Veður

Víðast hvar þung­búið á þjóð­há­tíðar­daginn

Það er útlit fyrir hægan vind á landinu í dag. Heilt yfir verður nokkuð þungbúið á Suður- og Vesturlandi og dálítil væta gæti látið á sér kræla öðru hvoru. Á Norður- og Austurlandi ætti að verða þurrt með einhverjum sólarköflum. 

Veður

Sumar­veður fyrir sunnan en annars staðar skýjað

Í dag er spáð norðvestan og norðan 3-8 m/s. Víða skýjað og nokkuð þungbúið með smásúld eða þokumóðu á köflum og hita 7 til 12 stig. Bjartara og þurrt á Suður- og Suðausturlandi og þar gæti hiti náði upp undir 20 stig þegar best lætur.

Veður

Hlýtt í dag en vætusöm vika fram undan

Í dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt, 3-8 m/s. Víða þurrt veður og bjartir kaflar, en stöku síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla sunnanlands, en á Suður- og Suðausturlandi er spáð bjarviðri og allt að tuttugu stuiga hita. 

Veður

Blíð­viðri á Norður­landi í dag

Blíðviðri verður á Norðurlandi í dag og getur hitinn náð allt að 19 stigum. Rigning verður með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina.

Veður

Allt að á­tján stiga hiti á morgun

Það er útlit fyrir veðurblíðu víða um land á morgun. Hlýjast verður á Suðausturlandi þar sem hiti gæti náð átján stigum. Hæg suðlæg átt færir landsmönnum betri tíð.

Veður

Snjórinn hverfur fljótt og blíða tekur við fyrir norðan

Einar Sveinbjörnsson hjá Bliku segir svalt fyrir norðan og að það verði það enn á morgun en að snjóinn taki nú rólega upp. Á þriðjudaginn mjakist hæðarhryggur í háloftunum inn yfir landið og að snúist í suðlægan vind á miðvikudag með aðstreymi af mildu lofti.

Veður

Næsta gusa lendi á landinu annað kvöld

Langvarandi veðurviðvaranir eiga loks að falla úr gildi í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra en gul viðvörun á vestan-, norðan, og austanverðu landinu. 

Veður

Leifar af heimskautavetrinum valda usla

Veðurfræðingur segir „volduga“ 976 millibara lægð vera norðaustur af landinu, um 350 kílómetra norðaustur af Langanesi, og færast nær landinu. Segja megi að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á stærstum hluta landsins í dag og á morgun og gul annars staðar hluta dagsins.

Veður

Ill­viðri miðað við árs­tíma

Næstu daga er útlit fyrir óvenjulegt illviðri miðað við árstíma. Gul viðvörun er í gildi þar til á miðnætti 5. júní miðvikudag. Hvatt er til þess að huga að lausamunum sem geta fokið. Ferðalög geti verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Veður

Regnsvæði á leið yfir landið

Regnsvæði er nú á leið austur yfir land í morgunsárið, í kjölfarið á því styttir upp og það léttir til norðaustan- og austanlands eftir hádegi. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að næstu daga sé suðvestanátt í kortunum, upp í stinningskalda eða allhvassan vind norðvestantil í dag.

Veður

Vætan minnkar smám saman og birtir til

Í nótt var rigning eða súld nokkuð víða á landinu. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að vætan sé nú smám saman að minnka. Það verði væntanlega þurrt að kalla eftir hádegi og birti jafnvel upp um tíma vestanlands. Vindurinn í dag verður fremur hægur, úr norðvestri eða vestri.

Veður

Skýjað og dá­lítil væta í dag

Í dag má búast við hægri og breytilegri vindátt. Þá verður skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur svo fram að í kvöld komi úrkomubakki inn á vestanvert landið með rigningu og súld og vestan fimm til tíu metrar á sekúndu. Þá fer aðeins að hreyfa vind.

Veður

Um 18 stig á Norð­austur­landi í dag

Í dag verður suðaustanátt og þrír til tíu metrar á sekúndu. Það væri verið skýjað og sums staðar lítilsháttar væta eða stöku skúrir en bjart með köflum norðaustanlands. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að þar sem að vindur er hægari í dag en í gær sé líklegt að hafgolan nái sér á strik á Norðausturlandi.

Veður

Lík­lega síðasta veðurviðvörunin í bili

Lægð gærdagsins mjakast vestur til Grænlands og í leiðinni fjarlægast skilin landið. Núna í morgunsárið er enn nokkuð hvasst vestanlands en annars er vindur yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Enn er í gildi gul veðurviðvörun á Breiðafirði og Miðháheldi. Það gæti orðið vel hlýtt á norðausturlandi í dag. 

Veður

Fremur vætu­samt um sunnan- og vestan­vert landið

Hægt minnkandi lægð er nú nærri kyrrstæð skammt vestur af landinu og beinir suðlægum áttum til landsins. Gera má ráð fyrir að verði fremur vætusamt um landið sunnan- og vestanvert, en lengst af þurrt og bjart fyrir norðan og austan.

Veður

Vindur tals­vert hægari en í gær

Hægfara lægð sést nú skammt vestur af landinu og mun suðlægri vindátt því gæta á landinu. Vindurinn verður talsvert hægari en í gær eða yfirleitt á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Hvassara við norðurströndina í fyrstu.

Veður

Víða gola og dá­lítil væta

Grunn og hægfara lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag þar sem verður suðlæg eða breytileg átt. Víða má reikna með golu eða kalda og dálítilli vætu, en yfirleitt þurrt um landið austanvert.

Veður