Innherji
Norski olíusjóðurinn seldi stóran hluta eigna sinna í íslenskum ríkisbréfum
Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, seldi nærri helming allra skuldabréfa sem hann átti á íslenska ríkið á liðnu ári á sama tíma og hann jók talsvert við stöðu sína í skuldabréfum á bankanna hér á landi. Verðbréfaeign sjóðsins á Íslandi, sem nemur jafnvirði um 30 milljarðar króna, hélst nánast óbreytt á milli ára.
Seðlabankastjóri segir þörf á betri upplýsingum um gjaldeyrismarkaðinn
Unnið er að því hjá Seðlabankanum að reyna afla ítarlegri og betri upplýsinga um heildarviðskipti á gjaldeyrismarkaði, að sögn seðlabankastjóra, og viðurkennir að bankinn hafi „ekki nægjanlega“ góða yfirsýn yfir þann markað. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs líkir gjaldeyrispörun innan viðskiptabankanna við „stærstu skuggabankastarfsemi landsins“ og segir umfang lífeyrissjóða á gjaldeyrismarkaði minna en af er látið.
Haraldur Yngvi ráðinn til að stýra fjárfestingum TM
Haraldur Yngvi Pétursson, sem hefur um langt árabil starfað við eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka, hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri TM, dótturfélags Kviku banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Ráðning hans kemur í kjölfar þess að Ásgeir Baldurs, sem hefur stýrt fjárfestingum tryggingafélagsins frá 2021, lét af störfum fyrr á árinu.
Fjölmiðlar þurfa áskriftartekjur, ekki ríkisstyrki
Margir hafa dregið rangan lærdóm af gjaldþroti Fréttablaðsins. Lausnin er einföld og margreynd. Það mun hvorki bjarga fjölmiðlum að ríkisstyrkja þá í meira mæli né taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Rekstrarvandi fjölmiðla verður einungis leystur með vitundarvakningu á meðal landsmanna. Fólk þarf að borga fyrir fréttir. Sú leið er þrautreynd. Á blómaskeiði fjölmiðla var greitt fyrir þjónustuna.
Lárus Welding hefur störf hjá Stoðum
Lárus Welding hefur verið ráðinn rekstrarstjóri (COO) fjárfestingafélagsins Stoða, í stað Júlíusar Þorfinnssonar, samkvæmt heimildum Innherja. Lárus hefur komið víða við í viðskiptum en þekktastur er hann fyrir að hafa verið forstjóri Glitnis banka á árunum 2007 til 2008.
Niðurfærsla á íbúðabréfum dró verulega niður afkomu VR í fyrra
Rúmlega fimm prósenta neikvæð nafnávöxtun var af um 13 milljarða króna verðbréfasafni VR á síðasta ári sem varð þess valdandi að heildarafkoma stéttarfélagsins var undir núllinu. Þar munaði talsvert um að VR var með um fjórðung allra verðbréfaeigna sinna í íbúðabréfum sem þurfti að færa nokkuð niður að markaðsvirði eftir að stjórnvöld boðuðu síðasta haust að ÍL-sjóður yrði settur í slitameðferð náist ekki samninga við kröfuhafa um uppgreiðslu skulda hans.
Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði
Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót.
Bankarnir gefa ekki út AT1-bréf í bráð eftir yfirtökuna á Credit Suisse
Markaðurinn með svokölluð AT1-skuldabréf í Evrópu er laskaður eftir yfirtöku bankans UBS á Credit Suisse. Íslensku viðskiptabankarnir munu því ekki geta nýtt, að minnsta kosti ekki í bráð, það svigrúm sem þeir hafa til að gefa út AT1-bréf en þau gera bönkum meðal annars kleift að ná fram hagkvæmari skipan eigin fjár.
Arctica hagnaðist um 420 milljónir þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður
Þóknanatekjur Arctica Finance jukust um liðlega 14 prósent á árinu 2022, sem einkenndist af erfiðum markaðsaðstæðum þar sem bæði hlutabréf og skuldabréf lækkuðu í verði, og námu samtals 1.222 milljónum króna. Þá jókst hagnaður verðbréfafyrirtækisins talsvert á milli ára og var afkoman sú næst besta í sögu þess.
Lánastarfsemi Símans gæti orðið „eins og sparisjóður að stærð“
Útlánastarfsemi er orðin það stór þáttur í rekstri Símans að ekki er hægt að líta fram hjá honum lengur og haldi vöxturinn áfram gæti starfsemin nálgast það að verða „eins og sparisjóður að stærð“ eftir nokkur ár.
Sjóvá skilaði sínu þrátt fyrir að ytri aðstæður væru þær verstu í áratugi
Sjóvá er kannski „ekkert sérlega töff“ en það skilaði sínu árið 2022, þrátt fyrir að ytri aðstæður á tryggingarmarkaði voru þær verstu í áratugi. Þjóðfélagið tók við sér að krafti, verðbólgan var á hvínandi siglingu, segir í hlutabréfagreiningu.
Ganga mátti lengra í fjármálaáætlun til að vinna bug á verðbólgu
Almennt var búist við umfangsmeiri breytingum á nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hægt væri að ganga lengra í aðhaldi til að vinna bug á verðbólgunni og þenslunni. Fjármálaáætlun mun ekki hafa áhrif á verðbólguhorfur til skamms tíma, segja viðmælendur Innherja.
Ice Fish Farm stefnir á að sækja 6,5 milljarða króna í aukið hlutafé
Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm á Austfjörðum hyggst sækja jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna í aukið hlutafé. Núverandi hluthafar, þar á meðal tvö íslensk félög, munu leggja til bróðurpart fjárhæðarinnar.
Kurr meðal hluthafa Nova sem sýndu Hugh Short reisupassann
Óánægju gætti með störf Hugh Short sem var stjórnarformaður Nova þar til að hluthafar kusu hann úr stjórn með afgerandi hætti í gær. Sagt er að hann hafi ekki rækt hlutverk sitt sem skyldi.
Farið að hægja á miklum verðhækkunum á matvöru frá birgjum
Farið er að hægja á verðhækkunum frá birgjum, að sögn heildsala og smásala á matvörumarkaði, en ástandið er þó enn afar krefjandi og borið hefur á verðhækkunum frá innlendum framleiðslufyrirtækjum á undanförnum vikum vegna nýrra kjarasamninga. Vísbendingar eru um að lækkandi hrávöruverð á heimsmarkaði hafi ekki enn skilað sér í lægra innkaupverði.
Stjórnarformaður og annar stærsti hluthafi Nova felldur í kjöri til stjórnar
Hugh Short, stjórnarformaður Nova, hlaut ekki brautargengi í kosningu til stjórnar fjarskiptafélagsins á aðalfundi sem lauk fyrir skemmstu, samkvæmt heimildum Innherja, þrátt fyrir að hafa verið á meðal þeirra fimm einstaklinga sem tilnefningarnefnd hafði mælt með.
Festi skoðar sölu á 60 prósenta hlut sínum í Olíudreifingu
Festi, sem meðal annars er móðurfélag N1, skoðar nú hvort selja eigi 60 prósenta hlut sinn í Olíudreifingu. Að sögn stjórnenda Festi er um að ræða „frumskoðun á framtíðareignarhaldi“ félagsins, sem er undir ströngum skilyrðum af hálfu Samkeppniseftirlitsins, en eftirstandandi hlutur er í eigu Olís.
„Sviss norðursins“ ekki lengur hrósið sem það áður var
Íslenska hagkerfið fékk gæðastimpil í maí 2022 þegar yfirfjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfélags Evrópu, sagði telja að Ísland gæti í framtíðinni orðið þekkt sem „Sviss norðursins.“
Verðbólguálagið togast niður og um leið væntingar um topp vaxtahækkana
Snörp gengisstyrking krónunnar síðustu daga, meðal annars drifin áfram af fjármagnsinnflæði, og væntingar um að verðbólgan sé búin að toppa hefur togað verulega niður verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og um leið aukið trúverðugleika Seðlabankans í aðgerðum sínum. Þótt óvissan um framhaldið sé enn mikil, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði, þá gera fjárfestar nú ráð fyrir að vaxtahækkunarferli bankans ljúki fyrr en áður var talið.
Rafkrónan yrði mögulega öflugasta tæki Seðlabankans
Áhrifin sem möguleg útgáfa rafkrónu getur haft á peningastefnu Seðlabankans geta verið allt frá því að vera óveruleg upp í að rafkrónuna verði helsti farvegurinn fyrir miðlun peningastefnunnar. Lykilspurningin er hvort rafkrónan muni bera jákvæða vexti en afstaða Seðlabankans til þess er varfærin enda gæti það haft í för með sér „varanlega tilfærslu fjármagns“ frá viðskiptabönkum yfir til Seðlabankans og dregið þannig úr útlánagetu bankanna.
Stilla upp ráðgjöfum fyrir viðræður um stærsta samruna Íslandssögunnar
Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins.
„Feigðarflan“ að toga tilnefningarnefndir fjær hluthöfum
Það er feigðarflan að toga tilnefningarnefndir fjær hluthöfum, sagði reyndur stjórnarmaður. Ráðgjafi á sviði stjórnarhátta velti því upp hvort það væri óvinnandi fyrir tilnefningarnefndir að stilla upp góðri stjórn. Yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs hugnast ekki að stjórnarmenn sitji í tilnefningarnefndum.
Íslensk félög með innlán upp á hundruð milljóna í SVB þegar bankinn féll
Nokkur íslensk fyrirtæki áttu innistæður, sem námu að lágmarki nokkur hundruðum milljóna króna, í Silicon Valley Bank (SVB) þegar bankinn varð gjaldþrota fyrr í þessum mánuði. Miklar hræringar á alþjóðlegum bankamarkaði hafa orðið til þess að íslensk fyrirtæki hafa flutt gjaldeyrisinnistæður frá erlendum bönkum yfir til íslensku bankanna á undanförnum dögum og vikum.
Sinnuleysi í skólamálum
Tryggja þarf að fleiri drengir fái notið sín í skóla og auka þannig möguleika þeirra á að blómstra í lífi og starfi á fullorðinsárum. Það liggur í hlutarins eðli að nemendur sem hætta í framhaldsskóla sækja sér síður háskólamenntun.
Vill „rífa í handbremsuna“ og koma einmana seðlabankastjóra til hjálpar
Formaður Viðreisnar leggur til ráðningarbann hjá hinu opinbera til að koma böndum á verðbólgu og talar fyrir útgjaldareglu ríkisins svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Hún segir Viðreisn hafa lengi bent á að útgjöld ríkissjóðs væru of mikil en ekki sé hægt að breyta fortíðinni. Nú þurfi allir að leggjast á árarnar til að draga úr hallarekstri ríkissjóðs - þingheimur og vinnumarkaður. Ekki sé hægt að skilja seðlabankastjóra einan eftir í súpunni.
Reynslumestu miðlarar Íslenskra verðbréfa hverfa á brott
Þrír reynslumestu verðbréfamiðlarar Íslenskra verðbréfa (ÍV) eru að hætta störfum en í þeim hópi er meðal annars yfirmaður markaðsviðskipta félagsins til margra ára.
Inngrip seðlabanka - eru einhver takmörk?
Nú standa erlendir seðlabankar á milli steins og sleggju með það hvernig þeir bregðast við því ástandi sem upp er komið. Munu þeir leggja áherslu á að bjarga bankakerfinu með björgunaraðgerðum eða munu þeir sýna áframhaldandi aðhald til að ná tökum á verðbólgu og skapa þá mögulega fleiri vandamál í skuldsettu kerfi?
Forstjóri Brims gagnrýnir „lýðskrum“ í umræðu um sjávarútveg
Forstjóri og aðaleigandi Brims, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir „málsmetandi aðila kynda undir öfund og óánægju í garð sjávarútvegs á fölskum forsendum“ en gagnrýnin er sett fram á sama tíma og stjórnvöld vinna nú að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hann rifjar upp að bætt afkoma Brims megi rekja til umdeildra ákvarðana sem voru teknar fyrir fáeinum árum, sem varð til þess að Gildi seldi allan hlut sinn, og lærdómurinn af því sé að „ekki er allaf rétt að forðast ágreining.“
Öfugsnúin ríkisfjármál koma illa niður á þjóðarbúinu
Faraldurinn er að baki en eftir situr allur sá heljarinnar óþarfi sem hefur safnast fyrir í kerfinu á undanförnum þremur árum.
„Okkar stærsta áhætta“ við orkuskipti að fá ekki leyfi fyrir flutningslínum
Forstjóri Landsnet segir að það sé „okkar stærsta áhætta“ við að ná markmiðum um orkuskipti að fyrirtækið nái ekki að ljúka við stærstu flutningslínurnar því þær komist ekki í gegnum leyfisferli. Hann hvetur alla að málinu komi til að bæta ferlið og tryggja að það fái farsælan endi.