Maður verður að vera kátur 21. júlí 2004 00:01 Fagurt sumarkvöld við sunnanverðan Breiðafjörð. Sólin er að skríða fram hjá Kirkjufellinu og stefnir í sjóinn yfir Melrakkaey. Þótt orðið sé áliðið kvölds telur Finni veitingamaður í Krákunni í Grundarfirði ekkert sjálfsagðara en að reiða fram humarsúpu og aðrar himneskar kræsingar handa hungruðu langferðafólki. "Við afgreiðum ferðamenn með mat alveg þar til við lokum og höfum lent í að vera að matreiða handa þeim klukkan þrjú að nóttu. Það er leiðinleg kynning fyrir land og þjóð að einungis sé hægt að drekka á nóttunni en ekki fá neitt að borða," segir hann. Aðspurður segir hann opið í Krákunni til 1 öll kvöld og 3-4 um helgar. Þá eru stundum böll. "En hér eru yfirleitt aldrei læti," segir Finni. "Ef einu sinni þarf að setja mann út þá kemur hann ekki hér inn aftur og það fréttist," bætir hann við. Finni ólst upp á Siglufirði en hefur lengst af búið í Grundarfirði. "Reyndar erum við hjónin búin að flytja þrisvar til Reykjavíkur en komum alltaf til baka," segir hann. Nú hafa þau verið þar samfleytt frá 1991, þá keyptu þau húsið sem Krákan er í að nokkru leyti hálfklárað og það var í 24. sinn sem þau byggðu eða gerðu upp hús. Við erum búin að taka til hendinni enda er hjónabandið gott. Við höfum aldrei haft tíma til að rífast," segir Finni og hlær. Hann er smiður að mennt og kveðst hafa byrjað fjórtán ára að læra hjá móðurbróður sínum. "Hann gerði allt vel sem hann gerði og við nemendurnir komumst ekki upp með neitt fúsk heldur," segir hann. Vandvirknina hefur Finni fært yfir í veitingareksturinn því allt virðist ganga smurt á Krákunni. Það er bara hann sjálfur sem ekki gengur smurt, heldur stingur illilega við. Spurður um ástæðuna svarar hann glettinn. "Þetta byrjaði þegar ég var í fimleikum, ungur maður. Mér hefur verið tjaslað saman aftur og aftur. Ég tel að ef ég dræpist þá væru þeir svo hræddir um að missa völdin, hvort sem væri uppi eða niðri. Því hef ég fengið að vera kyrr. Maður verður að vera kátur. Helmingurinn af þessu lífi er að vera kátur." Ferðalög Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Fagurt sumarkvöld við sunnanverðan Breiðafjörð. Sólin er að skríða fram hjá Kirkjufellinu og stefnir í sjóinn yfir Melrakkaey. Þótt orðið sé áliðið kvölds telur Finni veitingamaður í Krákunni í Grundarfirði ekkert sjálfsagðara en að reiða fram humarsúpu og aðrar himneskar kræsingar handa hungruðu langferðafólki. "Við afgreiðum ferðamenn með mat alveg þar til við lokum og höfum lent í að vera að matreiða handa þeim klukkan þrjú að nóttu. Það er leiðinleg kynning fyrir land og þjóð að einungis sé hægt að drekka á nóttunni en ekki fá neitt að borða," segir hann. Aðspurður segir hann opið í Krákunni til 1 öll kvöld og 3-4 um helgar. Þá eru stundum böll. "En hér eru yfirleitt aldrei læti," segir Finni. "Ef einu sinni þarf að setja mann út þá kemur hann ekki hér inn aftur og það fréttist," bætir hann við. Finni ólst upp á Siglufirði en hefur lengst af búið í Grundarfirði. "Reyndar erum við hjónin búin að flytja þrisvar til Reykjavíkur en komum alltaf til baka," segir hann. Nú hafa þau verið þar samfleytt frá 1991, þá keyptu þau húsið sem Krákan er í að nokkru leyti hálfklárað og það var í 24. sinn sem þau byggðu eða gerðu upp hús. Við erum búin að taka til hendinni enda er hjónabandið gott. Við höfum aldrei haft tíma til að rífast," segir Finni og hlær. Hann er smiður að mennt og kveðst hafa byrjað fjórtán ára að læra hjá móðurbróður sínum. "Hann gerði allt vel sem hann gerði og við nemendurnir komumst ekki upp með neitt fúsk heldur," segir hann. Vandvirknina hefur Finni fært yfir í veitingareksturinn því allt virðist ganga smurt á Krákunni. Það er bara hann sjálfur sem ekki gengur smurt, heldur stingur illilega við. Spurður um ástæðuna svarar hann glettinn. "Þetta byrjaði þegar ég var í fimleikum, ungur maður. Mér hefur verið tjaslað saman aftur og aftur. Ég tel að ef ég dræpist þá væru þeir svo hræddir um að missa völdin, hvort sem væri uppi eða niðri. Því hef ég fengið að vera kyrr. Maður verður að vera kátur. Helmingurinn af þessu lífi er að vera kátur."
Ferðalög Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira