Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Útlit er fyrir hægviðri eða hafgolu á landinu í dag þar sem verður bjart með köflum, en dálitlir skúrir á stöku stað. Veður 4.7.2025 07:15
Skúrir á víð og dreif Úrkomusvæði gekk yfir landið og því rigndi nokkuð víða í gærkvöldi og í nótt. Vindur verður með hægasta á móti. Veður 3.7.2025 07:11
Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Lægð á Grænlandshafi nálgast landið í dag og má gera ráð fyrir að áttin verði suðlæg. Víða verður gola eða kaldi og rigning með köflum sunnan- og vestanlands. Veður 2.7.2025 07:09
Skýjað og væta í flestum landshlutum Í dag verður austlæg eða breytileg vindátt frá þremur til tíu metra sekúndu. Búast má við einhverri vætu í flestum landshlutum. Hlýjast verður á Vesturlandi þar sem hitinn gæti náð upp í fimmtán stig. Veður 24.6.2025 06:20
Áfram hlýjast á Vesturlandi Útlit er fyrir norðaustlægri átt og víða golu og rigningu með köflum. Úrkomuminna verður á Suður- og Vesturlandi. Áfram verður hlýjast á Vesturlandi. Veður 23.6.2025 06:13
Hlýjast á Vesturlandi Skammt suður af landinu er lægð sem er á leið til austurs. Austan og norðaustan stinningskaldi verður í dag auk úrkomu á köflum. Smáskúrir verða á suðvestur- og vesturhluta landsins. Veður 22.6.2025 08:45
Gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir á Suður- og Suðausturlandi í dag. Veður 21.6.2025 07:42
Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt í dag þar sem verður skýjað með köflum, lítilsháttar skúrir á víð og dreif og milt veður. Það verður heldur léttara yfir á suðaustanverðu landinu þar sem hiti getur náð að 17 stigum í dag þegar best lætur. Veður 20.6.2025 07:09
Bætir í úrkomu í kvöld Smálægð nálgast nú landið úr suðvestri og má reikna með fremur hægri suðlægri átt í dag og víða skýjuðu veðri með stöku skúrum, einkum síðdegis. Veður 19.6.2025 07:17
Rigning eða súld um landið allt Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, hvassast við suðurströndina. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að grunn smálægð komi til landsins skammt norður af Húnaflóa. Það verður dálítil rigning eða súld um landið vestanvert og síðdegisskúrir austantil. Hiti verður á bilinu sjö til 16 stig, hlýjast fyrir austan. Veður 18.6.2025 06:43
Lægðardrag yfir landinu Fremur grunnt lægðardrag er yfir landinu í dag, þjóðhátíðardaginn. Áttin er vestlæg eða breytileg og víða hægur vindur, skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum. Milt er í veðri. Veður 17.6.2025 07:50
Hiti að sextán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til átta metrum á sekúndu. Reikna má með dálítilli væru norðvestantil og sömuleiðis á Suðausturlandi. Það verður skýjað að mestu og þurrt annars staðar, en sums staðar síðdegisskúrur í innsveitum norðaustanlands og á hálendinu. Veður 16.6.2025 06:48
Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Veðurfræðingur spáir breytilegri átt í dag, 3-8 m/s, og hita 6 til 18 stigum. Hlýjast verður á Vesturlandi og Vestfjörðum. Veður 15.6.2025 09:00
Allt að tuttugu stiga hiti Víða er sól í kortunum í dag og veðurfræðingar spá hita á bilinu tíu til tuttugu stig. Hlýjast verður á Suður- og Vesturlandi. Veður 14.6.2025 08:18
Að átján stigum suðvestanlands Hæð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og áttin því norðaustlæg eða breytileg, víða gola eða kaldi og bjartviðri. Einhver lágský verða þó viðloðandi fram eftir morgni á Norður- og Austurlandi. Veður 13.6.2025 07:10
Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur veðurfræðingur, segir fjögurra daga bongóblíðu í vændum á stærstum hluta landsins. Hann spáir þó blautum þjóðhátíðardegi en segir ekkert fast í hendi. Veður 12.6.2025 23:23
Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Dálítil lægð gengur nú norður yfir landið og fylgir henni væta með köflum í flestum landshlutum. Hiti á landinu verður átta til sautján stig og hlýjast á Austurlandi. Veður 12.6.2025 07:45
Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Von er á rigningu sunnantil á landinu í dag en skil lægðar sem er alllangt suður í hafi nálgast nú landið. Þurrt verður á norðanverðu landinu fram á kvöld. Veður 11.6.2025 07:25
Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir austlæga eða breytilega átt í dag, átta þrjá til átta metra á sekúndu. Það verður bjart með köflum, en líkur á skúrum síðdegis, einkum inn til landsins. Veður 10.6.2025 06:48
Bjart og milt peysuveður Bjart verður með köflum sunnan- og vestantil en búast má við lítilsháttar rigningu norðaustan- og austanlands. Lægð við Nýfundnaland heldur til norðausturs í átt að landinu og mun valda austlægari átt á morgun. Veður 9.6.2025 09:34
Glittir í endurkomu sumarsins Það glittir í endann á því hreti sem hrellt hefur landann undanfarna daga. Eftir hlýjasta maí í manna minnum kyngdi niður snjó og trampólín tókust á loft um leið og júní bar að garði. Nú sér loks í ljósið að sögn veðurfræðings. Veður 7.6.2025 11:05
Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Veðurstofan spáir fremur hægri norðlægri átt í dag, en norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á norðausturhorninu. Veður 6.6.2025 07:18
Áframhaldandi norðan strekkingur Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðan strekkingi eða allhvössum vindi en hvassviðri á sunnanverðum Austfjörðum. Veður 5.6.2025 07:09
Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Óveðrinu sem gengur yfir landið er farið að slota og það versta er yfirstaðið. Enn eru viðvaranir í gildi og nýjar taka gildi seinna í kvöld og vara fram yfir morgundaginn. Veðurfræðingur segir að þó sé svalt og blautt veður áfram í kortunum. Veður 4.6.2025 14:12