Viðskipti erlent

Japönsk hátæknifyrirtæki rjúka upp

Um helmingur asískra hlutabréfavísitalna sýndi hækkun í morgun, þó ekki alltaf mikla. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um tæplega hálft prósentustig en hátæknifyrirtæki eiga mestu hækkanir dagsins, til að mynda hækkuðu bréf Samsung-fyrirtækisins um tæplega 4,5 prósentustig.

Viðskipti erlent

Olíverð hækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og er nú komið upp í 48 dollara á tunnuna. Það er hækkun um hátt í tíu dollara á skömmum tíma. Ástæðan er meðal annars sögð óróinn í Mið-Austurlöndum og ótryggt ástand í Nígeríu, þar sem uppreisnarmenn sprengdu upp olíuleiðslu um helgina.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í Carnegie hafa fimmfaldast í verði

Hlutabréf í sænska bankanum Carnegie fimmfölduðust í verði yfir áramótin. Við lok markaðarins á föstudag voru hlutirnir seldir á 1,25 kr. sænskar en fyrir áramót er HQ Direct hóf viðskipti með hlutina utanmarkaðar þann 29. desember var verð þeirra 25 aurar sænskir.

Viðskipti erlent

Rafmagnsbíll Mitsubishi á íslenskum þjóðvegum

Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi ætlar að gera íslendingum kleift að keyra MiEV rafmagnsbílinn sinn fyrstir allra í komandi framtíð. Þannig ætlar bílaframleiðandinn að hjálpa íslendingum að ná takmarki sínu um að vera lausir við jarðefnaeldsneyti árið 2050.

Viðskipti erlent

Forbes segir eignir Björgólfs engar

Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll.

Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu byrja vel á nýju ári

Evrópsk hlutabréf hækkuðu víðast hvar í verði á fyrsta viðskiptadegi ársins. FTSEurofirst 300 vísitalan sem nær yfir alla Evrópu hækkaði um 2,6 prósent í dag en hún hafði fallið um heil 44 prósent árið 2008. Helsta skýring þessa er hækkandi verð á fyrirtækjum í orkugeiranum og félög á borð við BP, Shell og Total fóru upp um 4,2 og 5,1.

Viðskipti erlent

400 gætu misst vinnuna hjá Bakkavör

Bakkavör hefur uppi áform um að endurskipuleggja rekstur sinn í Lincolnshire á Englandi þar sem félagið rekur þrjú matvælaframleiðslufyrirtæki. Um 400 manns gætu misst vinnuna að því er segir í frétt BBC um málið.

Viðskipti erlent

Tchenguiz tapaði 120 milljörðum á hruni bankanna

Auðkýfingurinn Robert Tchenguiz, sem er stjórnarmaður í Exista, tapaði gífurlegum upphæðum á hruni íslenska bankakerfisins eða rúmlega 120 milljörðum kr. Þetta kemur fram í yfirliti breska blaðsins The Times um þá bresku auðmenn sem tapað hafa mestu á fjármálakreppunni þar í landi.

Viðskipti erlent

West Ham í greiðslustöðvun ef það selst ekki

Fari svo að Björgólfi Guðmundssyni takist ekki að selja West Ham fótboltaliðið fyrir sjötta mars næstkomandi eru allar líkur á að liðið verði sett í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Guardian í dag. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir liðið.

Viðskipti erlent

Hráolíuverð rauk upp á Gamlársdag

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúm fjórtán prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær, Gamlársdag. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom á nokkurn þátt í þróun mála en verðið rauk upp eftir að það skrúfaði fyrir gasleiðslur til Úkraínu. Hætt er við að það geti valdið gasskorti í Evrópu.

Viðskipti erlent

Slóvakar taka upp evru

Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, var einn af fyrstu landsmanna til að meðhöndla nýja gjaldmiðilinn þegar hann tók hundrað evrur út úr hraðbanka í þinghúsinu.

Viðskipti erlent

Debenhams í Bretlandi berst í bökkum

Verslunarkeðjan Debenhams á Bretlandseyjum, sem er að hluta til í eigu Baugs, á nú í töluverðum erfiðleikum vegna fjárhagsstöðu sinnar. Fjallað er um málið í Financial Times í dag og þar segir að keðjan verði að útvega sér nýtt fjármagn til að létta á skuldastöðu sinni.

Viðskipti erlent

Lækkanir á Wall Street

Lætin í Mið-Austurlöndum höfðu sín áhrif á hlutabréfamarkaðinn á Wall Street í dag. Fjárfestar voru þannig minntir á að markaðir eru viðkvæmir.

Viðskipti erlent