Viðskipti erlent Von á tilboði Actacvis í Ratiopharm í dag Von er á tilboði Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í dag að því er segir í frétt á Reuters um málið. Actavis keppir um kaupin á Ratiopharm við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins. Viðskipti erlent 8.3.2010 08:22 Þarf að velja á millli fótboltaliðsins og bankans Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum. Viðskipti erlent 6.3.2010 09:26 Hjálparhöndin enn til staðar Seðlabanki Evrópu og Englands ákváðu báðir í vikunni að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Stýrivextir Englandsbanka standa í hálfu prósenti en á evrusvæðinu í einu prósenti. Vextir Englandsbanka hafa ekki verið lægri í nokkur hundruð ár. Viðskipti erlent 6.3.2010 02:30 Hagnaður norska olíusjóðsins 13.000 milljarðar Hagnaður norska olíusjóðsins á síðasta ári nam 613 milljörðum norskra kr. eða rúmlega 13.000 milljörðum kr. Þetta er langmesti hagnaður á einu ári í sögu sjóðsins. Viðskipti erlent 5.3.2010 10:41 Gjaldþrot fyrirtækja aldrei fleiri í Danmörku Fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum í Danmörku fór í 581 í febrúar en þau voru 519 í janúar. Samkvæmt frétt á börsen.dk hafa gjaldþrot aldrei verið fleiri í einum mánuði í landinu frá árinu 1979 þegar byrjað var að taka saman upplýsingar um þau. Viðskipti erlent 5.3.2010 08:30 Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Deutsche Bank Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Deutsche Bank úr Aa1 og niður í Aa3. Þar fyrir utan hefur Moody´s lækkað matið á fjárhagslegum styrk bankans úr B og niður í C+. Viðskipti erlent 5.3.2010 08:24 Hafa heitið því að leggja 290 milljarða í tilboð i United Sextíu vellauðugir fjárfestar hafa heitið því að leggja til samtals 1,5 milljarð sterlingspunda, eða tæpa 290 milljarða íslenskra króna, vegna fyrirhugaðs tilboðs í enska knattspyrnuliðið Manchester United. Þetta er fullyrt í breska blaðinu Times í dag. Viðskipti erlent 5.3.2010 07:57 Seðlabanki Svíþjóðar: Engin áætlun til ef Icesave er fellt Stefan Ingves seðlabankastjóri Svíþjóðar segir að engin áætlun sé til staðar ef Icesavesamningurinn verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Viðskipti erlent 4.3.2010 14:21 Lukkulegir hjá Lego, annar methagnaður í höfn Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur ástæðu til að fagna. Annað árið í röð varð methagnaður hjá Lego. Á síðasta ári varð hagnaðurinn tæpir 2,9 milljarðar danskra kr. eða um 66 milljarðar kr. fyrir skatta. Fyrra metár var 2008 þegar hagnaðurinn nam 1,85 milljörðum danskra kr. Viðskipti erlent 4.3.2010 14:00 Heimskreppa í nánd ef ekki tekst að hemja bankana Ýmsir fjármálasérfræðingar, meðal annars Nóbelsverðlaunarhafar, segja aðra heimskreppu í nánd ef reglur um áhættufjárfestingar banka verði ekki hertar svo um munar. Viðskipti erlent 4.3.2010 13:30 Skuldabréfaútboð Grikkja lofar góðu Í morgun tilkynnti gríska ríkisstjórnin um skuldabréfaútboð sem ætlað er að safna 5 milljörðum evra. Gangi það eftir á Grikkland engu að síður enn eftir að fjármagna 48 milljarða evra halla til viðbótar. Viðskipti erlent 4.3.2010 13:00 Atvinnulausum fækkar óvænt í Danmörku Atvinnlausum fækkaði óvænt í Danmörku í janúar og voru þá 118.000 á atvinnuleysisskrá í landinu. Þetta er 4,2% atvinnuleysi en fimm sérfræðingar sem spáðu fyrir um atvinnuleysið á börsen.dk höfðu reiknað með atvinnuleysi upp á 4,5%. Viðskipti erlent 4.3.2010 10:32 Eigendur Manchester United kvarta við forstjóra Goldman Sachs Glazerfjölskyldan, sem á knattspyrnufélagið Manchester United, hefur kvartað við Lloyd Blankfein, forstjóra Goldman Sachs, vegna hegðunar Jims O´Niell, aðalhagfræðings bankans. Viðskipti erlent 4.3.2010 08:49 Fyrsta tap í sögu Mærsk skipafélagsins í Danmörku A.P. Möller-Mærsk skipafélagið skilaði gífurlegu tapi á síðasta ári eins og væntingar voru um. Þetta er fyrsta árið í sögu félagsins sem það skilar tapi en félagið á rætur sínar að rekja til upphafs síðustu aldar. Viðskipti erlent 4.3.2010 08:36 Nýr illvígur vírus herjar á Facebook notendur Ný tegund af illvígum vírus herjar nú á Facebook notendur að því er segir á vefsíðunni eb.dk. Vírusinn dreifir sér með skilaboðum sem merkt eru „Youtube". Viðskipti erlent 3.3.2010 13:42 Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni. Viðskipti erlent 3.3.2010 10:18 Pfizer með hærra tilboð en Actavis í Ratiopharm Bandaríski lyfjarisinn Pfizer ætlar að leggja fram hærra tilboð en Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt heimildum Reuters nemur tilboð Pfizer 3 milljörðum evra en tilboð Actavis hljóðaði upp á tæpa 3 milljarða evra. Viðskipti erlent 3.3.2010 08:37 Nissan innkallar hálfa milljón bíla Nissanverksmiðjurnar þurfa að innkalla hálfa milljón bíla, að langstærstum hluta til í Bandaríkjunum, vegna bilunar í bremsubúnaði og eldsneytismæli. Í tilkynningu frá bílaframleiðandanum segir að Nissan verksmiðjurnar muni gera við þá bíla sem kunni að vera bilaðir. Um sé að ræða vöruflutningabíla og smáflutningabíla. Talsmenn Nissan verksmiðjanna segja að enginn slys hafi orðið vegna þessara bilanna. Viðskipti erlent 3.3.2010 08:10 Ástralar hækka vexti Seðlabanki Ástralíu gerði sér lítið fyrir og hækkaði stýrivexti í fjögur prósent, og segir efnahagslífið vera að styrkjast verulega. Viðskipti erlent 3.3.2010 04:15 Fjármálakreppan smitar skemmtanalífið Eigendur bandaríska næturklúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heimild til greiðsluþrotaverndar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjármálakreppunnar. Viðskipti erlent 3.3.2010 03:00 Breska pundið fellur Breska pundið hefur náð nýjum lægðum gagnvart Bandaríkjadal og evru, bæði vegna fjármálaóróa og pólitískrar óvissu. Viðskipti erlent 3.3.2010 02:00 Finnland varð illa úti Samdráttur varð í efnahagslífi Svíþjóðar og Finnlands á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Viðskipti erlent 3.3.2010 01:00 Hollywood vill opna sína eigin kauphöll Hollywood áformar að opna sína eigin kauphöll þar sem almenningur getur átt viðskipti með hluti í kvikmyndum. Samkvæmt frétt í Hollywood Reporter stendur til að opna Hollywood Stock Exchange þann 20. apríl n.k. Viðskipti erlent 2.3.2010 13:04 Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar Spænska úrvalsdeildarliðið Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar á síðasta keppnistímabili. Veltan nam yfir 400 milljónum evra eða 70 milljarða kr. Þetta er fimmta árið í röð sem Real Madrid er á toppi listans yfir stærstu fótboltafélög í heimi. Viðskipti erlent 2.3.2010 10:49 Verðfall á hótelgistingum á Norðurlöndunum Mikið verðfall hefur orðið á hótelgistingum á Norðurlöndunum undanfarið ár. Verðin hafa lækkað mest á hótelum í Stokkhólmi eða 21%, í Osló er verðlækkunin 19% og í Kaupmannahöfn er nú 13% ódýrara að gista á hóteli en fyrir ári síðan. Viðskipti erlent 2.3.2010 10:27 Bloomberg: Ísland á ekki að borga Icesaveskuld Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni. Viðskipti erlent 2.3.2010 08:54 Vilja kaupa Manchester United Fjárfestar, sem eru kallaðir Rauðu riddararnir, undirbúa kaup á knattspyrnuliðinu Manchester United. Fundað var um kaupin og fjársöfnun vegna þeirra í gærkvöldi. Viðskipti erlent 2.3.2010 06:53 Vogunarsjóðir auka skortstöður gegn breska pundinu Breska pundið hefur fallið töluvert í dag og er nú komið í 1,50 á móti dollaranum sem er lægsta gengi pundsins gagnvart dollara undanfarna 10 mánuði. Á sama tíma berast fréttir um að vogunarsjóðir og spákaupmenn hafi aukið mjög skortstöður sínar gegn pundinu. Viðskipti erlent 1.3.2010 13:40 Vogunarsjóðir græða grimmt á gríska harmleiknum Vogunarsjóðir hafa grætt stórar upphæðir á skuldasúpu Grikklands með því að leggja fram tryggingar fyrir þá evrópsku banka sem liggja inni með stórar stöður í gríska hagkerfinu. Sjóðirnir sáu fyrir að þessir banka myndu vilja losa sig úr þessum stöðum og selja grísk skuldabréf sem þeir áttu. Viðskipti erlent 1.3.2010 12:50 Apple notaði börn sem vinnuafl Apple tölvufyrirtækið hefur viðurkennt að börn hafi verið notuð til vinnu í verksmiðjum sem annast samsetningu á Ipod og öðrum tækjum. Að minnsta kosti ellefu fimmtán ára börn unnu slík störf í þrem verksmiðjum á síðasta ári. Viðskipti erlent 1.3.2010 12:26 « ‹ 270 271 272 273 274 275 276 277 278 … 334 ›
Von á tilboði Actacvis í Ratiopharm í dag Von er á tilboði Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í dag að því er segir í frétt á Reuters um málið. Actavis keppir um kaupin á Ratiopharm við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins. Viðskipti erlent 8.3.2010 08:22
Þarf að velja á millli fótboltaliðsins og bankans Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum. Viðskipti erlent 6.3.2010 09:26
Hjálparhöndin enn til staðar Seðlabanki Evrópu og Englands ákváðu báðir í vikunni að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Stýrivextir Englandsbanka standa í hálfu prósenti en á evrusvæðinu í einu prósenti. Vextir Englandsbanka hafa ekki verið lægri í nokkur hundruð ár. Viðskipti erlent 6.3.2010 02:30
Hagnaður norska olíusjóðsins 13.000 milljarðar Hagnaður norska olíusjóðsins á síðasta ári nam 613 milljörðum norskra kr. eða rúmlega 13.000 milljörðum kr. Þetta er langmesti hagnaður á einu ári í sögu sjóðsins. Viðskipti erlent 5.3.2010 10:41
Gjaldþrot fyrirtækja aldrei fleiri í Danmörku Fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum í Danmörku fór í 581 í febrúar en þau voru 519 í janúar. Samkvæmt frétt á börsen.dk hafa gjaldþrot aldrei verið fleiri í einum mánuði í landinu frá árinu 1979 þegar byrjað var að taka saman upplýsingar um þau. Viðskipti erlent 5.3.2010 08:30
Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Deutsche Bank Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Deutsche Bank úr Aa1 og niður í Aa3. Þar fyrir utan hefur Moody´s lækkað matið á fjárhagslegum styrk bankans úr B og niður í C+. Viðskipti erlent 5.3.2010 08:24
Hafa heitið því að leggja 290 milljarða í tilboð i United Sextíu vellauðugir fjárfestar hafa heitið því að leggja til samtals 1,5 milljarð sterlingspunda, eða tæpa 290 milljarða íslenskra króna, vegna fyrirhugaðs tilboðs í enska knattspyrnuliðið Manchester United. Þetta er fullyrt í breska blaðinu Times í dag. Viðskipti erlent 5.3.2010 07:57
Seðlabanki Svíþjóðar: Engin áætlun til ef Icesave er fellt Stefan Ingves seðlabankastjóri Svíþjóðar segir að engin áætlun sé til staðar ef Icesavesamningurinn verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Viðskipti erlent 4.3.2010 14:21
Lukkulegir hjá Lego, annar methagnaður í höfn Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur ástæðu til að fagna. Annað árið í röð varð methagnaður hjá Lego. Á síðasta ári varð hagnaðurinn tæpir 2,9 milljarðar danskra kr. eða um 66 milljarðar kr. fyrir skatta. Fyrra metár var 2008 þegar hagnaðurinn nam 1,85 milljörðum danskra kr. Viðskipti erlent 4.3.2010 14:00
Heimskreppa í nánd ef ekki tekst að hemja bankana Ýmsir fjármálasérfræðingar, meðal annars Nóbelsverðlaunarhafar, segja aðra heimskreppu í nánd ef reglur um áhættufjárfestingar banka verði ekki hertar svo um munar. Viðskipti erlent 4.3.2010 13:30
Skuldabréfaútboð Grikkja lofar góðu Í morgun tilkynnti gríska ríkisstjórnin um skuldabréfaútboð sem ætlað er að safna 5 milljörðum evra. Gangi það eftir á Grikkland engu að síður enn eftir að fjármagna 48 milljarða evra halla til viðbótar. Viðskipti erlent 4.3.2010 13:00
Atvinnulausum fækkar óvænt í Danmörku Atvinnlausum fækkaði óvænt í Danmörku í janúar og voru þá 118.000 á atvinnuleysisskrá í landinu. Þetta er 4,2% atvinnuleysi en fimm sérfræðingar sem spáðu fyrir um atvinnuleysið á börsen.dk höfðu reiknað með atvinnuleysi upp á 4,5%. Viðskipti erlent 4.3.2010 10:32
Eigendur Manchester United kvarta við forstjóra Goldman Sachs Glazerfjölskyldan, sem á knattspyrnufélagið Manchester United, hefur kvartað við Lloyd Blankfein, forstjóra Goldman Sachs, vegna hegðunar Jims O´Niell, aðalhagfræðings bankans. Viðskipti erlent 4.3.2010 08:49
Fyrsta tap í sögu Mærsk skipafélagsins í Danmörku A.P. Möller-Mærsk skipafélagið skilaði gífurlegu tapi á síðasta ári eins og væntingar voru um. Þetta er fyrsta árið í sögu félagsins sem það skilar tapi en félagið á rætur sínar að rekja til upphafs síðustu aldar. Viðskipti erlent 4.3.2010 08:36
Nýr illvígur vírus herjar á Facebook notendur Ný tegund af illvígum vírus herjar nú á Facebook notendur að því er segir á vefsíðunni eb.dk. Vírusinn dreifir sér með skilaboðum sem merkt eru „Youtube". Viðskipti erlent 3.3.2010 13:42
Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni. Viðskipti erlent 3.3.2010 10:18
Pfizer með hærra tilboð en Actavis í Ratiopharm Bandaríski lyfjarisinn Pfizer ætlar að leggja fram hærra tilboð en Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt heimildum Reuters nemur tilboð Pfizer 3 milljörðum evra en tilboð Actavis hljóðaði upp á tæpa 3 milljarða evra. Viðskipti erlent 3.3.2010 08:37
Nissan innkallar hálfa milljón bíla Nissanverksmiðjurnar þurfa að innkalla hálfa milljón bíla, að langstærstum hluta til í Bandaríkjunum, vegna bilunar í bremsubúnaði og eldsneytismæli. Í tilkynningu frá bílaframleiðandanum segir að Nissan verksmiðjurnar muni gera við þá bíla sem kunni að vera bilaðir. Um sé að ræða vöruflutningabíla og smáflutningabíla. Talsmenn Nissan verksmiðjanna segja að enginn slys hafi orðið vegna þessara bilanna. Viðskipti erlent 3.3.2010 08:10
Ástralar hækka vexti Seðlabanki Ástralíu gerði sér lítið fyrir og hækkaði stýrivexti í fjögur prósent, og segir efnahagslífið vera að styrkjast verulega. Viðskipti erlent 3.3.2010 04:15
Fjármálakreppan smitar skemmtanalífið Eigendur bandaríska næturklúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heimild til greiðsluþrotaverndar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjármálakreppunnar. Viðskipti erlent 3.3.2010 03:00
Breska pundið fellur Breska pundið hefur náð nýjum lægðum gagnvart Bandaríkjadal og evru, bæði vegna fjármálaóróa og pólitískrar óvissu. Viðskipti erlent 3.3.2010 02:00
Finnland varð illa úti Samdráttur varð í efnahagslífi Svíþjóðar og Finnlands á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Viðskipti erlent 3.3.2010 01:00
Hollywood vill opna sína eigin kauphöll Hollywood áformar að opna sína eigin kauphöll þar sem almenningur getur átt viðskipti með hluti í kvikmyndum. Samkvæmt frétt í Hollywood Reporter stendur til að opna Hollywood Stock Exchange þann 20. apríl n.k. Viðskipti erlent 2.3.2010 13:04
Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar Spænska úrvalsdeildarliðið Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar á síðasta keppnistímabili. Veltan nam yfir 400 milljónum evra eða 70 milljarða kr. Þetta er fimmta árið í röð sem Real Madrid er á toppi listans yfir stærstu fótboltafélög í heimi. Viðskipti erlent 2.3.2010 10:49
Verðfall á hótelgistingum á Norðurlöndunum Mikið verðfall hefur orðið á hótelgistingum á Norðurlöndunum undanfarið ár. Verðin hafa lækkað mest á hótelum í Stokkhólmi eða 21%, í Osló er verðlækkunin 19% og í Kaupmannahöfn er nú 13% ódýrara að gista á hóteli en fyrir ári síðan. Viðskipti erlent 2.3.2010 10:27
Bloomberg: Ísland á ekki að borga Icesaveskuld Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni. Viðskipti erlent 2.3.2010 08:54
Vilja kaupa Manchester United Fjárfestar, sem eru kallaðir Rauðu riddararnir, undirbúa kaup á knattspyrnuliðinu Manchester United. Fundað var um kaupin og fjársöfnun vegna þeirra í gærkvöldi. Viðskipti erlent 2.3.2010 06:53
Vogunarsjóðir auka skortstöður gegn breska pundinu Breska pundið hefur fallið töluvert í dag og er nú komið í 1,50 á móti dollaranum sem er lægsta gengi pundsins gagnvart dollara undanfarna 10 mánuði. Á sama tíma berast fréttir um að vogunarsjóðir og spákaupmenn hafi aukið mjög skortstöður sínar gegn pundinu. Viðskipti erlent 1.3.2010 13:40
Vogunarsjóðir græða grimmt á gríska harmleiknum Vogunarsjóðir hafa grætt stórar upphæðir á skuldasúpu Grikklands með því að leggja fram tryggingar fyrir þá evrópsku banka sem liggja inni með stórar stöður í gríska hagkerfinu. Sjóðirnir sáu fyrir að þessir banka myndu vilja losa sig úr þessum stöðum og selja grísk skuldabréf sem þeir áttu. Viðskipti erlent 1.3.2010 12:50
Apple notaði börn sem vinnuafl Apple tölvufyrirtækið hefur viðurkennt að börn hafi verið notuð til vinnu í verksmiðjum sem annast samsetningu á Ipod og öðrum tækjum. Að minnsta kosti ellefu fimmtán ára börn unnu slík störf í þrem verksmiðjum á síðasta ári. Viðskipti erlent 1.3.2010 12:26