Viðskipti innlent

Starfs­maður Búllunnar fékk skellinn í kjöt­málinu

Starfsmaður Búllunnar sem ákærður var fyrir tollalagabrot með því að veita rangar upplýsingar um innflutt kjöt þarf að greiða um fjörutíu milljónir í sekt vegna málsins. Sektin fellur þó niður haldi viðkomandi skilorð næstu tvö árin, meðal annars vegna þess að starfsmaðurinn var sú eina sem var látin svara til ábyrgðar fyrir málið, án þess þó að hafa haft af því nokkurn ávinning.

Viðskipti innlent

Innköllun á núðlum frá Lucky Me!

Í fréttatilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur fram að Vietnam Market hafi í samráði við stofnunina stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Instant Noodles Pancit Canton Chili frá Lucky Me!

Viðskipti innlent

Ekki í fyrsta sinn sem þingmaður stökkvi upp í pontu án þess að kynna sér málið

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður ákváðu í gær að breyta áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga þannig að réttindi eldri kynslóða aukast á kostnað hinna yngri. Þingmaður Viðreisnar segir þetta tugmilljarða millifærslu frá réttindum yngra fólks til þess eldra en í sameiginlegri grein Benedikts Jóhannessonar og fram­kvæmda­stjóra sjóðanna tveggja segir að breytingin stuðli að jafnræði milli sjóðfélaga.

Viðskipti innlent

Sam­þykktu sam­runa Al­vot­ech og Oaktree

Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Þá verður Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum þann 16. júní.

Viðskipti innlent

Tengiflugskerfið til Bandaríkjanna umbreytir rekstri Play

Flugfélagið Play flutti rúmlega 56.600 farþega í maí sem er 58% aukning frá aprílmánuði. Farþegafjöldinn í maí var jafnmikill og á öllum fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri Play segir tengiflugskerfi til Bandaríkjanna umbreyta rekstrinum og að það gangi vel að koma sér fyrir á flugmarkaðnum.

Viðskipti innlent

Kalla inn nærri því milljón Mercedes-bíla

Þýski bílaframleiðandinn ætlar að kalla inn tæplega milljón eldri bifreiða um allan heim vegna þess að bremsubúnaður þeirra kunni að hafa orðið fyrir mikilli tæringu. Hætta sé á að bremsurnar virki ekki sem skyldi við vissar aðstæður.

Viðskipti innlent