Erlent Vaktin: Óbreyttir borgarar myrtir í Donetsk Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir 44 dögum hefur rússneskum hersveitum orðið lítið ágengt. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu á næstu dögum beita sér fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn taki fyrir mögulega stríðsglæpi Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Erlent 9.4.2022 19:25 Segir af sér eftir að upp komst um samband við mun yngri konu Varnarmálaráðherra Noregs, Odd Roger Enoksen, hefur sagt af sér ráðherraembætti eftir að í ljós kom að hann átti í sambandi við sér mun yngri konu frá árinu 2005. Enoksen var þá fimmtugur en konan aðeins átján ára. Erlent 9.4.2022 15:41 Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð. Erlent 9.4.2022 14:28 Segir árásina á lestarstöðina enn eitt dæmið um stríðsglæpi Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árás rússneskra hersveita á lestarstöð í Kramatorsk vera enn eitt dæmið um þá stríðsglæpi sem Rússar hafa framið í Úkraínu og kallar hann eftir réttarhöldum. Rússar neita sök en utanríkisráðherra Úkraínu segir að um slátrun hafi verið að ræða og varnamálaráðuneyti Bretlands telur ljóst að rússneskar hersveitir hafi ráðist vísvitandi á almenna borgara. Erlent 9.4.2022 08:15 Kallar forsætisráðherra Póllands „öfga-hægri gyðingahatara“ Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sé „öfga-hægri gyðingahatari sem bannar hinsegin fólk.“ Þessar ásakanir setti forsetinn fram eftir að Morawiecki gagnrýndi ítrekuð samtöl Macrons við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Erlent 8.4.2022 23:30 Ursula segir hryllingin í Bucha skekja allt mannkynið Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Erlent 8.4.2022 19:43 Bein útsending: Ferðamönnum skotið til geimstöðvarinnar Fyrsta mannaða geimferð Axiom Space verður farin í dag. Þremur ferðamönnum og einum geimfara verður skotið til geimstöðvarinnar með eldflaug og í geimfari SpaceX. Erlent 8.4.2022 14:01 Finnar sparka líka rússneskum embættismönnum úr landi Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að sparka tveimur rússneskum embættismönnum úr landi vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. Ísland er þar með eina ríkið á Norðurlöndum sem ekki hefur vísað rússneskum embættismönnum úr landi. Erlent 8.4.2022 13:36 39 látnir í Kramatorsk en Rússar segjast alsaklausir Að minnsta kosti 39 eru látnir og um 90 slasaðir eftir að árás var gerð á lestarstöðina í Kramatorsk, þar sem talið er að um 4.000 manns almennir borgara hafi beðið eftir að komast burtu frá Donbas. Erlent 8.4.2022 12:46 Formannsskipti hjá Frjálslynda flokknum í Svíþjóð Nyamko Sabuni, formaður Frjálslynda flokksins í Svíþjóð, hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að láta af embætti formanns. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð næsta haust og hafa skoðanakannanir síðustu misserin allar bent til að mikil hætta sé á að flokkurinn muni detta út af þingi. Erlent 8.4.2022 12:03 Vaktin: Evrópusambandið bætir í refsiaðgerðir Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa nú gera árásir á Odesa frá Svartahafi. Innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að svo virðist sem Rússar hafi nú alfarið yfirgefið norðurhluta landsins. Erlent 8.4.2022 06:49 Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. Erlent 7.4.2022 23:40 Vaktin: Sagðir eiga í töluverðum agavandræðum Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði í dag um að víkja Rússum úr Mannréttindaráðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiðið að vernda mannréttindi. Erlent 7.4.2022 22:50 Hóf skothríð á gesti skemmtistaðar í Tel Aviv Minnst tveir eru látnir og tíu særðir eftir að byssumaður hóf skothríð á veitingastað í Tel Aviv í kvöld. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en árásarmaðurinn er talinn hafa komist undan. Erlent 7.4.2022 22:14 Kuleba segir Rússa undirbúa tangarsókn í Donbas í anda seinni heimsstyrjaldar Utanríkisráðherra Úkraínu segir Vesturlönd ekki hafa tíma til bollalegginga. Auki þau ekki hernaðaraðstoð sína við Úkraínu á næstu dögum verði það of seint. Rússar hafi þegar byrjað stórsókn sína í Donbas sem verði á svipaðri stærð og verstu bardagar síðari heimsstyrjaldarinnar. Erlent 7.4.2022 20:47 Tilnefning Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar staðfest Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu tilnefningu Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar þar í landi. Atkvæðagreiðslan fór að mestu eftir flokkslínum en 53 þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningunni en 47 gegn henni. Erlent 7.4.2022 18:38 Aðeins í annað sinn í sögunni sem landi er vikið úr Mannréttindaráðinu Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að víkja Rússum úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir gróf og kerfisbundin brot á mannréttindum en 93 greiddu atkvæði með tillögunni, 24 greiddu atkvæði á móti, og 58 sátu hjá. Þetta er í annað sinn sem landi er vikið úr ráðinu vegna brota á mannréttindum og í fyrsta sinn sem land sem á sæti í Öryggisráðinu er vikið úr ráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 7.4.2022 16:43 Þrír látnir eftir snjóflóð í Noregi Þrír eru látnir eftir að snjóflóð féll í firðinum Lyngen í Troms í Noregi í dag. Erlent 7.4.2022 15:23 Fleiri lík finnast og Lúkasjenkó vill aðkomu að viðræðunum Washington Post hefur birt sláandi frétt frá Bucha, þar sem fleiri lík finnast á hverjum degi. Ein verstu hroðaverkin sem Rússar frömdu í bænum áttu sér stað í glerverksmiðju við jaðar bæjarins. Erlent 7.4.2022 12:35 Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. Erlent 7.4.2022 12:05 Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri. Erlent 6.4.2022 23:37 Krúttlegur refur með hundaæði aflífaður eftir að hafa bitið níu við þinghúsið Refur, sem vakið hefur mikla lukku á samfélagsmiðlum undanfarna daga, hefur verið fangaður og aflífaður eftir að í ljós kom að hann var með hundaæði og hafði bitið níu manns. Hann hafði verið á vappi við bandaríska þinghúsið í nokkra daga áður en hann var fangaður. Erlent 6.4.2022 23:34 Vaktin: Tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. Erlent 6.4.2022 20:55 Óttast stórsókn í austri Þúsundir íbúa í austurhluta Úkraínu hafa flúið Donbas að undanförnu af ótta við stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að stríðið geti dregist í marga mánuði eða ár. Erlent 6.4.2022 19:29 Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. Erlent 6.4.2022 15:25 Ríkisstjórn Naftali Bennett missir þingmeirihlutann Ríkisstjórn ísraelska forsætisráðherrans Naftali Bennett hefur misst meirihluta sinn á þingi eftir að einn lykilmanna innan stjórnarliðsins ákvað að segja skilið við stjórnarflokkinn Yamina vegna deilna um gerjuð matvæli og hefðir gyðinga. Erlent 6.4.2022 13:24 „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. Erlent 6.4.2022 12:12 Vladimír Sjírínovskí látinn af völdum Covid-19 Rússneski stjórnmálamaðurinn og öfgaþjóðernissinninn Vladimír Sjírínovskí er látinn, 75 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19 og hafði legið inni á sjúkrahúsi vegna veikindanna um margra vikna skeið. Erlent 6.4.2022 11:13 Tveir látnir í óveðri í Texas og Georgíu Tveir létust og tugir slösuðust í óveðri sem gekk yfir Texas og Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær. Erlent 6.4.2022 07:08 Nígerskur trúleysingi fangelsaður í 24 ár fyrir guðlast Nígerskur trúleysingi og mikill gagnrýnandi trúarbragða hefur verið dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir guðlast. Maðurinn játaði sekt sína fyrir dómi í Kano í norðurhluta landsins. Erlent 5.4.2022 23:45 « ‹ 297 298 299 300 301 302 303 304 305 … 334 ›
Vaktin: Óbreyttir borgarar myrtir í Donetsk Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir 44 dögum hefur rússneskum hersveitum orðið lítið ágengt. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu á næstu dögum beita sér fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn taki fyrir mögulega stríðsglæpi Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Erlent 9.4.2022 19:25
Segir af sér eftir að upp komst um samband við mun yngri konu Varnarmálaráðherra Noregs, Odd Roger Enoksen, hefur sagt af sér ráðherraembætti eftir að í ljós kom að hann átti í sambandi við sér mun yngri konu frá árinu 2005. Enoksen var þá fimmtugur en konan aðeins átján ára. Erlent 9.4.2022 15:41
Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð. Erlent 9.4.2022 14:28
Segir árásina á lestarstöðina enn eitt dæmið um stríðsglæpi Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árás rússneskra hersveita á lestarstöð í Kramatorsk vera enn eitt dæmið um þá stríðsglæpi sem Rússar hafa framið í Úkraínu og kallar hann eftir réttarhöldum. Rússar neita sök en utanríkisráðherra Úkraínu segir að um slátrun hafi verið að ræða og varnamálaráðuneyti Bretlands telur ljóst að rússneskar hersveitir hafi ráðist vísvitandi á almenna borgara. Erlent 9.4.2022 08:15
Kallar forsætisráðherra Póllands „öfga-hægri gyðingahatara“ Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sé „öfga-hægri gyðingahatari sem bannar hinsegin fólk.“ Þessar ásakanir setti forsetinn fram eftir að Morawiecki gagnrýndi ítrekuð samtöl Macrons við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Erlent 8.4.2022 23:30
Ursula segir hryllingin í Bucha skekja allt mannkynið Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Erlent 8.4.2022 19:43
Bein útsending: Ferðamönnum skotið til geimstöðvarinnar Fyrsta mannaða geimferð Axiom Space verður farin í dag. Þremur ferðamönnum og einum geimfara verður skotið til geimstöðvarinnar með eldflaug og í geimfari SpaceX. Erlent 8.4.2022 14:01
Finnar sparka líka rússneskum embættismönnum úr landi Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að sparka tveimur rússneskum embættismönnum úr landi vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. Ísland er þar með eina ríkið á Norðurlöndum sem ekki hefur vísað rússneskum embættismönnum úr landi. Erlent 8.4.2022 13:36
39 látnir í Kramatorsk en Rússar segjast alsaklausir Að minnsta kosti 39 eru látnir og um 90 slasaðir eftir að árás var gerð á lestarstöðina í Kramatorsk, þar sem talið er að um 4.000 manns almennir borgara hafi beðið eftir að komast burtu frá Donbas. Erlent 8.4.2022 12:46
Formannsskipti hjá Frjálslynda flokknum í Svíþjóð Nyamko Sabuni, formaður Frjálslynda flokksins í Svíþjóð, hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að láta af embætti formanns. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð næsta haust og hafa skoðanakannanir síðustu misserin allar bent til að mikil hætta sé á að flokkurinn muni detta út af þingi. Erlent 8.4.2022 12:03
Vaktin: Evrópusambandið bætir í refsiaðgerðir Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa nú gera árásir á Odesa frá Svartahafi. Innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að svo virðist sem Rússar hafi nú alfarið yfirgefið norðurhluta landsins. Erlent 8.4.2022 06:49
Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. Erlent 7.4.2022 23:40
Vaktin: Sagðir eiga í töluverðum agavandræðum Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði í dag um að víkja Rússum úr Mannréttindaráðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiðið að vernda mannréttindi. Erlent 7.4.2022 22:50
Hóf skothríð á gesti skemmtistaðar í Tel Aviv Minnst tveir eru látnir og tíu særðir eftir að byssumaður hóf skothríð á veitingastað í Tel Aviv í kvöld. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en árásarmaðurinn er talinn hafa komist undan. Erlent 7.4.2022 22:14
Kuleba segir Rússa undirbúa tangarsókn í Donbas í anda seinni heimsstyrjaldar Utanríkisráðherra Úkraínu segir Vesturlönd ekki hafa tíma til bollalegginga. Auki þau ekki hernaðaraðstoð sína við Úkraínu á næstu dögum verði það of seint. Rússar hafi þegar byrjað stórsókn sína í Donbas sem verði á svipaðri stærð og verstu bardagar síðari heimsstyrjaldarinnar. Erlent 7.4.2022 20:47
Tilnefning Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar staðfest Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu tilnefningu Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar þar í landi. Atkvæðagreiðslan fór að mestu eftir flokkslínum en 53 þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningunni en 47 gegn henni. Erlent 7.4.2022 18:38
Aðeins í annað sinn í sögunni sem landi er vikið úr Mannréttindaráðinu Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að víkja Rússum úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir gróf og kerfisbundin brot á mannréttindum en 93 greiddu atkvæði með tillögunni, 24 greiddu atkvæði á móti, og 58 sátu hjá. Þetta er í annað sinn sem landi er vikið úr ráðinu vegna brota á mannréttindum og í fyrsta sinn sem land sem á sæti í Öryggisráðinu er vikið úr ráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 7.4.2022 16:43
Þrír látnir eftir snjóflóð í Noregi Þrír eru látnir eftir að snjóflóð féll í firðinum Lyngen í Troms í Noregi í dag. Erlent 7.4.2022 15:23
Fleiri lík finnast og Lúkasjenkó vill aðkomu að viðræðunum Washington Post hefur birt sláandi frétt frá Bucha, þar sem fleiri lík finnast á hverjum degi. Ein verstu hroðaverkin sem Rússar frömdu í bænum áttu sér stað í glerverksmiðju við jaðar bæjarins. Erlent 7.4.2022 12:35
Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. Erlent 7.4.2022 12:05
Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri. Erlent 6.4.2022 23:37
Krúttlegur refur með hundaæði aflífaður eftir að hafa bitið níu við þinghúsið Refur, sem vakið hefur mikla lukku á samfélagsmiðlum undanfarna daga, hefur verið fangaður og aflífaður eftir að í ljós kom að hann var með hundaæði og hafði bitið níu manns. Hann hafði verið á vappi við bandaríska þinghúsið í nokkra daga áður en hann var fangaður. Erlent 6.4.2022 23:34
Vaktin: Tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. Erlent 6.4.2022 20:55
Óttast stórsókn í austri Þúsundir íbúa í austurhluta Úkraínu hafa flúið Donbas að undanförnu af ótta við stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að stríðið geti dregist í marga mánuði eða ár. Erlent 6.4.2022 19:29
Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. Erlent 6.4.2022 15:25
Ríkisstjórn Naftali Bennett missir þingmeirihlutann Ríkisstjórn ísraelska forsætisráðherrans Naftali Bennett hefur misst meirihluta sinn á þingi eftir að einn lykilmanna innan stjórnarliðsins ákvað að segja skilið við stjórnarflokkinn Yamina vegna deilna um gerjuð matvæli og hefðir gyðinga. Erlent 6.4.2022 13:24
„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. Erlent 6.4.2022 12:12
Vladimír Sjírínovskí látinn af völdum Covid-19 Rússneski stjórnmálamaðurinn og öfgaþjóðernissinninn Vladimír Sjírínovskí er látinn, 75 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19 og hafði legið inni á sjúkrahúsi vegna veikindanna um margra vikna skeið. Erlent 6.4.2022 11:13
Tveir látnir í óveðri í Texas og Georgíu Tveir létust og tugir slösuðust í óveðri sem gekk yfir Texas og Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær. Erlent 6.4.2022 07:08
Nígerskur trúleysingi fangelsaður í 24 ár fyrir guðlast Nígerskur trúleysingi og mikill gagnrýnandi trúarbragða hefur verið dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir guðlast. Maðurinn játaði sekt sína fyrir dómi í Kano í norðurhluta landsins. Erlent 5.4.2022 23:45