Plastað prjón er spennandi 11. júní 2004 00:01 Núna rekur hún Verksmiðjuna, gallerí neðst á Skólavörðustígnum, ásamt sjö öðrum konum, og selur þar hönnun sína, tobba-design. Fatnaður hefur lengi verið Þorbjörgu hugleikinn. Hún hefur tekið þátt í fatahönnunarkeppnum og stórum tískuviðburðum og kom á fót eigin fatalínu árið 2000 sem alltaf er að þróast og stækka. Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt viðfangsefnið í hönnun Þorbjargar, það sem konan gerir, styrkur hennar og innsæi. "Þetta er oft útgangspunkturinn í vinnunni minni, hvað varðar efni, liti og form, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þetta kvenlega er svo einfalt og kunnuglegt en samt er yfir því eitthvert órætt yfirbragð." Í sumarlínu Þorbjargar ber mikið á prjóni og plasti. "Ég hef alltaf verið fyrir prjón og mig langaði að setja það saman við eitthvað ólíkt efni. Plastað prjón fannst mér spennandi og þessi efnasamsetning er enn í þróun hjá mér." Fyrst urðu til töskur sem fást í þremur stærðum og núna eru regnkápur úr sama efni í vinnslu. Sala á töskunum hefur gengið vonum framar en þær eru seldar í Verksmiðjunni og Listasafni Íslands. Fyrsta framleiðslan er uppseld og næsta er á leiðinni. Regnkápurnar eru svo væntanlegar í Verksmiðjuna upp úr miðjum mánuðinum og verða til í hvítu, svörtu og rauðu en töskurnar eru framleiddar í sömu litum. Það er margt sem þarf að huga að eigi að hafa lifibrauð af hönnuninni og vinnsluferlið þarf að vera í sífelldri athugun. "Ég er ekki bara að hanna, ég er líka að reyna að búa til hagkvæma rekstrareiningu, framleiðsluvöru sem stenst mínar kröfur og neytendans." Það er ýmislegt fleira en plastprjónið sem Þorbjörg fæst við, hún gerir peysur og kjóla sem líkjast lifandi skúlptúrum og áhuginn á innanhúshönnun er alltaf að aukast. Eins og áður sagði selur Þorbjörg hönnun sína í Verksmiðjunni, Skólavörðustíg 4, en einnig vinnur hún eftir sérpöntunum og þá er hægt að leggja inn fyrirspurnir á torbjorg@internet.is. Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Núna rekur hún Verksmiðjuna, gallerí neðst á Skólavörðustígnum, ásamt sjö öðrum konum, og selur þar hönnun sína, tobba-design. Fatnaður hefur lengi verið Þorbjörgu hugleikinn. Hún hefur tekið þátt í fatahönnunarkeppnum og stórum tískuviðburðum og kom á fót eigin fatalínu árið 2000 sem alltaf er að þróast og stækka. Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt viðfangsefnið í hönnun Þorbjargar, það sem konan gerir, styrkur hennar og innsæi. "Þetta er oft útgangspunkturinn í vinnunni minni, hvað varðar efni, liti og form, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þetta kvenlega er svo einfalt og kunnuglegt en samt er yfir því eitthvert órætt yfirbragð." Í sumarlínu Þorbjargar ber mikið á prjóni og plasti. "Ég hef alltaf verið fyrir prjón og mig langaði að setja það saman við eitthvað ólíkt efni. Plastað prjón fannst mér spennandi og þessi efnasamsetning er enn í þróun hjá mér." Fyrst urðu til töskur sem fást í þremur stærðum og núna eru regnkápur úr sama efni í vinnslu. Sala á töskunum hefur gengið vonum framar en þær eru seldar í Verksmiðjunni og Listasafni Íslands. Fyrsta framleiðslan er uppseld og næsta er á leiðinni. Regnkápurnar eru svo væntanlegar í Verksmiðjuna upp úr miðjum mánuðinum og verða til í hvítu, svörtu og rauðu en töskurnar eru framleiddar í sömu litum. Það er margt sem þarf að huga að eigi að hafa lifibrauð af hönnuninni og vinnsluferlið þarf að vera í sífelldri athugun. "Ég er ekki bara að hanna, ég er líka að reyna að búa til hagkvæma rekstrareiningu, framleiðsluvöru sem stenst mínar kröfur og neytendans." Það er ýmislegt fleira en plastprjónið sem Þorbjörg fæst við, hún gerir peysur og kjóla sem líkjast lifandi skúlptúrum og áhuginn á innanhúshönnun er alltaf að aukast. Eins og áður sagði selur Þorbjörg hönnun sína í Verksmiðjunni, Skólavörðustíg 4, en einnig vinnur hún eftir sérpöntunum og þá er hægt að leggja inn fyrirspurnir á torbjorg@internet.is.
Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira