Eiginkonan syngur 15. júní 2004 00:01 Átta manna djasshljómsveit með Eyjólf Þorleifsson saxófónleikara í fararbroddi ætlar að halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, nú í kvöld. Með hljómsveitinni syngur djasssöngkonan Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem reyndar er eiginkona hljómsveitarstjórans. Sú staðreynd kemur samt ekki í veg fyrir að Eyjólfur kalli hana óhikað "eina af okkar bestu djasssöngkonum í dag." Aðrir meðlimir eru Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Ómar Guðjónsson á gítar, Ívar Guðmundsson á trompet, Ólafur Jónsson á saxófón og fleiri blásturshljóðfæri, og svo Árni Scheving á víbrafón. "Hann er flottur, sá gamli," segir Eyjólfur um Árna, sem er einn af reyndustu djassleikurum landsins. "Hér á landi eru fáir víbrafónleikarar, en jafnvel þótt þeir væru fleiri þá myndi sé samt fá Árna til að spila með mér. Ég hef haldið upp á hann lengi, alveg frá því ég var að elta hann á milli staða í gamla daga." Eyjólfur hefur einnig fengið til liðs við sig Braga Valdimar Skúlason til þess að gera texta við nokkur laga sinna. Bragi er einn hinna óborganlegu Baggalúta, þannig að hugsanlega má búast við einhverju óvæntu úr þeirri áttinni. Á efnisskránni er frumsamin tónlist eftir Eyjólf, sem hefur spilað með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal málmblástursrokksveitinni Jagúar. "Ég hef verið að semja tónlist frá blautu barnsbeini," segir Eyjólfur. "Á þessum tónleikum verður þó upp undir helmingurinn efni sem ekki hefur heyrst áður." Stefnan er að taka þessi lög upp og gefa þau út á disk áður en langt líður. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Átta manna djasshljómsveit með Eyjólf Þorleifsson saxófónleikara í fararbroddi ætlar að halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, nú í kvöld. Með hljómsveitinni syngur djasssöngkonan Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem reyndar er eiginkona hljómsveitarstjórans. Sú staðreynd kemur samt ekki í veg fyrir að Eyjólfur kalli hana óhikað "eina af okkar bestu djasssöngkonum í dag." Aðrir meðlimir eru Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Ómar Guðjónsson á gítar, Ívar Guðmundsson á trompet, Ólafur Jónsson á saxófón og fleiri blásturshljóðfæri, og svo Árni Scheving á víbrafón. "Hann er flottur, sá gamli," segir Eyjólfur um Árna, sem er einn af reyndustu djassleikurum landsins. "Hér á landi eru fáir víbrafónleikarar, en jafnvel þótt þeir væru fleiri þá myndi sé samt fá Árna til að spila með mér. Ég hef haldið upp á hann lengi, alveg frá því ég var að elta hann á milli staða í gamla daga." Eyjólfur hefur einnig fengið til liðs við sig Braga Valdimar Skúlason til þess að gera texta við nokkur laga sinna. Bragi er einn hinna óborganlegu Baggalúta, þannig að hugsanlega má búast við einhverju óvæntu úr þeirri áttinni. Á efnisskránni er frumsamin tónlist eftir Eyjólf, sem hefur spilað með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal málmblástursrokksveitinni Jagúar. "Ég hef verið að semja tónlist frá blautu barnsbeini," segir Eyjólfur. "Á þessum tónleikum verður þó upp undir helmingurinn efni sem ekki hefur heyrst áður." Stefnan er að taka þessi lög upp og gefa þau út á disk áður en langt líður.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira