Innlent

Flug­vélin ekki flughæf vegna bilunar

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur ekki verið flughæf síðan fyrir helgi vegna smávægilegrar bilunar í skjá á flugstjórnarklefanum. Stefnt er að því að viðgerð ljúki á morgun. 

Innlent

Að­eins annar kassinn af tveimur með at­kvæðum skilaði sér

Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum.

Innlent

Bárðarbunga skelfur, vopna­hlé og hjólaskautaat

Öflugasta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Óvissustigi var í kjölfarið lýst yfir. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, mætir í myndver og fer yfir líklega þróun mála.

Innlent

Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn

Vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, virkjað viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu eða norðan Vatnajökuls. 

Innlent

Ógeðfelldum að­ferðum lýst í á­kæru á hendur þremur

Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir alvarlega frelsissviptingu í Vatnagörðum í Reykjavík í janúar árið 2023. Mönnunum er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt hrottalegu ofbeldi, líkamlegu sem og kynferðislegu. Einn mannanna er til að mynda ákærður fyrir að reka rassinn ítrekað í andlit fórnarlambsins og segja við það „sleiktu þetta“ og „kysstann“.

Innlent

Berg­þór á­fram þing­flokks­for­maður

Bergþór Ólason hefur verið kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins. Hann var einnig þingflokksformaður á síðasta kjörtímabili. Karl Gauti Hjaltason verður varaformaður stjórnar þingflokks og Ingibjörg Davíðsdóttir verður ritari.

Innlent

Vill veita björgunarfólkinu viður­kenningu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti og prófessor við Háskólann í Bifröst, telur einsýnt að þeir sem komu að björgunarstörfum í tengslum við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum verði heiðraðir sérstaklega fyrir framgöngu sína.

Innlent

Óvissustig vegna skjálfta í Bárðar­bungu

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð.

Innlent

Hafi ekki fengið nauð­syn­lega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana

Móðir Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur, sem var myrt af föður sínum í september, segir að feðginin hafi ætlað sér að leika sér saman með nýtt dót í Hafnarfirði daginn örlagaríka en aldrei skilað sér heim úr þeirri ferð. Enginn sem þekki föðurinn hafi búist við því að hann mynda gera dóttur sinni nokkuð, enda hafi hann elskað hana og gert allt fyrir hana.

Innlent

Ár liðið frá því hraun rann inn í Grinda­vík

Ár er liðið frá því hraun rann inn í Grindavík þann 14. janúar 2024 í öðru eldgosi hrinunnar við Sundhnúksgíga. Gosið hófst um áttaleytið um morguninn og náði hraun fyrsta húsinu í Efrahópi um fimm tímum síðar. 

Innlent

Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni

Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili.

Innlent

Ragn­heiður Torfa­dóttir er látin

Ragnheiður Torfadóttir, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, er látin, 87 ára að aldri. Hún varð rektors skólans árið 1995, fyrst kvenna, og gegndi stöðunni til ársins 2001.

Innlent