Erlent

Fréttamynd

Gera úkraínsk ung­menni að sjálfsmorðssprengjumönnum

Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum

Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum.

Erlent
Fréttamynd

Flokka Val­kost fyrir Þýska­land sem öfgasamtök

Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint Valkost fyrir Þýskaland (AfD), einn stærsta stjórnmálaflokk landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Matið byggir á því að flokkurinn ali á ótta við innflytjendur frá múslimalöndum.

Erlent
Fréttamynd

Yfir­gefa Sví­þjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug.

Erlent
Fréttamynd

Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist geta komið Abrego Garcia, manni sem var ranglega sendur í fangelsi í El Salvador, aftur til Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að gera það. Áður höfðu Trump og talsmenn hans haldið því fram að hann gæti ómögulega frelsað manninn, eftir að dómstólar og þar á meðal Hæstiréttur hefur skipað ríkisstjórninni að frelsa hann og flytja til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst

Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlar að um sex hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafi fallið í átökum við Úkraínumenn. Rúmlega fjögur þúsund eru sagðir hafa særst en heilt yfir er talið að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán þúsund dáta til Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Ungi morðinginn flúði ný­verið af vist­heimili

Drengurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hann hafi myrt þrjá í Uppsölum í Svíþjóð í gær er sextán ára gamall. Allir þrír eru taldir hafa verið skotmörk drengsins en lögreglan skoðar nú hvort fleiri komi að málinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir sveppa­eitrunina hafa verið „hörmu­legt ó­happ“

Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í­treka um­fangs­miklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi

Friðarviðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og erindreka hans virðist ekki ætla að bera árangur. Trump virðist þreyttur á að reyna að stilla til friðar og hefur hann sakað Úkraínumenn og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að standa í vegi friðar með því að vilja ekki verða við umfangsmiklum kröfum Rússa og þá sérstaklega fyrir það að vilja ekki viðurkenna tilkall Rússa til Krímskaga.

Erlent
Fréttamynd

Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu

Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­mannsins enn leitað

Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð leitar enn árásarmanns sem er grunaður um skotárás við hárgreiðslustofu í miðbæ borgarinnar í dag. Að minnsta kosti þrír létu lífið.

Erlent
Fréttamynd

Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal

Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda.

Erlent