Hlægilegt að verða rithöfundur 14. júní 2004 00:01 Þó rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir sé einna þekktust fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag kemur út heildarsafn ljóða hennar í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta. "Ég var í raun og veru lengi vel á móti því að verða rithöfundur," segir Steinunn, en hún var aðeins nítján ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. "Ég hafði verið að yrkja frá því ég var þrettán ára en ákvað nítján ára að safna saman ljóðunum mínum til að gefa út á bók. Þetta var í rauninni fáranleg hugmynd miðað við aldur og aðstæður því það var einkennilegur hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu mikið grín að kellingabókmenntum og mig skorti kvenkyns fyrirmyndir til að þora að taka mig alvarlega. Út á við fannst mér það hlægileg hugmynd að ég gæti orðið rithöfundur en innra með mér langaði mig til að skrifa og þess vegna gat ég ekki hætt," segir Steinunn og bætir við. "Það stigu margar konur fram á ritvöllinn í kringum 1980 en ég er svolítið að velta því fyrir mér núna hvernig stendur á því að svona fáar ungar konur gefa út bækur í dag." Tíu árum eftir að Sífellur leit dagsins ljós var komið annað hljóð í Steinunni gagnvart ritstörfunum. "Ég ákvað að leggja þetta alfarið fyrir mig árið 1979 þegar bókin Verksummerki var gefin út. Ég var að vinna á fréttastofu RÚV, sem var skemmtilegasti vinnustaður í heimi, en ákvað að hætta og láta reyna á það af fullri alvöru að vinna eingöngu við að vera rithöfundur," segir Steinunn, sem lagði sig hart fram við vinnu sína. "Ég var svo þrjósk að ef ég þurfti að klára bók og átti ekki pening þá tók ég bara lán. Þetta þykir líklega ekki góð hagfræði en ég vil meina að þetta hafi orðið til þess að ég kláraði fleiri bækur, betur og fyrr." Steinunn býr nú, ásamt Þorsteini Haukssyni tónskáldi, í þorpi skammt frá Montpellier í Suður Frakklandi. "Ég er á Íslandi tvo til fjóra mánuði á ári og Reykjavík er borgin í mínu lífi þó hún sé í harðri samkeppni við París. Hingað sæki ég innblástur og ég hætti seint að dást að þessari einkennilegu borg." Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þó rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir sé einna þekktust fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag kemur út heildarsafn ljóða hennar í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta. "Ég var í raun og veru lengi vel á móti því að verða rithöfundur," segir Steinunn, en hún var aðeins nítján ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. "Ég hafði verið að yrkja frá því ég var þrettán ára en ákvað nítján ára að safna saman ljóðunum mínum til að gefa út á bók. Þetta var í rauninni fáranleg hugmynd miðað við aldur og aðstæður því það var einkennilegur hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu mikið grín að kellingabókmenntum og mig skorti kvenkyns fyrirmyndir til að þora að taka mig alvarlega. Út á við fannst mér það hlægileg hugmynd að ég gæti orðið rithöfundur en innra með mér langaði mig til að skrifa og þess vegna gat ég ekki hætt," segir Steinunn og bætir við. "Það stigu margar konur fram á ritvöllinn í kringum 1980 en ég er svolítið að velta því fyrir mér núna hvernig stendur á því að svona fáar ungar konur gefa út bækur í dag." Tíu árum eftir að Sífellur leit dagsins ljós var komið annað hljóð í Steinunni gagnvart ritstörfunum. "Ég ákvað að leggja þetta alfarið fyrir mig árið 1979 þegar bókin Verksummerki var gefin út. Ég var að vinna á fréttastofu RÚV, sem var skemmtilegasti vinnustaður í heimi, en ákvað að hætta og láta reyna á það af fullri alvöru að vinna eingöngu við að vera rithöfundur," segir Steinunn, sem lagði sig hart fram við vinnu sína. "Ég var svo þrjósk að ef ég þurfti að klára bók og átti ekki pening þá tók ég bara lán. Þetta þykir líklega ekki góð hagfræði en ég vil meina að þetta hafi orðið til þess að ég kláraði fleiri bækur, betur og fyrr." Steinunn býr nú, ásamt Þorsteini Haukssyni tónskáldi, í þorpi skammt frá Montpellier í Suður Frakklandi. "Ég er á Íslandi tvo til fjóra mánuði á ári og Reykjavík er borgin í mínu lífi þó hún sé í harðri samkeppni við París. Hingað sæki ég innblástur og ég hætti seint að dást að þessari einkennilegu borg."
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira