Erlent

Fréttamynd

Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina

„Á tímum þar sem tækni og tölvur eru auðveldlega aðgengilegar, er sláandi að læknar hjá hinu opinbera séu enn að handskrifa lyfjaávísanir sem enginn getur skilið, nema einstaka lyfjafræðingur.“

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tæp­lega hundrað nem­enda saknað

Björgunarsveitarmenn á Indónesíu eru í kapphlaupi við tímann við björgunarstörf í rústum skóla sem hrundi á dögunum. Þrír eru látnir og um hundrað slasaðir en að minnsta kosti 91 nemenda er enn saknað.

Erlent
Fréttamynd

Að­stoðar­maður AfD-leið­toga í fangelsi fyrir njósnir

Dómstóll í Dresen dæmdi aðstoðarmann fyrrverandi Evrópuþingmanns öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í tæplega fimm ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Kínverja. Þingmaðurinn segist hafa verið grunlaus um njósnir aðstoðarmannsins þótt hann hafi sjálfur verið rannsakaður fyrir að þiggja mútur frá Kína og Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkis Bandaríkjanna í nótt. Repúblikanar og Demókratar, sem deila um fjárútlát til heilbrigðismála, keppast við að kenna hvor öðrum um en þetta verður í fyrsta sinn í sjö ár sem deilur um fjárlög leiða til að stöðvunar.

Erlent
Fréttamynd

Ná ekki að leika árangur Wagner eftir

Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa.

Erlent
Fréttamynd

Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi

Saksóknarar í máli bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu næstkomandi föstudag 3. október.

Erlent
Fréttamynd

Misstu allt sam­band við Inter­netið

Íbúar í Afganistan misstu samband við Internetið í dag. Sambandsleysið kemur í kjölfar þess að Talíbanarnir sem eru við stjórnvölinn lokuðu fyrir aðgang að Internetinu fyrir tveimur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar sam­þykkja friðar­á­ætlun Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“

Erlent
Fréttamynd

Mafíósar dæmdir til dauða

Ellefu meðlimir hinnar kínversku Ming-fjölskyldu hafa verið dæmdir til dauða í heimalandinu. 28 aðrir fjölskyldumeðlimir hlutu vægari dóma en fjölskyldan framdi ýmsa glæpi í gegnum samtök sín í Mjanmar, skammt frá landamærunum við Kína. 

Erlent
Fréttamynd

Freista þess að koma aðildar­umsókn Úkraínu fram hjá Or­bán

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins vinnur nú að því að breyta reglum um inngöngu nýrra ríkja í sambandið til þess að reyna að mjaka umsóknarferli Úkraínu og Moldóvu áfram. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja ný ríki en Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, leggst þvert gegn inngöngu Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum

Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann var kjörinn borgarstjóri sem Demókrati en bauð sig fram til endurkjörs sem óháður, eftir að hafa sætt ákærum fyrir spillingu.

Erlent