Einyrki ársins 2004 15. júní 2004 00:01 "Ég er búinn að vera sjómaður í 27 ár og hef kynnst því áður að vinna allan sólarhringinn. Sú reynsla hefur nýst vel síðustu vikurnar því salan á kartöflukökunum hefur gengið ævintýralega," segir Auðunn Helgi Herlufsen hjá Drangabakstri en hann var valinn "einyrki ársins" á heimasíðu sýningarinnar Matur 2004. Auðunn hóf að baka kartöflukökur undir merkjum Drangabaksturs dag einn í febrúar sl. og nú eru þær komnar í flesta stórmarkaði bæjarins og einnig til Akureyrar, Akraness, Njarðvíkur og Selfoss. Kartöflukökurnar eru að sjálfsögðu búnar til úr kartöflum en einnig koma súrmjólk, hveitiklíð og fleiri hráefnistegundir við sögu. Þær eru bakaðar á eldavélarhellu og snæddar með smjöri og áleggi, einnig eru þær góðar af grillinu, sem meðlæti með súpum og sem pizzubotnar. Auðunn gerir allt sjálfur, bakar, keyrir út, kynnir vöruna og sér um bókhaldið auk þess að hafa teiknað lógó fyrirtækisins. Reyndar fær hann hjálp við baksturinn og einnig nýtur hann aðstoðar ötullar móður sinnar, Þorbjargar Samúelsdóttur sem er "ein þeirra kvenna sem aldrei fellur verk úr hendi," svo notuð séu orð hans. Frá henni og formæðrum hennar er uppskriftin líka komin sem liggur að baki velgengninni. Uppruninn er á Dröngum í Strandarsýslu og nafn fyrirtækisins og lógó eru þeim til heiðurs. "Drangar eru magnaður staður og mér finnst eins og æðri máttarvöld séu fyrirtækinu hliðholl," segir hann og lýsir gangi mála. "Þetta byrjaði allt með sýningunni Matur 2004. Ég var á rúntinum á mánudegi þegar ég heyrði um þessa einyrkjadeild þar, tók vinkilbeygju og skráði mig. Hafði stofnað fyrirtækið á föstudeginum áður og var hvorki kominn með húsnæði né vélar en sýningin átti að hefjast þremur dögum seinna. Ég fékk húsnæði á miðvikudeginum og þann dag sá ég auglýsta flatningsvél í bakaríi í Ólafsvík, hringdi vestur og vélarnar voru komnar fyrir hádegi daginn eftir. Mamma var tilbúin með degið, við byrjuðum að baka klukkan eitt og ég var mættur kl. fjögur á sýninguna með fyrstu kökurnar í hitakassa. Þær slógu í gegn. Klukkan hálf sjö á mánudagsmorgninum eftir sýninguna hringdi fyrsti viðskiptavinurinn og síðan hefur þetta ekki stoppað." Matur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
"Ég er búinn að vera sjómaður í 27 ár og hef kynnst því áður að vinna allan sólarhringinn. Sú reynsla hefur nýst vel síðustu vikurnar því salan á kartöflukökunum hefur gengið ævintýralega," segir Auðunn Helgi Herlufsen hjá Drangabakstri en hann var valinn "einyrki ársins" á heimasíðu sýningarinnar Matur 2004. Auðunn hóf að baka kartöflukökur undir merkjum Drangabaksturs dag einn í febrúar sl. og nú eru þær komnar í flesta stórmarkaði bæjarins og einnig til Akureyrar, Akraness, Njarðvíkur og Selfoss. Kartöflukökurnar eru að sjálfsögðu búnar til úr kartöflum en einnig koma súrmjólk, hveitiklíð og fleiri hráefnistegundir við sögu. Þær eru bakaðar á eldavélarhellu og snæddar með smjöri og áleggi, einnig eru þær góðar af grillinu, sem meðlæti með súpum og sem pizzubotnar. Auðunn gerir allt sjálfur, bakar, keyrir út, kynnir vöruna og sér um bókhaldið auk þess að hafa teiknað lógó fyrirtækisins. Reyndar fær hann hjálp við baksturinn og einnig nýtur hann aðstoðar ötullar móður sinnar, Þorbjargar Samúelsdóttur sem er "ein þeirra kvenna sem aldrei fellur verk úr hendi," svo notuð séu orð hans. Frá henni og formæðrum hennar er uppskriftin líka komin sem liggur að baki velgengninni. Uppruninn er á Dröngum í Strandarsýslu og nafn fyrirtækisins og lógó eru þeim til heiðurs. "Drangar eru magnaður staður og mér finnst eins og æðri máttarvöld séu fyrirtækinu hliðholl," segir hann og lýsir gangi mála. "Þetta byrjaði allt með sýningunni Matur 2004. Ég var á rúntinum á mánudegi þegar ég heyrði um þessa einyrkjadeild þar, tók vinkilbeygju og skráði mig. Hafði stofnað fyrirtækið á föstudeginum áður og var hvorki kominn með húsnæði né vélar en sýningin átti að hefjast þremur dögum seinna. Ég fékk húsnæði á miðvikudeginum og þann dag sá ég auglýsta flatningsvél í bakaríi í Ólafsvík, hringdi vestur og vélarnar voru komnar fyrir hádegi daginn eftir. Mamma var tilbúin með degið, við byrjuðum að baka klukkan eitt og ég var mættur kl. fjögur á sýninguna með fyrstu kökurnar í hitakassa. Þær slógu í gegn. Klukkan hálf sjö á mánudagsmorgninum eftir sýninguna hringdi fyrsti viðskiptavinurinn og síðan hefur þetta ekki stoppað."
Matur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira