Tískuverslunin Nonnabúð 18. júní 2004 00:01 Á horni Klapparstígs og Laugarvegar er verslunin Nonnabúð, en hún flutti þangað nýlega eftir ársdvöl á Smiðjustíg og má fullyrða að hún eigi ekki sína líka í borginni. Verslunin var stofnuð 16. júní 2003 og átti því ársafmæli í vikunnni. Nonnabúð er hugarfóstur Jóns Sæmundar Auðarsonar, myndlistarmanns og fatahönnuðar. Búðin er allt í senn gjörningur, innsetning og skúlptúr sem þó byggir á starfsemi hefðbundinnar verslunar. Jón Sæmundur útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1999. Þá tók við mastersnám í Skotlandi, Glasgow School of Art til ársins 2001. Hann á að baki fjölda sam- og einkasýninga og muna eflaust margir eftir verkinu hans "Foss" á gömlu Morgublaðshöllinni við Ingólfstorg á Vetrarhátíð Reykjarvíkurborgar 2002. Óhætt er að segja að þorri þeirra hluta sem fást í Nonnabúð undir því vingjarnlega vörumerki Dead einkennist mjög af þremur áberandi þáttum, sterkum áhrifum rokk og pönk tónlistar, sterkri þjóðerniskennd og misaugljósum tilvísunum í dauðann. Þrátt fyrir nokkuð hráa og nöturlega ásýnd vörumerkisins Dead vill Jón Sæmundur meina að það sé í raun runnið undan rifjum fegurðarinnar. Dead er að sögn Jóns nafn á hliðarsjálfi hans sem hefur það göfuga markmið að opna augu fólks fyrir fegurð dauðastundarinnar og losa um hræðslu og ótta gagnvart henni. Er þetta markmið einnig undirstrikað með setningu sem umlykur hauskúpumynd vörumerkisins: "One who fears death does not enjoy life" eða sá sem óttast dauðann nýtur ekki lífsins. Vöruúrvalið í versluninni er allsérstakt en þar má finna flíkur á bæði kynin; jakka, peysur, boli, belti, skartgripi, póstkort og fleira. Allar flíkur Jóns eru handþrykktar því hann staðhæfir að nærvera mannshandarinnar ljái flíkinni ákveðna sál og segir að handverkið og takmarkað upplag gripa hans greini hans hönnun ekki hvað síst frá fjöldaframleiddum silkiprentuðum vörum sem má finna í öðrum verslunum. Eitt höfuðeinkenna hönnunar Jóns undir merkjum Dead er sterk fortíðarþrá og má víða í búðinni sjá ýmsar rammíslenskar vísanir með sterkum pólitískum undirtón. Ástæðu þessa segir Jón hafa sprottið í námsdvöl sinni erlendis þar sem hann fann fyrir söknuði eftir öllu því sem íslenskt er og mikilvægi þess að vernda okkar einstaka menningararf. Hann leggur á það herslu að hönnun hans sé umfram allt þjóðleg og segir að ekki sé vanþörf á að skapa fleiri vel hannaða túristahluti, því ekki sé um auðugan garð að gresja í þeim efnum hérlendis. Það dylst engum sem kemur inn í Nonnabúð að hvorki eigandinn né hliðarsjálf hans eru hættir að vinna að hönnun undir vörumerki Dead. Hann hefur sýnt á undanförnu ári að honum er fátt heilagt, og skirrist ekki við að skjóta föstum pólitískum skilaboðum á neyslusamfélagið í gegnum einn ástsælasta miðil þess, tískufatnaðinn. Vefsíðan er dead.is Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Á horni Klapparstígs og Laugarvegar er verslunin Nonnabúð, en hún flutti þangað nýlega eftir ársdvöl á Smiðjustíg og má fullyrða að hún eigi ekki sína líka í borginni. Verslunin var stofnuð 16. júní 2003 og átti því ársafmæli í vikunnni. Nonnabúð er hugarfóstur Jóns Sæmundar Auðarsonar, myndlistarmanns og fatahönnuðar. Búðin er allt í senn gjörningur, innsetning og skúlptúr sem þó byggir á starfsemi hefðbundinnar verslunar. Jón Sæmundur útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1999. Þá tók við mastersnám í Skotlandi, Glasgow School of Art til ársins 2001. Hann á að baki fjölda sam- og einkasýninga og muna eflaust margir eftir verkinu hans "Foss" á gömlu Morgublaðshöllinni við Ingólfstorg á Vetrarhátíð Reykjarvíkurborgar 2002. Óhætt er að segja að þorri þeirra hluta sem fást í Nonnabúð undir því vingjarnlega vörumerki Dead einkennist mjög af þremur áberandi þáttum, sterkum áhrifum rokk og pönk tónlistar, sterkri þjóðerniskennd og misaugljósum tilvísunum í dauðann. Þrátt fyrir nokkuð hráa og nöturlega ásýnd vörumerkisins Dead vill Jón Sæmundur meina að það sé í raun runnið undan rifjum fegurðarinnar. Dead er að sögn Jóns nafn á hliðarsjálfi hans sem hefur það göfuga markmið að opna augu fólks fyrir fegurð dauðastundarinnar og losa um hræðslu og ótta gagnvart henni. Er þetta markmið einnig undirstrikað með setningu sem umlykur hauskúpumynd vörumerkisins: "One who fears death does not enjoy life" eða sá sem óttast dauðann nýtur ekki lífsins. Vöruúrvalið í versluninni er allsérstakt en þar má finna flíkur á bæði kynin; jakka, peysur, boli, belti, skartgripi, póstkort og fleira. Allar flíkur Jóns eru handþrykktar því hann staðhæfir að nærvera mannshandarinnar ljái flíkinni ákveðna sál og segir að handverkið og takmarkað upplag gripa hans greini hans hönnun ekki hvað síst frá fjöldaframleiddum silkiprentuðum vörum sem má finna í öðrum verslunum. Eitt höfuðeinkenna hönnunar Jóns undir merkjum Dead er sterk fortíðarþrá og má víða í búðinni sjá ýmsar rammíslenskar vísanir með sterkum pólitískum undirtón. Ástæðu þessa segir Jón hafa sprottið í námsdvöl sinni erlendis þar sem hann fann fyrir söknuði eftir öllu því sem íslenskt er og mikilvægi þess að vernda okkar einstaka menningararf. Hann leggur á það herslu að hönnun hans sé umfram allt þjóðleg og segir að ekki sé vanþörf á að skapa fleiri vel hannaða túristahluti, því ekki sé um auðugan garð að gresja í þeim efnum hérlendis. Það dylst engum sem kemur inn í Nonnabúð að hvorki eigandinn né hliðarsjálf hans eru hættir að vinna að hönnun undir vörumerki Dead. Hann hefur sýnt á undanförnu ári að honum er fátt heilagt, og skirrist ekki við að skjóta föstum pólitískum skilaboðum á neyslusamfélagið í gegnum einn ástsælasta miðil þess, tískufatnaðinn. Vefsíðan er dead.is
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira