Innherji

„Við eigum talsvert af tekjum inni,“ segir forstjóri Kaldalóns

Kaldalón mun ekki afla nýs hlutafjár samhliða skráningu á Aðallista Kauphallarinnar miðað við markaðsvirði félagsins í dag. „Það er alveg skýrt. Það mun þó ráðast af markaðsaðstæðum á þeim tíma sem félagið færir sig yfir hvort sótt verður nýtt hlutafé og hve mikið,“ segir forstjóri fasteignafélagsins.

Innherji

Þeir sem velj­i auk­­ið frels­­i í við­b­ót­­ar­líf­­eyr­­is­­sparn­­að­­i beri auk­­inn kostn­­að

Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða og sjóðastýringar fagna því að fjármála- og efnahagsráðherra sé að skoða leiðir til að auka valfrelsi fólks í viðbótarlífeyrissparnaði. Breytingar geta aukið áhuga fólks á fjárfestingum og lífeyrissparnaði. Sjóðfélagar sem vilja meira frelsi við að stýra sínum viðbótarsparnaði þurfa væntanlega að bera af því meiri kostnað en sjóðfélagar í hefðbundnum ávöxtunarleiðum.

Innherji

Akta tapar 50 milljónum sam­tímis því að eignir í stýringu minnka um fimmtung

Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið með tæplega 50 milljóna króna tapi á fyrri árshelmingi en eignir í stýringu minnkuðu um liðlega fimmtung samhliða erfiðum aðstæðum á mörkuðum og áframahaldandi innlausnum fjárfesta í helstu fjárfestingasjóðum í rekstri fyrirtækisins. Kaup Akta sjóða á eigin bréfum á tímabilinu verðmeta félagið á liðlega einn og hálfan milljarð króna.

Innherji

Grein­­and­­i gagn­r­ýn­­ir Ís­lands­b­ank­­a fyr­­ir lé­­leg­­a upp­­­lýs­­ing­­a­­gjöf við sekt FME

Hlutabréfagreinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir að hafa ekki upplýst markaðinn fyrr hve alvarlegum augum Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) leit brot bankans í tengslum við sölu á eigin bréfum. Þá hefði Jakobsson Capital lagt aukið álag á ávöxtunarkröfu Íslandsbanka – sem stuðlar að lægra verðmati – við upphaf árs.

Innherji

Al­vot­ech með nýja um­sókn til FDA um markaðs­leyfi fyrir sitt stærsta lyf

Verulegur samdráttur varð í sölutekjum Alvotech á öðrum fjórðungi ársins, sem námu um sjö milljónum Bandaríkjadala, borið saman við tekjur fyrsta ársfjórðungs en íslenska líftæknilyfjafélagið hætti meðal annars samstarfi sínu við STADA á tímabilinu. Alvotech hefur skilað inn endurnýjaðri umsókn til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta hliðstæðulyf sem það væntir að verði komið á markað vestanhafs í ársbyrjun 2024.

Innherji

For­stjór­i Kvik­u mun ekki hafa frum­kvæð­i að sam­ein­ing­u við stór­an bank­a

Nýr bankastjóri Kviku hefur ekki hug á því að endurvekja samrunaviðræður við Íslandsbanka og telur að sameining við einn af stóru bönkunum myndi kalla á yfirtökuálag fyrir hluthafa Kviku miðað við núverandi markaðsgengi eigi það að vera raunhæfur kostur, segir hann í viðtali við Innherja. Bankinn mun í framhaldinu jafnframt ekki eiga frumkvæði að því að skoða viðræður við Arion eða VÍS en forstjóri Kviku segist vilja fara í öfluga samkeppni við stóru viðskiptabankanna.

Innherji

Guð­mundur Fer­tram fjár­festir í Colop­last fyrir um 700 milljónir

Forstjóri og stofnandi Kerecis mun kaupa bréf í Coloplast fyrir nálægt 700 milljónir íslenskra króna að markaðsvirði samhliða hlutafjáraukningu sem alþjóðlegi heilbrigðisrisinn hefur boðað til í tengslum við kaupin á íslenska fyrirtækinu. Á morgun, síðasta dag ágústmánaðar, verða jafnvirði um 150 milljarðar króna greiddir út í erlendum gjaldeyri til hluthafa Kerecis. 

Innherji

Verð­bólgu­á­lagið á markaði rýkur upp eftir ó­vænta hækkun verð­bólgunnar

Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp í morgun eftir birtingu hagtalna sem sýndu að vísitala neysluverðs hefði hækkað nokkuð meira í ágústmánuði en spár greinenda gerðu ráð fyrir. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til viðvarandi hárra verðbólguvæntinga og nefndi seðlabankastjóri að það skipti öllu máli fyrir framahaldið að ná þeim niður.

Innherji

Sjó­vá dregið úr vægi skráðra hluta­bréfa um fjórðung á árinu

Eftir að hafa selt skráð hlutabréf fyrir á fjórða milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins hefur vægi þeirra ekki verið minna sem hlutfall af eignasafni Sjóvá um árabil. Tryggingafélagið bætti við sig í Arion fyrir nærri hálfan milljarð á öðrum fjórðungi samhliða því að það seldi fyrir sambærilega upphæð í Íslandsbanka.

Innherji

Nýr bankastjóri Kviku kaupir í félaginu fyrir 34 milljónir

Ármann Þorvaldsson, sem var ráðinn bankastjóri Kviku í síðustu viku, hefur keypt bréf í bankanum fyrir jafnvirði tæplega 34 milljónir króna. Hlutabréfaverð Kviku hefur verið undir þrýstingi til lækkunar um langt skeið og er niður um nærri 20 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Innherji

Vaðlaheiðagöng töpuðu 1,3 milljarði vegna hárra fjármagnsgjalda

Há fjármagnsgjöld leiddu til þess að Vaðlaheiðargöng voru rekin með miklu tapi í fyrra. Félagið þarf að greiða að lágmarki tvisvar á ári allt laust fé umfram 50 milljónir króna inn á verðbættan höfuðstól láns, samkvæmt viðauka við lánasamning sem gerður var síðasta sumar þegar fjárhagur þess var endurskipulagður og eignarhaldið færðist nær alfarið í hendur ríkisins.

Innherji

„Skref í rétta átt“ en þarf meira að­hald til að ná niður verð­bólgu­væntingum

Þótt boðaðar aðgerðir fjármála- og efnahagsráðherra um aukið aðhald í ríkisrekstrinum á komandi ári, sem nemur samtals um sautján milljörðum króna, séu jákvæðar þá eru þær ólíklega að hafa einhver áhrif til lækkunar á verðbólguvæntingum, að sögn sjóðstjóra á skuldabréfamarkaði. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma en þær hafa lítið lækkað að undanförnu. 

Innherji

„Heppi­legast“ að gjald­eyris­markaðurinn taki við met­inn­flæði vegna sölu á Kerecis

Ekki er hægt að útiloka að Seðlabankinn muni þurfa að koma að kaupum á hluta þess mikla gjaldeyris sem kemur til landsins við söluna á Kerecis, að sögn seðlabankastjóra, en reikna má með að íslenskir fjárfestar muni á næstu dögum fá um eða yfir 100 milljarða greidda til sín. Hann hefur samt „fyllstu trú“ á því að gjaldeyrismarkaðurinn muni geti tekið á móti innflæðinu án aðkomu bankans.

Innherji

Fyrir­tækin sækja í verð­tryggð lán sam­hliða hækkandi vaxta­stigi

Útlánavöxtur til atvinnulífsins er núna í auknum mæli borinn uppi af verðtryggðum lánum samhliða hækkandi vaxtastigi en ásókn fyrirtækja í slík lán hefur ekki verið meiri um langt skeið. Eftir vísbendingar um að draga væri nokkuð úr nýjum útlánum til fyrirtækja jukust þau talsvert að nýju í liðnum mánuði.

Innherji

Arnar­lax boðar skráningu í Kaup­höllina síðar á árinu

Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða.

Innherji

Skilur gagn­rýnina en Seðla­bankinn þurfi að ná niður háum verð­bólgu­væntingum

„Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð.

Innherji