Reynir Lyngdal: Konan fann jakkana 1. júlí 2004 00:01 Í augnablikinu er uppáhaldsflíkin mín brúnn leðurjakki sem var keyptur í London," segir Reynir Lyngdal leikstjóri. "Þessi jakki minnir mig á annan jakka sem ég átti í fyrra og konan mín gaf mér. Hann eyðilagðist af notkun og var allur farinn að rakna upp því ég var svo mikið í honum. Hann var uppáhaldsjakkinn minn á því tímabili," segir Reynir en kona hans, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, fann nýja uppáhaldsjakkann á flóamarkaði í London. "Hann er notaður en ekki nýr og svipar mikið til hins gamla. Og það var sama manneskjan sem fann þessa báða uppáhaldsjakka," segir Reynir en honum finnst föt ekki nógu flott nema búið sé að nota þau aðeins. Reynir á aldeilis ekki aðeins uppáhaldsjakka heldur líka uppáhaldsskó. "Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru Puma strigaskór sem ég keypti í brúðkaupsferð okkar til Barcelona," segir Reynir. "Ég er búinn að nota þessa skó svo mikið að það er komið gat á stóru tána. Það reyndar sést nú ekkert ef ég er í sokkum samlitum skónum," segir Reynir en hann segist vera mikill strákur í klæðamálum. "Við strákarnir getum nýtt fötin okkar svo mikið og verið í þeim aftur og aftur. Ég get til dæmis verið í gallabuxum þangað til þær rifna utan af mér. "Þetta er svona það sem er í uppáhaldi í augnablikinu en það getur breyst á örskotstundu," segir Reynir en eins með hann og okkur öll kemur alltaf eitthvað nýtt sem heillar augað. Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Í augnablikinu er uppáhaldsflíkin mín brúnn leðurjakki sem var keyptur í London," segir Reynir Lyngdal leikstjóri. "Þessi jakki minnir mig á annan jakka sem ég átti í fyrra og konan mín gaf mér. Hann eyðilagðist af notkun og var allur farinn að rakna upp því ég var svo mikið í honum. Hann var uppáhaldsjakkinn minn á því tímabili," segir Reynir en kona hans, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, fann nýja uppáhaldsjakkann á flóamarkaði í London. "Hann er notaður en ekki nýr og svipar mikið til hins gamla. Og það var sama manneskjan sem fann þessa báða uppáhaldsjakka," segir Reynir en honum finnst föt ekki nógu flott nema búið sé að nota þau aðeins. Reynir á aldeilis ekki aðeins uppáhaldsjakka heldur líka uppáhaldsskó. "Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru Puma strigaskór sem ég keypti í brúðkaupsferð okkar til Barcelona," segir Reynir. "Ég er búinn að nota þessa skó svo mikið að það er komið gat á stóru tána. Það reyndar sést nú ekkert ef ég er í sokkum samlitum skónum," segir Reynir en hann segist vera mikill strákur í klæðamálum. "Við strákarnir getum nýtt fötin okkar svo mikið og verið í þeim aftur og aftur. Ég get til dæmis verið í gallabuxum þangað til þær rifna utan af mér. "Þetta er svona það sem er í uppáhaldi í augnablikinu en það getur breyst á örskotstundu," segir Reynir en eins með hann og okkur öll kemur alltaf eitthvað nýtt sem heillar augað.
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira