Skylmast í svefni 19. júlí 2004 00:01 "Ég las mikið sem barn og þar á meðal Prins Valíant, ef til vill það hafi haft einhvern áhrif en mér hefur alltaf þótt skylmingar rosalega spennandi," segir Þorbjörg Ágústsdóttir, Norðurlanda- og Íslandsmeistari kvenna í skylmingum. "Miklar hefðir fylgja þessari íþrótt og til að mynda þarf maður að sýna dómaranum sérstaka kurteisi og við upphaf leiks heilsar maður andstæðingi sínum og dómara með virktum," segir Þorbjörg sem hefur stundað skylmingar í ein tíu ár. Ekki hefur verið mikið um kvenfólk í þessari íþrótt og er það í fyrsta sinn í sumar sem konur keppa í skylmingum með höggsverði á Ólympíuleikunum og sjálf segist Þorbjörg vilja taka stefnuna þangað eftir fjögur ár. Ásamt því að æfa sjálf skylmingar er hún að þjálfa og kenna hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur og stundar fullt nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur meira en nóg fyrir stafni en lífið hjá Þorbjörgu snýst að mestu leyti um skylmingar og fer hún út að meðaltali átta sinnum á ári til að keppa. "Ég bjó í París í eitt ár og þar komst ég í kynni við mjög góðan skylmingaklúbb þar sem ég æfði og keppti. Franski landsliðsþjálfarinn var einn af þjálfurunum þar og bauð hann mér að æfa og keppa með landsliðinu og gekk mér bara ágætlega. En það er mjög mikilvægt að komast í meira fjölmenni og fá nýja andstæðinga því maður lærir fljótlega inn á andstæðinginn og hann á þig," segir Þorbjörg sem hefur nýverið fengið þjálfarastyrk frá ÍSÍ og með haustinu hyggst hún halda aftur til Frakklands. "Alþjóðaskylmingasambandið styrkir litlar þjóðir eins og Ísland sem eru að reyna sitt besta þannig að góðir styrkir virka eins og gulrót á mann til að halda áfram. Við fórum til að mynda þrjú saman úr landsliðinu á styrk til Kúbu í æfingabúðir á undan heimsmeistaramótinu en það var alveg frábær reynsla. Reyndar var svo heitt þar að það leið næstum yfir mig á æfingum fyrsta daginn. Samt sem áður var það mjög gaman og Kúbverjar eru mjög góðir í skylmingum en þeir komast bara aldrei neitt til að keppa," segir Þorbjörg. "Mikill tími fer í alla þjálfun og ég æfi fimm sinnum í viku, auk þess sem ég hleyp og lyfti lóðum. Þetta er mjög líkamlega erfið íþrótt og fótavinnan er gríðarleg og erfið og mikilvægt að leggja mikið upp úr henni og snöggum handahreyfingum. Þetta snýst allt um mýkt og snerpu og og fjarlægðarskyn og því þarf maður að leggja mikla áherslu á tæknivinnuna," segir Þorbjörg sem hefur tekið íþróttina föstum tökum frá upphafi og má segja að hún hafi fengið hana á heilann. "Mig dreymir þetta á nóttunni og stundum vakna ég við það ég lyfti hendinni upp í stöðu og tilbúin að skylmast," segir Þorbjörg hlæjandi. Heilsa Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég las mikið sem barn og þar á meðal Prins Valíant, ef til vill það hafi haft einhvern áhrif en mér hefur alltaf þótt skylmingar rosalega spennandi," segir Þorbjörg Ágústsdóttir, Norðurlanda- og Íslandsmeistari kvenna í skylmingum. "Miklar hefðir fylgja þessari íþrótt og til að mynda þarf maður að sýna dómaranum sérstaka kurteisi og við upphaf leiks heilsar maður andstæðingi sínum og dómara með virktum," segir Þorbjörg sem hefur stundað skylmingar í ein tíu ár. Ekki hefur verið mikið um kvenfólk í þessari íþrótt og er það í fyrsta sinn í sumar sem konur keppa í skylmingum með höggsverði á Ólympíuleikunum og sjálf segist Þorbjörg vilja taka stefnuna þangað eftir fjögur ár. Ásamt því að æfa sjálf skylmingar er hún að þjálfa og kenna hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur og stundar fullt nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur meira en nóg fyrir stafni en lífið hjá Þorbjörgu snýst að mestu leyti um skylmingar og fer hún út að meðaltali átta sinnum á ári til að keppa. "Ég bjó í París í eitt ár og þar komst ég í kynni við mjög góðan skylmingaklúbb þar sem ég æfði og keppti. Franski landsliðsþjálfarinn var einn af þjálfurunum þar og bauð hann mér að æfa og keppa með landsliðinu og gekk mér bara ágætlega. En það er mjög mikilvægt að komast í meira fjölmenni og fá nýja andstæðinga því maður lærir fljótlega inn á andstæðinginn og hann á þig," segir Þorbjörg sem hefur nýverið fengið þjálfarastyrk frá ÍSÍ og með haustinu hyggst hún halda aftur til Frakklands. "Alþjóðaskylmingasambandið styrkir litlar þjóðir eins og Ísland sem eru að reyna sitt besta þannig að góðir styrkir virka eins og gulrót á mann til að halda áfram. Við fórum til að mynda þrjú saman úr landsliðinu á styrk til Kúbu í æfingabúðir á undan heimsmeistaramótinu en það var alveg frábær reynsla. Reyndar var svo heitt þar að það leið næstum yfir mig á æfingum fyrsta daginn. Samt sem áður var það mjög gaman og Kúbverjar eru mjög góðir í skylmingum en þeir komast bara aldrei neitt til að keppa," segir Þorbjörg. "Mikill tími fer í alla þjálfun og ég æfi fimm sinnum í viku, auk þess sem ég hleyp og lyfti lóðum. Þetta er mjög líkamlega erfið íþrótt og fótavinnan er gríðarleg og erfið og mikilvægt að leggja mikið upp úr henni og snöggum handahreyfingum. Þetta snýst allt um mýkt og snerpu og og fjarlægðarskyn og því þarf maður að leggja mikla áherslu á tæknivinnuna," segir Þorbjörg sem hefur tekið íþróttina föstum tökum frá upphafi og má segja að hún hafi fengið hana á heilann. "Mig dreymir þetta á nóttunni og stundum vakna ég við það ég lyfti hendinni upp í stöðu og tilbúin að skylmast," segir Þorbjörg hlæjandi.
Heilsa Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira