Menning

Íslandsmeistari í kleinubakstri

Guðný Aðalgeirsdóttir frá Akranesi hlaut nýlega Íslandsmeistaratitilinn i í kleinubakstri. Er þetta annað árið í röð sem keppnin er haldin og tók hún einnig þátt í fyrra en hafnaði þá í þriðja sæti. Guðný er að vonum ánægð með titilinn og segir daginn hafa verið mjög skemmtilegan."Ég hef gaman af þessu og finnst um að gera að vera með í keppninni. Ég stefni auðvitað að því að taka þátt aftur á næsta ári og verja titilinn", segir hún. Kleinupokana seldi Guðný á mótasvæðinu til styrktar Íþróttafélaginu Þjóti á Akranesi og runnu meistarakleinurnar út eins og heitar lummur. Alls voru sex manns sem tóku þátt í keppninni í ár sem haldin var á Safnasvæðinu að Görðum á Akranesi. Fimm manns voru í dómnefndinni og lenti Jóna Adolfsdóttir frá Akranesi í öðru sæti og sú þriðja var Pálína Pálsdóttir sem einnig er frá Akranesi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.