Hrollvekjandi glæpaópera 28. júní 2004 00:01 "Þetta er topp ópera," segir Gísli Rúnar Jónsson en hann skilaði af sér nýverið þýðingu á glæpaóperunni Sweeney Todd, rakaranum morðóða eftir Stephen Sondheim. "Sondheim er eitt besta núlifandi tónskáldið að mínu mati. Hann er réttkominn yfir sjötugt og hefur gert ótal meistaraóperur og söngleiki. Við höfum hins vegar ekki fengið að kynnast honum fyrr svona í heilu lagi." Sagan sem Gísli Rúnar hefur verið að þýða segir af Sweeney Todd sem vinnur sem rakari í London á tímum iðnbyltingarinnar. "Rakarar hétu á þeim tíma bartskerar og gerðu ýmislegt annað en að skera hár. Þeir gerðu að sárum, drógu úr tennur og voru nokkurs konar skottalæknar. Todd var hins vegar fyrst og fremst rakari, skar skegg og hár. Hann kynnist konu sem heitir Lóett og rekur kjötbökubúð fyrir neðan rakarastofuna. Lóett og Sweeney Todd bindast samtökum en eins og sagan er útfærð í þessum söngleik þá á Todd harma að hefna." Samtökin sem Lóett og Todd bindast byggjast á sameiginlegum hagmunum þeirra. Hún þarf kjöt í bökurnar og hann er eingöngu kominn til borgarinnar til að hefna. "Hann útvegar sér sérstakan rakarastól þar sem hann þarf aðeins að toga í arminn, þá snýst hann við og í kjölfarið rennur kúnninn niður um fallhlera niður í bökubúðina. Þar er gert að honum af Lóett eins og góðum kjötiðnaðarmanni sæmir og búnar eru til bökur. En áður hefur Todd skorið viðskiptavininn á háls." Gísli segir farsælan endi ekki eiga við þennan söngleik eins og flesta þeirra. "Það er ekki heiglum hent að gera sér mat úr svona ofboðslega fráhrindandi sögu en Sondheim gerir þetta af algjörri snilld. Það er mikið af djúsí karakterum, húmorinn er rosalega kaldhæðinn og þetta er sprenghlægilegt. En verkið slær þó yfir í heiftarlega skuggalegan harm og mikla spennu en það má segja að verkið sé hrollverkjandi," segir Gísli og bætir því við að þetta sé það skemmtilegasta sem hann hefur fengist við að þýða hingað til. Verkið verður sett upp í Íslensku óperunni í haust. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Þetta er topp ópera," segir Gísli Rúnar Jónsson en hann skilaði af sér nýverið þýðingu á glæpaóperunni Sweeney Todd, rakaranum morðóða eftir Stephen Sondheim. "Sondheim er eitt besta núlifandi tónskáldið að mínu mati. Hann er réttkominn yfir sjötugt og hefur gert ótal meistaraóperur og söngleiki. Við höfum hins vegar ekki fengið að kynnast honum fyrr svona í heilu lagi." Sagan sem Gísli Rúnar hefur verið að þýða segir af Sweeney Todd sem vinnur sem rakari í London á tímum iðnbyltingarinnar. "Rakarar hétu á þeim tíma bartskerar og gerðu ýmislegt annað en að skera hár. Þeir gerðu að sárum, drógu úr tennur og voru nokkurs konar skottalæknar. Todd var hins vegar fyrst og fremst rakari, skar skegg og hár. Hann kynnist konu sem heitir Lóett og rekur kjötbökubúð fyrir neðan rakarastofuna. Lóett og Sweeney Todd bindast samtökum en eins og sagan er útfærð í þessum söngleik þá á Todd harma að hefna." Samtökin sem Lóett og Todd bindast byggjast á sameiginlegum hagmunum þeirra. Hún þarf kjöt í bökurnar og hann er eingöngu kominn til borgarinnar til að hefna. "Hann útvegar sér sérstakan rakarastól þar sem hann þarf aðeins að toga í arminn, þá snýst hann við og í kjölfarið rennur kúnninn niður um fallhlera niður í bökubúðina. Þar er gert að honum af Lóett eins og góðum kjötiðnaðarmanni sæmir og búnar eru til bökur. En áður hefur Todd skorið viðskiptavininn á háls." Gísli segir farsælan endi ekki eiga við þennan söngleik eins og flesta þeirra. "Það er ekki heiglum hent að gera sér mat úr svona ofboðslega fráhrindandi sögu en Sondheim gerir þetta af algjörri snilld. Það er mikið af djúsí karakterum, húmorinn er rosalega kaldhæðinn og þetta er sprenghlægilegt. En verkið slær þó yfir í heiftarlega skuggalegan harm og mikla spennu en það má segja að verkið sé hrollverkjandi," segir Gísli og bætir því við að þetta sé það skemmtilegasta sem hann hefur fengist við að þýða hingað til. Verkið verður sett upp í Íslensku óperunni í haust.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira