Kristinn Svavarsson er látinn Kristinn Svavarsson, kennari og saxófónleikarinn sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Mezzoforte, er látinn 78 ára að aldri. Tónlist 22.1.2026 22:04
Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Iðnaðarteknósveitin Hatari hefur hætt við tónleikaferðalag sitt um Evrópu í febrúar án nokkurrar skýringar. Í síðustu viku hætti rokkhljómsveitin The Vintage Caravan við tónleikaferðalag sitt vegna andlegrar þreytu. Tónlist 22.1.2026 15:30
„Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Rapparinn og pródúsentinn Ízleifur gefur út sína þriðju plötu, 100&Einn, undir mánaðarlok. Platan er hans lengsta til þessa, innblásin af uppeldishverfinu 101 og tekst Ízleifur á við ýmsar erfiðar tilfinningar á henni. Tónlist 15.1.2026 10:01
Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Sautján keppendur í Festival da Canção, undankeppni Portúgal fyrir söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segjast ætla að sniðganga Eurovision vinni þeir innlendu undankeppnina. Tónlist 12.12.2025 23:56
Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Sticky Records, plötuútgáfa Priksins, fékk hvatningaverðlaun STEF í byrjun mánaðar og er nú farin að vekja athygli utan landsteinanna fyrir útgáfustefnu sína. Blaðamaður tónlistarsíðunnar Pigeons & Planes veltir því fyrir sér hvort Sticky sé framtíð útópísks tónlistariðnaðar. Tónlist 11.12.2025 15:07
Abba skilar 350 milljörðum í kassann Sýningin ABBA Voyage hefur algjörlega slegið í gegn í Bretlandi og hefur fólk komið hvaðan af úr heiminum til að sjá hana. Þessi einstaka tónleikaupplifun sem sýnir svokallaða „ABBA-tara“ eða stafræna holdgervinga af meðlimum sænsku sveitarinnar flytja sín stærstu lög hefur skilað rúmum tveimur milljörðum punda út í breska efnahagskerfið. Tónlist 10.12.2025 09:59
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Ísraelar fá að vera með í Eurovision Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela. Tónlist 4.12.2025 17:37
Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, segir að hljómsveitin muni halda aðra tónleika á Íslandi á næsta ári. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en von er á tilkynningu eftir helgi. Tónlist 3.12.2025 15:12
Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Það er sannkallaður kraftur í Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir og enga lognmollu að finna í líflegu leikári félagsins. Félagið fjöruga frumsýnir hér tónlistarmyndband við eldhressa rokkóperu sem verður sýnd í Samkomuhúsinu á nýju ári. Tónlist 3.12.2025 10:01
Miley Cyrus trúlofuð Poppstjarnan Miley Cyrus og Maxx Morando eru trúlofuð eftir fjögurra ára samband. Tónlist 2.12.2025 21:30
Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Kraumsverðlaunin verða afhent í átjanda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Í gær voru tuttugu hljómsveitir og listamenn tilnefnd til verðlaunanna. Tónlist 2.12.2025 10:37
Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Formleg hátíðardagskrá Dags íslenskrar tónlistar fór fram í Hörpu í dag þar sem tónlistaraðildarfélögin STEF og SFH nýttu tækifærið og veittu viðurkenningar þeim einstaklingum og/eða hópum sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í þágu íslensks tónlistarlífs á síðustu misserum. Tónlist 1.12.2025 18:03
Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Í dag 1. desember klukkan 17:00 fer fram formleg dagskrá Dags íslenskrar tónlistar í Hörpu. Þá kemur í ljós hvaða einstaklingar eða hópar munu hljóta viðurkenningar ársins, auk þess sem flutt verða hátíðleg skemmti- og tónlistaratriði í takt við daginn. Hægt er að horfa á hátíðina í beinu streymi hér fyrir neðan. Tónlist 1.12.2025 16:48
Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan „Mig hafði alla tíð dreymt um að gera plötu,“ segir listamaðurinn, pródúsentinn og hljóðmaðurinn Haukur Páll. Haukur, sem er fæddur árið 2000, byrjaði þrettán ára gamall að semja tónlist og var nú tólf árum síðar að senda frá sér sína fyrstu plötu sem heitir Kyrrðin. Tónlist 25.11.2025 20:02
Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Tónlistarkonan Patti Smith kemur til Íslands næsta sumar og mun troða upp með hljómsveit sinni á tvennum tónleikum, í Hörpu og í Hofi. Tónlist 25.11.2025 13:57
Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Jamaíska reggígoðsögnin Jimmy Cliff, sem átti stóran þátt í að breiða út reggí til heimsbyggðarinnar, er látinn 81 árs að aldri. Tónlist 24.11.2025 14:15
Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Reykjavíkurborg iðar af menningu og lífi allan ársins hring. Þrátt fyrir að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sé nýafstaðin þýðir það ekki að það sé ekki hægt að sækja ótal skemmtilega tónleika á næstu misserum. Tónlist 24.11.2025 12:00
Hlýja og nánd heima og uppi á sviði „Fólk þekkir þetta fyrirkomulag og kann að meta það og við líka,“ segir Helgi Björnsson tónlistarmaður sem er á fullu að undirbúa sig fyrir stórtónleika á laugardaginn næsta. Hann rifjar upp gamla takta og býður fólki líka að horfa á tónleikana heima. Tónlist 20.11.2025 10:00
Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Það var líf og fjör í Eldborg um helgina þegar Stuðmenn héldu tvenna tónleika við gríðarlegan fögnuð aðdáenda. Tilefnið var fimmtíu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, og enginn tónleikagestur fór heim ósnortinn eftir dásamlegan flutning Egils, Valgeirs og Sigga Bjólu á laginu Í bláum skugga. Tónlist 18.11.2025 20:02
Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist getur kallað fram sterkar tilfinningar, glatt mann, brotið niður eða vakið viðbjóð. Þegar horft er til baka koma mörg íslensk lög upp úr dúrnum sem gætu sennilega ekki komið út í dag vegna niðrandi, kynferðislegs eða óviðeigandi umfjöllunarefnis. Tónlist 18.11.2025 07:00
Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Það var líf og fjör í Kringlubíói um helgina þegar rapparar, ofurskvísur, listamenn og áhrifavaldar komu saman á frumsýningu hjá Birni og Flóna. Tónlist 17.11.2025 11:30
Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Það var rífandi stemning á Gauknum á Iceland Airwaves-hátíðinni síðastliðna helgi þegar tónlistarkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, betur þekkt sem Inki, steig á svið, „aðeins“ 39 vikna ólétt. Hún naut sín í botn en ætlar þó ekki að gera lítið úr því að undirbúningurinn var þyngri en vanalega. Tónlist 13.11.2025 20:01
Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Hljómsveitin Ampop ætlar að koma fram í fyrsta sinn í 18 ár á morgun í fimmtugsafmæli trommuleikarans Jóns Geirs Jóhannssonar. Auk Ampop koma fram Skálmöld, Bris, Urmull, Klamedía X og Atarna sem eru allt hljómsveitir sem hann hefur verið í eða spilað með. Allur ágóði af miðasölu rennur til Vonarbrúar en tónleikarnir, og afmælið, fara fram í Austurbæjarbíó. Tónlist 13.11.2025 10:17
Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Nýstofnaða metal-hátíðin Hellfoss fer fram í Sviðinu í nýjum miðbæ Selfoss helgina 6. til 7. febrúar 2026. Meðal hljómsveita sem koma þar fram eru Misþyrming, Volcanova og Forgarður helvítis auk fjölda annarra. Tónlist 12.11.2025 14:33