Dagskrá Airwaves skýrist 19. júlí 2004 00:01 Hin árlega Airwaves-hátið sem fram fer 20.- 24. október er beðið í ofvæni enda fjölmennasti tónlistarviðburður ársins. Nú fer dagskrá hátíðarinnar að skýrast en búist er við þátttöku um hundrað hljómsveita og tónlistarmanna. Helstu erlendu viðburðir hátíðarinnar verða bresku Four Tet, London Elektricity og Keane, bandarísku Non Phixion, The Shins og Radio 4 auk Kid Koala frá Kanada, To Rococo Rot frá Þýskalandi og Magnet frá Noregi, svo eitthvað sé nefnt. The Keane hefur krónað efst á breska vinsældarlistanum allan júnímánuð og virðist vera söluvænlegasta band hátíðarinnar. Sérstök eftirvænting meðal músíkspekúlanta er til bandaríska Four Tet sem m.a. hafa hitað upp fyrir Radiohead á tónleikaferðalögum og vinsældir rokkbandsins Radio 4 eru einnig talsverðar hér á landi. Gaukur á Stöng, Nasa og Hafnarhúsið bera hitann og þungann af hátíðinni en fjöldi annarra vel valdra staða í miðbænum munu hýsa sveitirnar sem fram koma. Íslensku framlögin verða ekki af verri endanum á Airwaves en m.a. spila Leaves, Mínus, Jagúar, Tenderfoot, Einar Örn - Ghostigital, Vinyl, Trabant og Mugison. Hátíðin hefur náð að festa sig vel í sessi sem gróskumikill stórviðburður í tónlistarheiminum eftir þátttöku Suede, The Flaming Lips, The Hives og Fatboy Slim á undanförnum árum. Búist er við fjölda erlendra blaðamanna til að fylgjast með. Hljómsveitirnar sem fram koma aðhyllast margar og ólíkar tónlistarstefnur og ættu þá allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Lífið Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hin árlega Airwaves-hátið sem fram fer 20.- 24. október er beðið í ofvæni enda fjölmennasti tónlistarviðburður ársins. Nú fer dagskrá hátíðarinnar að skýrast en búist er við þátttöku um hundrað hljómsveita og tónlistarmanna. Helstu erlendu viðburðir hátíðarinnar verða bresku Four Tet, London Elektricity og Keane, bandarísku Non Phixion, The Shins og Radio 4 auk Kid Koala frá Kanada, To Rococo Rot frá Þýskalandi og Magnet frá Noregi, svo eitthvað sé nefnt. The Keane hefur krónað efst á breska vinsældarlistanum allan júnímánuð og virðist vera söluvænlegasta band hátíðarinnar. Sérstök eftirvænting meðal músíkspekúlanta er til bandaríska Four Tet sem m.a. hafa hitað upp fyrir Radiohead á tónleikaferðalögum og vinsældir rokkbandsins Radio 4 eru einnig talsverðar hér á landi. Gaukur á Stöng, Nasa og Hafnarhúsið bera hitann og þungann af hátíðinni en fjöldi annarra vel valdra staða í miðbænum munu hýsa sveitirnar sem fram koma. Íslensku framlögin verða ekki af verri endanum á Airwaves en m.a. spila Leaves, Mínus, Jagúar, Tenderfoot, Einar Örn - Ghostigital, Vinyl, Trabant og Mugison. Hátíðin hefur náð að festa sig vel í sessi sem gróskumikill stórviðburður í tónlistarheiminum eftir þátttöku Suede, The Flaming Lips, The Hives og Fatboy Slim á undanförnum árum. Búist er við fjölda erlendra blaðamanna til að fylgjast með. Hljómsveitirnar sem fram koma aðhyllast margar og ólíkar tónlistarstefnur og ættu þá allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Lífið Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira