Innlent

Enginn reyk­skynjari í húsinu

Enginn reykskynjari var í húsnæðinu í Skipholti sem kviknaði í í gær. Enginn var heima þegar eldurinn kviknaði og sá gangandi vegfarandi um að tilkynna um eldsvoðann. 

Innlent

Há­al­var­­legt en léttir á sama tíma

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar.

Innlent

Skásta stað­setningin sem hægt var að fá

Búast má við því að hratt muni draga úr hraunflæði eldgossins á Reykjanesskaga. Jarðeðlisfræðingur segir gosið á besta stað miðað við aðstæður. Hraun renni ekki í átt að Grindavík, og það þurfi að renna langt til að ná varnargörðum við Svartsengi.

Innlent

Tvær flug­vélar þurftu að hring­sóla í skamman tíma

Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg og er flogið bæði til og frá vellinum. Tvær flugvélar Icelandair sem voru á leið til Keflavíkurflugvallar þurftu að hringsóla í skamman tíma á meðan unnin var öskuspá vegna gossins sem hófst um fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 22:17.

Innlent

Biðlar til fólks að fara úr Grinda­vík

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að eldgosið sem hófst í kvöld sé sem betur fer renna í norður og norðvestur sem ógni síður byggð í Grindavík. Ekki er útilokað að hraunrennslið breytist og því erfitt að segja til um framhaldið.

Innlent

Vinna við að loka gati á varnargarði

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað svæðinu að nýju við Grindavík. Einungis eru eftir starfsmenn verktaka sem vinna við að loka gati á varnargarði við Grindavíkurveg og við Bláa lónið.

Innlent

Eld­gosið myndað úr lofti

Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd sem eru tekin af eldgosinu, sem hófst á Reykjanesskaga í kvöld, úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Innlent

Neyðar­stigi al­manna­varna lýst yfir

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara neyðarstig almannavarna vegna eldgos á Reykjanesi sem hófst á ellefta tímanum í kvöld.

Innlent

„Virðist vera frekar stórt“

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, varar fólk við að leggja af stað og fara nálægt eldgosinu sem hófst á Reykjanesskaganum í kvöld. Hún segist óttast að það gæti haft áhrif á byggð.

Innlent