innlent 21.12.2025 12:31
Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Formaður félags grunnskólakennara kallar eftir því að stjórnvöld skoði að ráðast í öryggisgæslu við grunnskóla eftir árás sem beindist gegn tveimur kennurum í vikunni. Hún segir þó nokkra kennara óttast um öryggi sitt í starfi. Innlent 21.12.2025 12:27
Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Heilbrigðisráðherra hyggst skýra það hvenær heilbrigðisstarfsmenn eru undanþegnir þagnarskyldu. Helstu málsaðilar verða kallaðir á fund ráðherra og næstu skref metin. Innlent 21.12.2025 12:07
Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við frá Ölmu Möller heilbrigðisráðherra sem hyggst funda með helstu fulltrúum úr heilbrigðisgeiranum til að varpa ljósi á hvenær heilbrigðisstarfsmenn eru undanþegnir þagnarskyldu. Innlent 21.12.2025 11:42
Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, er farinn í tímabundið fæðingarorlof. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leysa Eyjólf af á meðan. Innlent 21.12.2025 10:27
Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fyrri flóð hafa veikt sjávarkambinn í Vík í Mýrdal með þeim afleiðingum að sjór gengur lengra inn á land en áður, jafnvel í veðrum sem teljast ekki slæm. Vegagerðin segir að þetta hafi verið fyrirséð þróun. Innlent 21.12.2025 10:27
Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 21.12.2025 09:40
„En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að neita því að skakkaföll hafi orðið á atvinnulífinu hér á landi að undanförnu. Borið hafi á úrtöluröddum sem nýti hvert tækifæri við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að skipta um stefnu og að þrýst hafi verið á stjórnarmeirihlutann til að falla frá erfiðum ákvörðunum. Innlent 21.12.2025 08:57
Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Innlent 21.12.2025 07:01
Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Þrír erlendir ríkisborgarar munu þurfa að dúsa í gæsluvarðhaldi fram yfir áramót þar sem lögregla grunar þá um hafa komið hingað til lands til að fremja auðgunarbrot og hafa háar fjárhæðir af öldruðu fólki. Innlent 20.12.2025 21:06
Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bandaríkjamenn hafa stöðvað og lagt hald á skip á alþjóðahafsvæði undan strönd Venesúela en þetta gerist aðeins nokkrum dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti setti hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. Innlent 20.12.2025 20:42
Bindur vonir við Vor til vinstri Fráfarandi formaður Vinstri grænna vonar að vinstri flokkum í Reykjavík takist að stilla saman strengi undir framboðinu Vor til vinstri. Sjálf er hún að yfirgefa hið pólitíska svið eftir tuttugu ár í stjórnmálum. Undanfarið hefur hún verið að skrifa og hugsar sér jafnvel að gefa út bók enda þurfi að halda ýmsu til haga, eins og hún orðar það. Innlent 20.12.2025 19:29
Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Íslendingarnir sem létust í umferðarslysi í Suður-Afríku í vikunni voru þar til að heimsækja íslenskan dreng í fíknimeðferð. Systir drengsins og föðuramma létust í slysinu, en faðir hans liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Innlent 20.12.2025 17:18
„Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds bílaleigu Akureyrar segir að þrátt fyrir að aukalegar 1550 krónur verði innheimtar af langtímaleigutökum standi það engan veginn undir kostnaði við innleiðingu nýrra laga um kílómetragjald sem hann segir gríðarlegan. Innlent 20.12.2025 16:04