Innherji
Pyrrhosarsigur Sólveigar Önnu
Sólveig Anna Jónssdóttir verður formaður Eflingar á ný eftir að hafa tryggt sér nauman meirihluta atkvæða í nýafstöðnu stjórnarkjöri. Hún kemur löskuð út úr hatrammri kosningabaráttu og umboð hennar er mun veikara heldur en það var fyrir fjórum árum síðan. Þetta var sannkallaður Pyrrhosarsigur.
Einingakostnaður Icelandair talsvert hærri en spá félagsins fyrir útboðið
Nokkrar af helstu lykiltölunum í ársuppgjöri Icelandair Group voru undir þeim markmiðum sem sett voru fram í fjárfestakynningunni sem flugfélagið útbjó fyrir hlutafjárútboðið 2020. Einingakostnaður félagsins, helsti mælikvarðinn á samkeppnishæfni flugfélaga, reyndist 15 prósentum hærri en spá.
Kristrún og framtíðin
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er um þessar mundir á ferð og flugi um landið og heldur opna fundi með fólki í þeirra heimabyggð.
Síminn segir framtíð RÚV betur borgið utan samkeppnismarkaðar
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins leggur aftur fram frumvarp um að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Síminn fagnar framkomu málsins í umsögn og segir ánægjulega afleiðingu þess að hið opinbera fari af samkeppnismarkaði verði betra ríkisútvarp. „Ríkisútvarp þar sem dagskrárákvarðanir verða loks teknar af dagskrárstjóra en ekki auglýsingadeild.”
Að blekkja gegn betri vitund
Viðskiptaráðherra væri nær að huga að því að bæta samkeppnisstöðu íslensks fjármálakerfis, sem gæti skilað sér í minnkandi vaxtamun, í stað þess að boða aðgerðir sem allt í þrennt leiða til verri lánakjara, rýra virði eignarhluta ríkisins í bönkunum og vinna gegn peningastefnunni á verðbólgutímum.
Reitir greina hótelmarkaðinn áður en samstarfið við Hyatt verður tekið lengra
Fasteignafélagið Reitir bíður eftir ýtarlegri skýrslu um stöðu íslenska hótelmarkaðarins áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í þróun á gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Enn er í gildi samkomulag við alþjóðlegu hótelkeðjuna Hyatt Hotels Corporations um opnun á hóteli undir merki keðjunnar. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Reita í morgun.
Fjárfestar róast eftir ólgusaman morgun í Kauphöllinni
Áhyggjur af mögulegum átökum í Úkraínu settu svip á evrópsk hlutabréf í morgun og fór Kauphöllin ekki varhluta af verðlækkunum. Miklar lækkanir gengu þó að nokkru leyti til baka þegar jákvæðar fréttir bárust úr austri.
Daníel hættur hjá Landsbankanum, stýrt hagfræðideild bankans frá 2010
Daníel Svavarsson, sem hefur verið forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans frá árinu 2010, hefur hætt störfum hjá bankanum.
Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána
Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði.
Kortavelta Íslendinga ekki aukist minna í meira en ár, netverslun þrefaldast frá 2020
Heildarkortavelta Íslendinga innanlands nam rúmum 66 milljörðum króna í janúar á þessu ári og jókst um 3,4 prósent frá sama tímabili árið áður miðað við breytilegt verðlag. Er þetta minnsti vöxturinn á milli ára frá því í október 2020.
Rekstur borgarinnar háður arðgreiðslum dótturfyrirtækja
Rekstur Reykjavíkurborgar eru háður því að borgin fái arðgreiðslur frá fyrirtækjum í eigu borgarinnar, svo sem Orkuveitu Reykjavíkur, malbikunarstöðinni Höfða og öðrum fyrirtækjum.
Vill selja yfir 15 prósenta hlut í Íslandsbanka í næsta áfanga
Bankasýsla ríkisins, sem heldur utan um eftirstandandi 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, mun stefna að því að selja að lágmarki svo stóran hlut í næsta áfanga söluferlisins á komandi vikum að eignarhald íslenska ríkisins fari niður fyrir helmingshlut í bankanum, samkvæmt heimildum Innherja.
Um „ofurhagnað“ bankanna
Verðum við ekki að ætlast til þess að viðskiptaráðherra viti að raunvextir í landinu eru í dag neikvæðir, þannig að nú á sér stað stórfelld yfirfærsla sparifjár frá sparifjáreigendum til lántakenda.
Útboð og skráning Íslandsbanka kostaði ríkissjóð yfir 1.700 milljónir
Beinn kostnaður íslenska ríkisins við skráningu og hlutafjárútboð Íslandsbanka um mitt síðasta ár nam 1.704 milljónum króna, að stærstum hluta vegna söluþóknunar til fjölda erlendra og íslenskra ráðgjafa. Kostnaðurinn jafngilti um 3,1 prósenti af söluandvirðinu en ríkið seldi 35 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmlega 55 milljarða króna.
Dagur í lífi Helgu Völu: Fjölskyldukona og forfallinn körfuboltaunnandi
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar elskar að vera í kringum fólk en er líka dálítið prívat að eigin sögn. Hún er mikil fjölskyldukona og finnst starf sitt einstaklega skemmtilegt. Hún segir körfuboltann vera drottningu íþróttanna og hraður leikurinn henti hennar öra eðli einkar vel.
Seðlabankinn hlýtur „aðeins að naga sig í handabökin að hafa lækkað vexti svona mikið“
Seðlabankinn hlýtur að naga sig í handabökin yfir því að hafa lækkað vexti mjög skart í upphafi faraldursins vorið 2020. Þó má segja að lækkunin hafi verið eðlileg þar sem flestir gerðu ráð fyrir því að efnahagslegar afleiðingar faraldursins yrðu mun verri og vara lengur heldur raunin var.
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í S4S, metið á um fjóra milljarða
Nýr sjóður í stýringu Landsbréfa, Horn IV, hefur gengið frá kaupum á 22 prósenta hlut í fata- og útivistarsamstæðunni S4S, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Ellingsen, Steinars Waage og AIR. Fyrirtækið velti meira en fjórum milljörðum króna á árinu 2020.
Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!”
Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast.
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar
Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík.
Lífeyrissjóðir hafa bætt 6 prósentum við hlut sinn í Íslandsbanka
Lífeyrissjóðir hafa bætt töluvert við hlut sinn í Íslandsbanka frá hlutafjárútboði bankans í júní á síðasta ári en á sama tíma hefur hlutdeild erlendra fjárfesta í bankanum minnkað. Þetta má lesa úr skýrslu fjármálaráðherra um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, sem var lögð fyrir Alþingi.
Stjórnardeilur valda „rekstrarrofi“ á skrifstofu kjarafélags viðskiptafræðinga
Allir starfsmenn á skrifstofu Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH), sem samanstendur af 1700 félagsmönnum, hafa sagt upp störfum og fram undan er rekstrarrof á skrifstofunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu kjarafélagsins sem Ásta Leonhardsdóttir, varaformaður KVH og stjórnarmaður í Bandalagi háskólamanna, er skrifuð fyrir.
Fjölgun í stjórn Nova og Hrund kemur ný inn
Fjarskiptafélagið Nova hefur fjölgað stjórnarmönnum sínum úr þremur upp í fimm samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi nýlega til fyrirtækjaskrár.
Fjármálaráðherra gefur grænt ljós á frekari sölu á Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65 prósenta eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar.
Aðgerðir og aðhald
Í gær birtist frétt með fyrirsögninni „Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum“ þar sem fram kom að seðlabankastjóri væri „ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn“.
Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur.
Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum
Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag.
Sigmar sakar Sjálfstæðisflokkinn um efnahagslegt metnaðarleysi
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði vaxtahækkanir og hækkandi afborganir almennings af húsnæðislánum sínum að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu í dag og sakaði Sjálfstæðisflokkinn um efnahagslegt metnaðarleysi.
Einar Þorsteinsson líklegastur til að leiða Framsókn í Reykjavík
Uppstillingarnefnd Framsóknarflokksins stendur í ströngu um þessar mundir að raða upp á lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Forstjóri Veritas fékk flest atkvæði í stjórnarkjöri Viðskiptaráðs
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, fékk flest atkvæði, samkvæmt heimildum Innherja, í stjórnarkjöri Viðskiptaráðs Íslands.
Nýtt verðmatsgengi Icelandair tæplega 40 prósentum hærra en markaðsgengið
Verðmatsgengi Icelandair samkvæmt nýju verðmati Jakobsson Capital, sem Innherji hefur undir höndum, er 2,93 krónur á hlut og er því um 36 prósentum yfir markaðsgengi. Það hækkar um 18 prósent frá fyrra verðmati.