Fólk óánægt með sektirnar 16. júlí 2004 00:01 Arnar Snæbjörnsson bílastæðavörður hefur verið starfinu sínu í tæp sjö ár. Hann byrjaði sem stöðumælavörður en er nú bílastæðavörður í Ráðhúsinu. "Það var stundum talsvert álag að vera úti við stöðumælavörsluna, fólk er auðvitað aldrei ánægt með sektirnar og lætur það stundum bitna á vörðunum. En við erum bara að vinna starfið okkar," segir Arnar. Nú sér Arnar um bílastæðahúsið undir Ráðhúsinu og stæðið í Vonarstræti og hefur aðsetur inni í Ráðhúsi. "Mér líka þetta vel, starfið er auðvitað frekar einhæft en á móti kemur að hér er margt skemmtilegt fólk og góður andi. Ég vinn alla virka daga frá 8-18 og er á bakvöktum þriðju hverja helgi. Bakvaktirnar felast meðal annars í að opna fyrir fólki sem hefur orðið innlyksa með bílana sína í bílastæðahúsum, en það gerist þó æ sjaldnar. Dagsdaglega hef ég umsjón með bílastæðunum, sel út laus stæði og passa að alltaf séu laus stæði fyrir fólk sem hefur keypt sér mánaðarkort. Ég aðstoða líka ef fólk lendir í vandræðum með sjálfsalann og þvíumlíkt." Arnar segist ekki fá miklar kvartanir enda séu ákveðnar vinnureglur í gangi. "Við bjóðum fólki einfaldlega að fylla út kvörtunareyðublöð og sendum þau svo til Bílastæðasjóðs sem skoðar málið." Hann segist ekki kvarta yfir kaupinu, en yfirvinnan sé auðvitað það sem heldur kaupinu uppi. "Svo eru ákveðin fríðindi, við fáum föt, afslátt af matarmiðum í Ráðhúsinu og frítt í strætó." En bílastæði? "Jú, við höfum bílastæði, en þurfum að víkja ef allt er orðið fullt," segir Arnar, og tekur undir að bílastæðin í miðbænum séu ekki nógu mörg. Atvinna Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Arnar Snæbjörnsson bílastæðavörður hefur verið starfinu sínu í tæp sjö ár. Hann byrjaði sem stöðumælavörður en er nú bílastæðavörður í Ráðhúsinu. "Það var stundum talsvert álag að vera úti við stöðumælavörsluna, fólk er auðvitað aldrei ánægt með sektirnar og lætur það stundum bitna á vörðunum. En við erum bara að vinna starfið okkar," segir Arnar. Nú sér Arnar um bílastæðahúsið undir Ráðhúsinu og stæðið í Vonarstræti og hefur aðsetur inni í Ráðhúsi. "Mér líka þetta vel, starfið er auðvitað frekar einhæft en á móti kemur að hér er margt skemmtilegt fólk og góður andi. Ég vinn alla virka daga frá 8-18 og er á bakvöktum þriðju hverja helgi. Bakvaktirnar felast meðal annars í að opna fyrir fólki sem hefur orðið innlyksa með bílana sína í bílastæðahúsum, en það gerist þó æ sjaldnar. Dagsdaglega hef ég umsjón með bílastæðunum, sel út laus stæði og passa að alltaf séu laus stæði fyrir fólk sem hefur keypt sér mánaðarkort. Ég aðstoða líka ef fólk lendir í vandræðum með sjálfsalann og þvíumlíkt." Arnar segist ekki fá miklar kvartanir enda séu ákveðnar vinnureglur í gangi. "Við bjóðum fólki einfaldlega að fylla út kvörtunareyðublöð og sendum þau svo til Bílastæðasjóðs sem skoðar málið." Hann segist ekki kvarta yfir kaupinu, en yfirvinnan sé auðvitað það sem heldur kaupinu uppi. "Svo eru ákveðin fríðindi, við fáum föt, afslátt af matarmiðum í Ráðhúsinu og frítt í strætó." En bílastæði? "Jú, við höfum bílastæði, en þurfum að víkja ef allt er orðið fullt," segir Arnar, og tekur undir að bílastæðin í miðbænum séu ekki nógu mörg.
Atvinna Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira