Hamlet kaupir tómata 14. júní 2004 00:01 "Það er hægt að færa Hamlet inn í hvaða aðstæður sem er," segir leikarinn Bergur Þór Ingólfsson en verk hans Hamlet Superstore fór með sigur úr býtum í dansleikhúskeppni sem fór fram í Borgarleikhúsinu fyrir helgi. "Ég var einu sinni með upptökutæki á Lækjartorgi þegar afgreiðslumaður var að selja mér sokka og út úr því kom snilldarsamtal sem var eitthvað svo skemmtilega abstrakt. Það gerði mér ljóst að hrá samtöl af götunni geta verið mjög áhugaverð á sviði. Fyrir Hamlet Superstore setti ég nokkrar setningar í púkk, svo prófaði leikhópurinn sig áfram og útkoman varð sú að frasarnir voru teknir úr kjörbúðinni en það sem gerðist á sviðinu var allt úr Hamlet." Óhætt er að segja að Bergur hafi með þessum aðferðum hleypt nýju lífi í Hamlet Shakespeares en til dæmis var rætt um tómata þegar Hamlet gaf upp öndina á sviðinu og Geirþrúður spurðist fyrir um hvort hún mætti borga ellefu hluti á tíu hluta kassanum um leið og hún hjó höfuðið af Kládíusi. "Ég var búin að vinna handrit að verkinu og textinn var upphaflega allur beint upp úr umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið. Svo hitti ég hópinn og þá þróaðist verkið í þessa átt," segir Bergur en auk þess að vera höfundur leikstýrði hann verkinu og fór á kostum á sviðinu. "Ég hef ekki tekið þátt í dansleikhúsi fyrr en var kynnir á hátíðinni í fyrra og hef haft mikinn áhuga á þessu formi." Verk Bergs hlaut ekki einungis fyrstu verðlaun keppninnar heldur völdu áhorfendur Hamlet Superstore bestu sýninguna. "Þetta var frábært og litlu stelpurnar mínar eru enn að fagna en við fjölskyldan erum nú á leiðinni á hamborgarabúlluna hans Tomma til að halda upp á sigurinn." Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Það er hægt að færa Hamlet inn í hvaða aðstæður sem er," segir leikarinn Bergur Þór Ingólfsson en verk hans Hamlet Superstore fór með sigur úr býtum í dansleikhúskeppni sem fór fram í Borgarleikhúsinu fyrir helgi. "Ég var einu sinni með upptökutæki á Lækjartorgi þegar afgreiðslumaður var að selja mér sokka og út úr því kom snilldarsamtal sem var eitthvað svo skemmtilega abstrakt. Það gerði mér ljóst að hrá samtöl af götunni geta verið mjög áhugaverð á sviði. Fyrir Hamlet Superstore setti ég nokkrar setningar í púkk, svo prófaði leikhópurinn sig áfram og útkoman varð sú að frasarnir voru teknir úr kjörbúðinni en það sem gerðist á sviðinu var allt úr Hamlet." Óhætt er að segja að Bergur hafi með þessum aðferðum hleypt nýju lífi í Hamlet Shakespeares en til dæmis var rætt um tómata þegar Hamlet gaf upp öndina á sviðinu og Geirþrúður spurðist fyrir um hvort hún mætti borga ellefu hluti á tíu hluta kassanum um leið og hún hjó höfuðið af Kládíusi. "Ég var búin að vinna handrit að verkinu og textinn var upphaflega allur beint upp úr umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið. Svo hitti ég hópinn og þá þróaðist verkið í þessa átt," segir Bergur en auk þess að vera höfundur leikstýrði hann verkinu og fór á kostum á sviðinu. "Ég hef ekki tekið þátt í dansleikhúsi fyrr en var kynnir á hátíðinni í fyrra og hef haft mikinn áhuga á þessu formi." Verk Bergs hlaut ekki einungis fyrstu verðlaun keppninnar heldur völdu áhorfendur Hamlet Superstore bestu sýninguna. "Þetta var frábært og litlu stelpurnar mínar eru enn að fagna en við fjölskyldan erum nú á leiðinni á hamborgarabúlluna hans Tomma til að halda upp á sigurinn."
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira