Innherji

Líf­eyris­sjóðir halda svipuðum takti í gjald­eyris­kaupum og í fyrra

Þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi aukið nokkuð við fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum yfir sumarmánuðina samhliða auknu innflæði gjaldeyris til landsins vegna mikils fjölda ferðamanna þá styrktist gengi krónunnar stöðugt á tímabilinu. Hrein gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna jukust um liðlega fimmtán prósent á fyrstu átta mánuðum ársins en flestir sjóðir eru hins vegar enn talsvert fjarri innri viðmiðum um hlutfall gjaldeyriseigna af heildareignum sínum.

Innherji

Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Land­eldi og eignast yfir helmingshlut

Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni.

Innherji

„Mun taka tíma“ að byggja upp heima­markað fyrir ó­tryggðar út­gáfur bankanna

Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum.

Innherji

„Á­þreif­an­leg ruðn­ings­á­hrif“ vegna uppgangs í ferð­a­þjón­ust­u

Uppgangur ferðaþjónustu hefur stuðlað að litlu atvinnuleysi og sett mikinn þrýsting á aðra innviði, þar með talið húsnæðismarkað þar sem meirihluti nýs starfsfólks í ferðaþjónustu kemur erlendis frá, segir Seðlabankinn. Ruðningsáhrif atvinnugreinarinnar hafa því verið „á­þreif­an­leg“ en hún hefur um leið átt mestan þátt í að stuðla að batnandi viðskiptajöfnuði. 

Innherji

Fram­leiðn­i stendur í stað og það „mun hafa á­hrif í kom­and­i kjar­a­við­ræð­ur“

Hagfræðingar segja að það sé áhyggjuefni að framleiðni á mann hafi ekki vaxið undanfarin ár og benda á að sú fjölgun starfa á vinnumarkaði sem hafi orðið sé að stórum hluta lágframleiðnistörf. Þessi staða mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræðum, að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem varar við því að með sama framhaldi verði ekki innstæða fyrir auknum lífsgæðum.

Innherji

Blackrock eignast yfir fimmtungs­hlut eftir niður­fellingu á milljarða skuldum

Bandaríski sjóðastýringarrisinn BlackRock eignaðist meira en fimmtungshlut af útgefnu almennu hlutafé Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, gegn eftirgjöf skulda upp á nærri fjóra milljarða þegar endurskipulagning á fjárhag íslenska fyrirtækisins var kláruð í sumar. BlackRock er í hópi ráðandi hluthafa sem geta beitt neitunarvaldi ef til stendur meðal annars að selja fyrirtækið eða gefa út nýja hluti sem verðmetur það á undir jafnvirði 25 milljarða króna.

Innherji

Metur Amaroq á 36 milljarða og segir fé­lagið vera í „ein­stakri stöðu“

Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024.

Innherji

Aukinn vaxta­munur hefur ekki ýtt undir inn­flæði fjár­magns í ríkis­bréf

Miklar hækkanir á vöxtum Seðlabankans vegna þrálátrar verðbólgu og mikilla verðbólguvæntinga hefur valdið því að skammtímavaxtamunur Íslands gagnvart stærstu myntsvæðum heimsins hefur sjaldan verið meiri um langt skeið. Þrátt fyrir að vaxtamunurinn hafi meðal annars liðlega tvöfaldast á móti Bandaríkjunum frá áramótum hefur það ekki haft í för með sér innflæði fjármagns í ríkisbréf svo neinu nemur. 

Innherji

„Sterk rök“ fyrir því að láns­hæfis­mat ríkisins muni hækka frekar á næstunni

Fjármála- og efnahagsráðherra tekur undir með meðal annars seðlabankastjóra og bankastjóra Arion banka um færa megi fyrir því gild rök að lánshæfismat ríkissjóðs sé lægra en við ættum skilið miðað við styrk hagkerfisins og Ísland njóti þar ekki „sannmælis“ sé litið til samanburðar við aðrar þjóðir. Fjölbreyttari útflutningsstoðir og sá viðnámsþróttur sem hagkerfið hefur sýnt eftir faraldurinn gefur væntingar um að lánshæfieinkunn ríkisins muni hækka enn frekar á næstunni.

Innherji

Eyr­­ir færð­­i sprot­­a­fj­ár­­fest­­ing­­ar nið­­ur um millj­arð­a eft­ir erf­itt ár á mörk­uð­um

Eignasafn Eyris Invest, eitt stærsta fjárfestingafélagsins landsins, tengt sprotafyrirtækjum var fært niður fyrir samtals á fimmta milljarð króna á liðnu ári samhliða því að markaðsaðstæður og fjármögnunarumhverfi versnaði verulega. Nýtt stjórnendateymi tók við stýringu eignasafnsins í sumar en það er yfir níu milljarðar króna að stærð.  

Innherji

Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verð­bólgunni

Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan.

Innherji

Kvika ræðst í hag­ræðingu og segir upp á annan tug starfs­manna

Innan við einum mánuði eftir innkomu Ármanns Þorvaldssonar sem nýs bankastjóra Kviku hefur bankinn ráðist í uppsagnir þvert á svið samstæðunnar. Stöðugildum innan bankans var þannig fækkað um liðlega fjögur prósent í aðgerðum dagsins í dag sé tekið mið af heildarstarfsmannafjölda félagsins, samkvæmt upplýsingum Innherja. 

Innherji

Klárar sína fyrstu fjár­festingu með kaupum á 40 prósenta hlut í KAPP

Sjóðurinn IS Haf, sem fjárfestir í haftengdri starfsemi, hefur gengið frá kaupum á 40 prósenta eignarhlut í tæknifyrirtækinu KAPP og mun sömuleiðis leggja félaginu til aukið hlutafé til frekari vaxtar. Þetta er fyrsta fjárfesting sjóðsins, sem er um tíu milljarðar að stærð og að stærstum hluta í eigu ÚR, Brim og lífeyrissjóða, en stjórnendur hans telja umtalsverð vaxtartækifæri vera til staðar fyrir íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi.

Innherji

Afturkippur í verðlagningu hlutabréfa

Eftir að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar var byrjuð að vera betur verðlögð miðað við hagnað þeirra félaga sem standa að baki henni, borið saman við ávöxtunarkröfu ríkisbréfa, þá hefur hún tekið afturkipp á síðustu tveimur mánuðum.  

Umræðan

Vilja fella niður margar tak­markanir á fjár­festingar­heimildum líf­eyris­sjóða

Seðlabankastjóri tekur undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um að rétt sé að afnema margar af þeim magnbundnu takmörkunum sem gilda um íslensku lífeyrissjóðanna, eins og meðal annars hámark á eignarhald í einstökum félögum, samhliða auknu eftirliti með starfsemi þeirra og bættri áhættustýringu. Starfshópur sem vinnur að grænbók um lífeyrissjóðakerfið er nú með til skoðunar að leggja til slíkar breytingar.  

Innherji

Sam­keppnis­laga­brot skipa­fé­laganna, bóta­á­byrgð og evrópska skaða­bóta­til­skipunin

Það er ekki nóg að íslenskir ráðamenn fordæmi meint samkeppnislagabrot skipafélaganna, heldur þurfa þeir að sýna í verki að þeir taki hagsmuni neytanda og smærri fyrirtækja fram yfir hagsmuni stórfyrirtækjanna sem sífellt gerast brotleg við lög. Það verður helst gert með því eyða óvissu um réttarstöðu tjónþola í samkeppnislagabrotum og innleiða evrópsku skaðabótatilskipunina nr. 2014/104, að mati tveggja lögmanna.

Umræðan

Bók­sal tapaði 1,6 milljarði eftir að hafa selt stöður sínar í hluta­bréfum

Fjárfestingafélagið Bóksal, sem var um skeið umsvifamikið á innlendum hlutabréfamarkaði, losaði um nær allar stöður sínar í skráðum félögum á liðnu ári samhliða því að greiða upp um fimm milljarða króna skuld við lánastofnanir. Félagið, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, tapaði tæplega 1,6 milljarði króna á árinu 2022. 

Innherji