Menning

Góð ráð við grillun kjöts

Góð ráð við grillun kjöts Allt kjöt hentar vel í grill en nautakjöt hentar mjög vel. Mikilvægt er að kjötið sé vel hangið fyrir grillun. Gott er að pensla kjötið með olíu. Hægt er að setja allt kjöt beint á grillið. Kynda verður grillið mjög vel - grindur verða að vera um 250-300 gráðu heitar. Grillið kjötið einu sinni á hvorri hlið. Látið grillið ganga í nokkra stund eftir grillun til að brenna leifar af grilli. Pússa grindurnar með vírbursta og bera olíu á grillið eftir grillun. Grillið kjöt minna en meira. Kaldar sósur eru mjög vinsælt meðlæti.   Góð grillaðferð Kyndið grillið mjög vel og skellið kjötinu á grillið. Þá ristast kjötið vel og myndast flottar grillrendur. Grillið einu sinni á hvorri hlið og slökkvið síðan á öðrum brennaranum. Lækkið hita á hinum brennaranum svo hiti inni í grillinu verði um 90-100 gráður. Færið kjötið yfir á þann hluta grillsins þar sem slökkt er á brennara. Lokið grillinu og bakið kjötið þar inni í rólegheitum. Með þessari aðferð er grillinu breytt í eins konar bakarofn og gott grillbragð kemur af kjötinu. Ráð fengin frá kjötiðnaðarmanni hjá kjötversluninni Gallerý Kjöti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.