Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu

Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar.

Erlent
Fréttamynd

Harma dauða ráð­herrans en tjá sig ekki um hann

Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar gagn­rýni á sam­skipti við lyfjarisa í far­aldrinum

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor.

Erlent
Fréttamynd

Ekki fleiri greinst með mis­linga í Banda­ríkjunum í 33 ár

Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni.

Erlent
Fréttamynd

Yfir hundrað látnir í Texas

Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins. 

Erlent
Fréttamynd

Eld­gos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu

Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum. 

Erlent
Fréttamynd

Líkir tilætlunum Musk við lestar­slys

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu.

Erlent
Fréttamynd

Á níunda tug látin í hamfaraflóðum

Tala látinna í hamfaraflóðum sem dunið hafa á Texas-ríki undanfarna eftir mikla og skyndilega vatnavexti hefur náð 81. Fleiri tuga manns er enn saknað og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar standa í ströngu við að finna týnda ástvini.

Erlent