Söngleikur með sterkan boðskap 9. júlí 2004 00:01 "Þetta er búin að vera rosamikil keyrsla. Við erum þarna nokkur sem erum líka framleiðendur að sýningunni og það er því aðeins meira álag á okkur, en þetta er líka ótrúlega gaman," segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona í söngleiknum Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ í kvöld. "Ég leik Dionne, eina skutluna þarna í hárgenginu. Hún er bara mjög daðursöm stelpa sem lendir í því að verða skotin í einum stráknum sem er á leiðinni í stríðið." Sjálf segist hún geta samsamað sig persónunni, því öll hafi þau þurft að leita að hippanum sem blundar í okkur öllum. Þrátt fyrir að Hárið gerist í New York árið 1968, var ákveðið að staðfæra verkið ekki. "Við ákváðum að endurspegla ákveðið tímabil og tíðaranda og kynna það fyrir nýrri kynslóð. Ástandið í heiminum er jafnslæmt nú ef ekki verra og þessi söngleikur hefur sterkan boðskap og ádeilu sem ógjörningur er að staðfæra. Auðvitað er stríðsádeilan mjög opin, þó svo henni sé ekki þröngvað að áhorfendum." Mikið er rætt um nektaratriðið í Hárinu í hvert skipti sem söngleikurinn er settur upp og segir Unnur að það hafi verið erfitt í fyrsta skiptið að fara úr fötunum. "Þetta var fáránlega erfitt á fyrstu æfingu en nú er komið svo mikið traust í hópnum að núna er það bara svolítið gaman." Það er þó ekki nektin sem gerir það að verkum að sýningin er ekki sögð við hæfi barna. "Það er ekki bara ofsalega mikil fíkniefnaneysla í þessum söngleik, heldur líka heimilisofbeldi og alls konar rugl sem er ekki við hæfi barna. Því mælum við ekki með því að börn komi á sýninguna." Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Þetta er búin að vera rosamikil keyrsla. Við erum þarna nokkur sem erum líka framleiðendur að sýningunni og það er því aðeins meira álag á okkur, en þetta er líka ótrúlega gaman," segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona í söngleiknum Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ í kvöld. "Ég leik Dionne, eina skutluna þarna í hárgenginu. Hún er bara mjög daðursöm stelpa sem lendir í því að verða skotin í einum stráknum sem er á leiðinni í stríðið." Sjálf segist hún geta samsamað sig persónunni, því öll hafi þau þurft að leita að hippanum sem blundar í okkur öllum. Þrátt fyrir að Hárið gerist í New York árið 1968, var ákveðið að staðfæra verkið ekki. "Við ákváðum að endurspegla ákveðið tímabil og tíðaranda og kynna það fyrir nýrri kynslóð. Ástandið í heiminum er jafnslæmt nú ef ekki verra og þessi söngleikur hefur sterkan boðskap og ádeilu sem ógjörningur er að staðfæra. Auðvitað er stríðsádeilan mjög opin, þó svo henni sé ekki þröngvað að áhorfendum." Mikið er rætt um nektaratriðið í Hárinu í hvert skipti sem söngleikurinn er settur upp og segir Unnur að það hafi verið erfitt í fyrsta skiptið að fara úr fötunum. "Þetta var fáránlega erfitt á fyrstu æfingu en nú er komið svo mikið traust í hópnum að núna er það bara svolítið gaman." Það er þó ekki nektin sem gerir það að verkum að sýningin er ekki sögð við hæfi barna. "Það er ekki bara ofsalega mikil fíkniefnaneysla í þessum söngleik, heldur líka heimilisofbeldi og alls konar rugl sem er ekki við hæfi barna. Því mælum við ekki með því að börn komi á sýninguna."
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira