Innlent

Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan

Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð.

Innlent

Tengja síðustu 102 þorp landsins

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir ríkið munu koma að því að ljósleiðaratengja rúmlega 102 litla þéttbýliskjarna um land allt. Með þessu muni hvert einasta lögheimili á Íslandi vera tengt ljósleiðara og því njóta öflugrar nettengingar.

Innlent

Á­sakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt

Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. 

Innlent

Vesturnorræna sam­starfið aldrei verið mikil­vægara

Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum.

Innlent

Sagður hafa nauðgað fatlaðri konu og látið son hennar horfa á

Karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn andlega fatlaðri konu. Hann er einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syni konunnar og annarri konu. Þau eru bæði andlega fötluð. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa nauðgað konunni og neytt son hennar til þess að fylgjast með.

Innlent

Allt að fimm­tíu prósent aukning til­fella al­var­legrar ó­kyrrðar

Loftslagsbreytingar verða þess valdandi að tilfellum ókyrrðar í háloftunum fjölgar. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.is í samtali við fréttastofu. Hækkandi hitastig í veðrahvolfinu, neðra hluta lofthjúpsins, hefur þau áhrif að kólnar í heiðhvolfinu og hitamunurinn veldur aukinni ókyrrð.

Innlent

Peningarnir úr Hamra­borg enn ekki fundist

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum  milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 

Innlent

Met­að­sókn er­lendra ríkis­borgara í fram­halds- og há­skólanám

Nemendur á skólastigum fyrir ofan grunnskóla á Íslandi voru 43.446 haustið 2023 og hafði fækkað um 618 frá fyrra ári, eða um 1,4 prósent. Ekki hafa verið færri 16 ára nemendur síðan 2018. Mikil fjölgun er meðal erlendra ríkisborgara og hafa þeir aldrei verið fleiri í námi eftir grunnskóla. Flestir þeirra eru Pólverjar. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar.

Innlent

Klámáhorf barna enn að dragast saman

Þrír af hverjum fjórum strákum í framhaldsskóla hafa horft á klám. Hlutfall stelpna er nokkru lægra eða 41 prósent. Lægra hlutfall bæði stráka og stelpa á unglingastigi og á framhaldsskólaaldri segjast hafa horft á klám nú en 2021.

Innlent

Trillan komin í land

Björgunarsveitum barst tilkynning snemma í morgun um vélarvana trillu utan við Stafsnes á Reykjanesskaga. Einn var um borð í trillunni sem siglt var með í togi til Sandgerðis

Innlent

Nýtt heilbrigðisvísindahús há­skólans rís

Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár.

Innlent

„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hug­mynd um þetta“

Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ekki er ætlast til að fólk í hefðbundnu eftirliti vegna sjúkdóma leiti á heilsugæsluna í sumar. Þar verður lögð áhersla á bráðaerindi þar til haustar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Sam­keppnin harðnar í ís­lenska veðmálaheiminum

Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi svæðisstjóri íþróttaveðbankans Coolbet á Íslandi, er tekin við taumunum hjá nýjum veðbanka sem ber nafnið Epicbet. Síðan er í eigu eistneska fyrirtækisins SISU Tech sem var stofnað af starfsmönnum Coolbet í kjölfar sölu þess.

Innlent

Vara við svindlurum sem líkja eftir Mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir umfangsmiklar tilraunir í gangi til að svíkja peninga út úr landsmönnum á netinu. Glæpamennirnir notist við gervifréttir af vel heppnuðum fjárfestingum til að lokka fólk inn í svikamyllu.

Innlent