Eftirminnileg ferð 30. júní 2004 00:01 Hörður Bragason organisti í Grafarvogskirkju hefur farið í mörg ferðalög um allan heim en minnistæðust er honum ferð sem hann fór í þegar hann var lítill. "Ég fór í jeppaferð yfir Sprengisand með pabba, mömmu, bróður og litlu systur sem var fjögurra ára. Pabbi var landmælingamaður og átti Land Rover, árgerð 1962 og við vorum eina fólkið í stóru blokkinni sem við bjuggum í sem átti jeppa. Það þótti nú ekki mjög fínt en gerði það samt að verkum að við komumst í þessa vikuferð. Það var ryk og sól og bekkirnir aftur í Land Rovernum voru óþægilegir en þetta var samt æðislegt. Það sem var hvað ótrúlegast við þetta ferðalag var að við bræðurnir, sem vorum níu og tíu ára þegar þetta var, trúðum öllu sem litla systir okkar sagði okkur og ferðin var svoleiðis að hún lýsti því sem myndi bera fyrir augu og við biðum eftir því að sjá það sem hún var búin að segja okkur frá. Hvergi var hræðu að sjá og við vorum alein í heiminum fyrir utan tvo fjallabíla frá Úlfari Jakobsen sem voru troðfullir af útlendingum. Okkur var meinilla við þessa bíla og fólkið sem var í þeim enda hétu bílarnir Fanturinn og Frekjan. Við vorum fljót að fara burt þegar við sáum þá einhvers staðar. Við fórum á staði sem hétu skrýtnum nöfnum eins og Eyvindakofaver og fórum líka í Jökulheima nema litla systir mín sem vissi alltaf best hvað staðirnir hétu var búin að ákveða að þeir hétu Nagheimar því þar bjuggu tröll sem nöguðu beinin. Þegar við komum af sandinum var farið til Akureyrar og Bryndís systir sagði okkur nákvæmlega hvernig allt yrði þar. Hún sagði að þar væru fjólubláir útikamrar og ég man ekki betur en að hún hafi haft hárrétt fyrir sér. Ég hef ekki farið yfir Sprengisand síðan þetta var en stefni eindregið þangað og er mjög spenntur að sjá hvort staðirnir sem Bryndís systir lýsti eru enn þar sem við skildum við þá og hvort fjólubláu kamrarnir standa enn við hvert hús á Akureyri. Ferðalög Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Hörður Bragason organisti í Grafarvogskirkju hefur farið í mörg ferðalög um allan heim en minnistæðust er honum ferð sem hann fór í þegar hann var lítill. "Ég fór í jeppaferð yfir Sprengisand með pabba, mömmu, bróður og litlu systur sem var fjögurra ára. Pabbi var landmælingamaður og átti Land Rover, árgerð 1962 og við vorum eina fólkið í stóru blokkinni sem við bjuggum í sem átti jeppa. Það þótti nú ekki mjög fínt en gerði það samt að verkum að við komumst í þessa vikuferð. Það var ryk og sól og bekkirnir aftur í Land Rovernum voru óþægilegir en þetta var samt æðislegt. Það sem var hvað ótrúlegast við þetta ferðalag var að við bræðurnir, sem vorum níu og tíu ára þegar þetta var, trúðum öllu sem litla systir okkar sagði okkur og ferðin var svoleiðis að hún lýsti því sem myndi bera fyrir augu og við biðum eftir því að sjá það sem hún var búin að segja okkur frá. Hvergi var hræðu að sjá og við vorum alein í heiminum fyrir utan tvo fjallabíla frá Úlfari Jakobsen sem voru troðfullir af útlendingum. Okkur var meinilla við þessa bíla og fólkið sem var í þeim enda hétu bílarnir Fanturinn og Frekjan. Við vorum fljót að fara burt þegar við sáum þá einhvers staðar. Við fórum á staði sem hétu skrýtnum nöfnum eins og Eyvindakofaver og fórum líka í Jökulheima nema litla systir mín sem vissi alltaf best hvað staðirnir hétu var búin að ákveða að þeir hétu Nagheimar því þar bjuggu tröll sem nöguðu beinin. Þegar við komum af sandinum var farið til Akureyrar og Bryndís systir sagði okkur nákvæmlega hvernig allt yrði þar. Hún sagði að þar væru fjólubláir útikamrar og ég man ekki betur en að hún hafi haft hárrétt fyrir sér. Ég hef ekki farið yfir Sprengisand síðan þetta var en stefni eindregið þangað og er mjög spenntur að sjá hvort staðirnir sem Bryndís systir lýsti eru enn þar sem við skildum við þá og hvort fjólubláu kamrarnir standa enn við hvert hús á Akureyri.
Ferðalög Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira