Samruni Sony og BMG fær grænt ljós 20. júlí 2004 00:01 Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum. Evrópusambandið setti fyrirtækjunum engin skilyrði við samþykkt samrunans. Talsmenn þess lýstu þó yfir áhyggjum sínum á því að þetta gæti leitt í för með sér hækkun geisladiskaverðs og minnkun á valmöguleikum fyrir viðskiptavini. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna í nóvember í fyrra, en vöxtur tónlistarmarkaðarins hefur farið hnignandi eftir því sem frjáls skipti á tónlist yfir netið hefur aukist. Sony er japanskt fyrirtæki en Bertelsmann (BMG) þýskt. Sony var næststærst en BMG minnsti plöturisinn af fimm. Við samrunann verður hið nýja fyrirtæki nánast jafn stórt og Universal-útgáfan sem á 25,9% markaðarins. Nýja fyrirtækið kemur til með að heita Sony BMG, og verða aðalstöðvar þess í New York. "Við erum mjög ánægðir yfir því að Evrópusambandið skuli viðurkenna að samruni Sony og BMG sé við hæfi og mikilvægt svar við því sem er að gerast á markaðnum," segir Alex Lack, formaður Sony Music Entertainment og verðandi forstjóri nýja fyrirtækisins. Í fyrra reyndi EMI, þriðja stærsta plötuútgáfa heims, að kaupa Warner Music sem er það fjórða stærsta. Fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hefur þó mætt nokkurri andstöðu í Bandaríkjunum en þó er búist við samþykki þaðan á næstu dögum. Dagblaðið The Financial Times greindi frá því að hið nýja fyrirtæki ætlaði sér að segja um 2.000 starfsmönnum sínum upp, gangi samruninn eftir. Lífið Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum. Evrópusambandið setti fyrirtækjunum engin skilyrði við samþykkt samrunans. Talsmenn þess lýstu þó yfir áhyggjum sínum á því að þetta gæti leitt í för með sér hækkun geisladiskaverðs og minnkun á valmöguleikum fyrir viðskiptavini. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna í nóvember í fyrra, en vöxtur tónlistarmarkaðarins hefur farið hnignandi eftir því sem frjáls skipti á tónlist yfir netið hefur aukist. Sony er japanskt fyrirtæki en Bertelsmann (BMG) þýskt. Sony var næststærst en BMG minnsti plöturisinn af fimm. Við samrunann verður hið nýja fyrirtæki nánast jafn stórt og Universal-útgáfan sem á 25,9% markaðarins. Nýja fyrirtækið kemur til með að heita Sony BMG, og verða aðalstöðvar þess í New York. "Við erum mjög ánægðir yfir því að Evrópusambandið skuli viðurkenna að samruni Sony og BMG sé við hæfi og mikilvægt svar við því sem er að gerast á markaðnum," segir Alex Lack, formaður Sony Music Entertainment og verðandi forstjóri nýja fyrirtækisins. Í fyrra reyndi EMI, þriðja stærsta plötuútgáfa heims, að kaupa Warner Music sem er það fjórða stærsta. Fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hefur þó mætt nokkurri andstöðu í Bandaríkjunum en þó er búist við samþykki þaðan á næstu dögum. Dagblaðið The Financial Times greindi frá því að hið nýja fyrirtæki ætlaði sér að segja um 2.000 starfsmönnum sínum upp, gangi samruninn eftir.
Lífið Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira