Erlent Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. Erlent 13.9.2024 11:21 Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. Erlent 13.9.2024 10:57 Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við ránið á „Stúlka með blöðru“, einu þekktasta verki listamannsins Banksy. Verkinu var stolið úr gallerýi í Lundúnum um helgina. Erlent 13.9.2024 10:29 Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn. Erlent 13.9.2024 09:05 Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir heimild til handa Úkraínumönnum til að nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins. Erlent 13.9.2024 08:46 Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Um 32 prósent íbúa á Spáni segja of marga ferðamenn á sínum heimaslóðum og hlutfallið er enn hærra í Katalóníu, þar sem 48 prósent íbúa segja þetta orðið of mikið af hinu góða. Erlent 13.9.2024 08:03 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. Erlent 13.9.2024 06:55 Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Þúsundir starfsmanna Boeing hefja verkfallsaðgerðir í dag eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í yfirstandandi kjaradeilum, þrátt fyrir að það hafi hljóðað upp á 25 prósenta launahækkun á fjórum árum. Erlent 13.9.2024 06:54 Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Óútskýrðar hræringar sem greindust á jarðskjálftamælum um alla jörð í fyrra stöfuðu frá risavaxinni flóðbylgju sem velktist um í firði á Austur-Grænlandi í níu daga. Hnattræn hlýnun er sögð ástæða berghlaupsins út í fjörðinn sem kom bylgjunni af stað. Erlent 12.9.2024 23:55 Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Sonardóttir Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu, ætlar að segja skilið við hægrijaðarflokk Giorgiu Meloni forsætisráðherra þar sem henni þykir flokkurinn hafa færst of langt til hægri. Erlent 12.9.2024 22:17 Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. Erlent 12.9.2024 20:49 Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Saksóknarar í máli Harveys Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandans, hafa lagt fram ákæru á hendur honum fyrir enn fleiri kynferðisbrot. Réttað verður aftur yfir Weinstein í New York eftir að dómstóll ógilti dóm sem hann hlaut í vor. Erlent 12.9.2024 18:16 Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. Erlent 12.9.2024 16:12 Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Lögregluyfirvöld í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum hafa lofað tónlistarmanninn Jon Bon Jovi fyrir að koma konu til bjargar sem virðist hafa ætlað að kasta sér fram af göngubrú. Erlent 12.9.2024 09:30 Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. Erlent 12.9.2024 09:02 Fujimori er látinn Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, er látinn, 86 ára að aldri. Erlent 12.9.2024 07:59 „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu Dómarar í Avignon í Frakklandi hlýddu í gær á frásögn af því hvernig „lærisveinn“ Dominique Pélicot notaði sömu aðferðir og Pélicot til að byrla eiginkonu sinni og nauðga. Erlent 12.9.2024 07:53 171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Lögregluyfirvöld í Malasíu hafa handtekið 171 og bjargað 402 börnum og ungmennum í tengslum við misnotkun á um 20 barnaheimilum í Selangor og Negeri Sembilan. Erlent 12.9.2024 07:27 Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Átján eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á skóla í Gasa, þar af sex starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Erlent 12.9.2024 06:55 Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. Erlent 11.9.2024 23:44 Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Yfirgefinn tuttugu og tveggja hæða skýjakljúfur í Lake Charles í Lousiana var sprengdur í loft upp eftir að hafa staðið auður í næstum fjögur ár. Hertz-turninn hefur orðið að táknmynd eyðileggingarinnar sem fellibylirnir Laura og Delta ullu. Erlent 11.9.2024 20:56 Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans hefur aldrei aukist hraðar en um þessar mundir þrátt fyrir loforð ríkja um að koma böndum á hana. Hún er sögð auka hættuna á að hnattræn hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér. Erlent 11.9.2024 15:36 Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. Erlent 11.9.2024 11:34 Gætu leyft Úkraínu að nota langdræg flugskeyti gegn Rússlandi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands ræða nú við forseta Úkraínu um notkun langdrægra flugskeyta til þess að verjast árásum Rússa sem Úkraínumenn hafa kallað eftir. Biden Bandaríkjaforseti segir unnið að því að veita heimildina. Erlent 11.9.2024 10:27 Krefjast þess að Ísraelsher bæti ráð sitt eftir dráp á Bandaríkjamanni Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna kröfðust þess að Ísraelsher breytti starfsháttum sínum á Vesturbakkanum eftir að hermenn skutu bandaríska konu til bana á mótmælum þar í síðustu viku. Ísraelsmenn segja að um óhapp hafi verið að ræða. Erlent 11.9.2024 08:45 Brú yfir Saxelfi hrundi í Dresden Carola-brúin yfir Saxelfi (þ. Elbe) hrundi í borginni Dresden í Þýskalandi í snemma í morgun. Erlent 11.9.2024 08:44 Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. Erlent 11.9.2024 04:13 1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. Erlent 11.9.2024 00:02 Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum. Erlent 10.9.2024 23:00 Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna. Erlent 10.9.2024 22:00 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 334 ›
Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. Erlent 13.9.2024 11:21
Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. Erlent 13.9.2024 10:57
Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við ránið á „Stúlka með blöðru“, einu þekktasta verki listamannsins Banksy. Verkinu var stolið úr gallerýi í Lundúnum um helgina. Erlent 13.9.2024 10:29
Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn. Erlent 13.9.2024 09:05
Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir heimild til handa Úkraínumönnum til að nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins. Erlent 13.9.2024 08:46
Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Um 32 prósent íbúa á Spáni segja of marga ferðamenn á sínum heimaslóðum og hlutfallið er enn hærra í Katalóníu, þar sem 48 prósent íbúa segja þetta orðið of mikið af hinu góða. Erlent 13.9.2024 08:03
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. Erlent 13.9.2024 06:55
Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Þúsundir starfsmanna Boeing hefja verkfallsaðgerðir í dag eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í yfirstandandi kjaradeilum, þrátt fyrir að það hafi hljóðað upp á 25 prósenta launahækkun á fjórum árum. Erlent 13.9.2024 06:54
Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Óútskýrðar hræringar sem greindust á jarðskjálftamælum um alla jörð í fyrra stöfuðu frá risavaxinni flóðbylgju sem velktist um í firði á Austur-Grænlandi í níu daga. Hnattræn hlýnun er sögð ástæða berghlaupsins út í fjörðinn sem kom bylgjunni af stað. Erlent 12.9.2024 23:55
Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Sonardóttir Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu, ætlar að segja skilið við hægrijaðarflokk Giorgiu Meloni forsætisráðherra þar sem henni þykir flokkurinn hafa færst of langt til hægri. Erlent 12.9.2024 22:17
Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. Erlent 12.9.2024 20:49
Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Saksóknarar í máli Harveys Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandans, hafa lagt fram ákæru á hendur honum fyrir enn fleiri kynferðisbrot. Réttað verður aftur yfir Weinstein í New York eftir að dómstóll ógilti dóm sem hann hlaut í vor. Erlent 12.9.2024 18:16
Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. Erlent 12.9.2024 16:12
Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Lögregluyfirvöld í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum hafa lofað tónlistarmanninn Jon Bon Jovi fyrir að koma konu til bjargar sem virðist hafa ætlað að kasta sér fram af göngubrú. Erlent 12.9.2024 09:30
Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. Erlent 12.9.2024 09:02
Fujimori er látinn Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, er látinn, 86 ára að aldri. Erlent 12.9.2024 07:59
„Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu Dómarar í Avignon í Frakklandi hlýddu í gær á frásögn af því hvernig „lærisveinn“ Dominique Pélicot notaði sömu aðferðir og Pélicot til að byrla eiginkonu sinni og nauðga. Erlent 12.9.2024 07:53
171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Lögregluyfirvöld í Malasíu hafa handtekið 171 og bjargað 402 börnum og ungmennum í tengslum við misnotkun á um 20 barnaheimilum í Selangor og Negeri Sembilan. Erlent 12.9.2024 07:27
Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Átján eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á skóla í Gasa, þar af sex starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Erlent 12.9.2024 06:55
Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. Erlent 11.9.2024 23:44
Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Yfirgefinn tuttugu og tveggja hæða skýjakljúfur í Lake Charles í Lousiana var sprengdur í loft upp eftir að hafa staðið auður í næstum fjögur ár. Hertz-turninn hefur orðið að táknmynd eyðileggingarinnar sem fellibylirnir Laura og Delta ullu. Erlent 11.9.2024 20:56
Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans hefur aldrei aukist hraðar en um þessar mundir þrátt fyrir loforð ríkja um að koma böndum á hana. Hún er sögð auka hættuna á að hnattræn hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér. Erlent 11.9.2024 15:36
Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. Erlent 11.9.2024 11:34
Gætu leyft Úkraínu að nota langdræg flugskeyti gegn Rússlandi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands ræða nú við forseta Úkraínu um notkun langdrægra flugskeyta til þess að verjast árásum Rússa sem Úkraínumenn hafa kallað eftir. Biden Bandaríkjaforseti segir unnið að því að veita heimildina. Erlent 11.9.2024 10:27
Krefjast þess að Ísraelsher bæti ráð sitt eftir dráp á Bandaríkjamanni Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna kröfðust þess að Ísraelsher breytti starfsháttum sínum á Vesturbakkanum eftir að hermenn skutu bandaríska konu til bana á mótmælum þar í síðustu viku. Ísraelsmenn segja að um óhapp hafi verið að ræða. Erlent 11.9.2024 08:45
Brú yfir Saxelfi hrundi í Dresden Carola-brúin yfir Saxelfi (þ. Elbe) hrundi í borginni Dresden í Þýskalandi í snemma í morgun. Erlent 11.9.2024 08:44
Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. Erlent 11.9.2024 04:13
1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. Erlent 11.9.2024 00:02
Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum. Erlent 10.9.2024 23:00
Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna. Erlent 10.9.2024 22:00